Fara í efni

Fréttir

Ný stofnskrá Byggðasafns Skagfirðinga

26.11.2013
Fréttir
Ný stofnskrá Byggðasafns Skagfirðinga tekur gildi 1. desember næstkomandi og er hún sú fjórða sem samin er síðan safnið var stofnað árið 1948. Ný safnalög tóku gildi 1. janúar 2013 og þurfti því að endurnýja stofnskrána.

Tilkynningar um breytingar á lögheimili

25.11.2013
Fréttir
Tilkynningar um breytingar á lögheimili þurfa að berast til Þjóðskrár Íslands eigi síðar en 6. desember svo unnt sé að tryggja að einstaklingar séu rétt skráðir í íbúaskrá miðað við 1. desember þessa árs

Sýningin Rugguhestar í Sögusetri íslenska hestsins

22.11.2013
Fréttir
Sunnudaginn 17. nóvember opnaði sýningin Rugguhestar í Sögusetri íslenska hestisins á Hólum í Hjaltadal. Sýningin stendur yfir til 20. desember

Sveitarstjórn samþykkir að hækka ekki gjaldskrár á árinu 2014

20.11.2013
Fréttir, Gjaldskrár
Í ljósi viðsnúnings og jákvæðrar þróunar í rekstri sveitarfélagsins hefur meirihluti Framsóknarflokks og Vinstri grænna í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar ákveðið að leggja til að ekki verði farið í gjaldskrárhækkanir á árinu 2014, er snúa aðallega að börnum, barnafólki og eldri borgurum.

Eyðibýli á Íslandi - tvö ný bindi komin út

20.11.2013
Fréttir
Út eru komin 4. og 5. bindi af ritinu Eyðibýli á Íslandi og fjalla þau um Norðurland vestra og Vestfirði. Markmið félagsins sem stendur að útgáfunni er að rannsaka og skrá eyðibýli og yfirgefin íbúðarhús í sveitum landsins.

Sveitarstjórnarfundur Sveitarfélagsins Skagafjarðar

18.11.2013
Fréttir
308. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í Safnahúsi við Faxatorg, miðvikudaginn 20. nóvember 2013 og hefst kl. 16:15

Viðburðaríkir dagar að baki í Árskóla

18.11.2013
Fréttir
Á heimasíðu Árskóla á Sauðárkróki segir að viðburðaríkir dagar séu búnir að vera í skólanum að undanförnu. Afmælishátíð skólans í tilefni þess að 15 ár eru frá sameiningu skólanna á Sauðárkróki og dansmaraþon 10. bekkjar.

Dagur íslenskrar tungu 16. nóv kl 16 á Löngumýri

14.11.2013
Fréttir
Skagfirski Kammerkórinn ásamt nemendum 7. bekkjar Varmahlíðarskóla verða með dagskrá í tali og tónum tileinkuðum skáldinu Þorsteini Erlingssyni á Löngumýri kl 16. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir

Kraftur 2013 útivistar- og sportsýning 16. - 17. nóv

14.11.2013
Fréttir
Útivistar- og sportsýningin Kraftur 2013 verður í reiðhöllinni Svaðastöðum í Skagafirði helgina 16. - 17. nóv