Sveitarfélagið Skagafjörður hefur nú virkjað nýja heimasíðu fyrir sveitarfélagið, sem unnin er í vefumsjónarkerfinu Moya frá Stefnu ehf. á Akureyri. Stofnanir sveitarfélagsins munu hleypa af stokkunum sínum síðum í kjölfarið á næstu vikum.
Ráðið hefur verið í auglýstar stjórnunarstöður í leik- og grunnskólum í Skagafirði.
Við grunnskólann austan Vatna var Jóhann Bjarnason ráðinn skólastjóri og Bjarki Már Árnason aðstoðarskólastjóri.
Við Varmahlíðarskóla var Álfheiður Freyja Friðbjarnardóttir ráðin skólastjóri og við leikskólann Ársali á Sauðárkróki var Sólveig Arna Ingólfsdóttir ráðin aðstoðarleikskólastjóri.
Þeim er öllum óskað farsældar í störfum sínum.
Tónlistarhátíðin Gæran 2013 verður haldin dagana 15. og 17. ágúst nk. Dagsetningin var tilkynnt á dögunum og því er öllum óhætt að merkja umrædda helgi inn á dagatalið sitt og byrja að telja niður.
Fyrir stelpur í 7., 6. og 5. flokki.
Mottó Landsbankamótsins er að hafa nóg af fótbolta.
Mótið er haldið við frábærar aðstæður á Sauðárkróki helgina 29. - 30. júní 2013.
Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hefur varað við hugsanlegum aur- og skriðuföllum á Norðurlandi. Að auki er mikið vatn í ám og lækjum.
Varasamt getur verið að vera á ferð í hlíðum fjalla og sérstakrar varúðar er þörf nálægt ám og vötnum. Minnstu lækir eru orðnir illúðlegir af vatnavöxtum.
Ekki hefur orðið vart við aurflóð né skriðuföll hér í Skagafirði enn sem komið er, en fylgst verður áfram með ástandinu þar sem hlýindum er spáð áfram næstu daga.