Fara í efni

Fréttir

Héraðsbókasafn Skagfirðinga verður lokað í dag, miðvikudaginn 31. júlí.

31.07.2013
Fréttir
Héraðsbókasafn Skagfirðinga verður lokað í dag, miðvikudaginn 31. júlí.

Sveitarfélagið tekur nýtt vefumsjónarkerfi í notkun

30.07.2013
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður hefur nú virkjað nýja heimasíðu fyrir sveitarfélagið, sem unnin er í vefumsjónarkerfinu Moya frá Stefnu ehf. á Akureyri. Stofnanir sveitarfélagsins munu hleypa af stokkunum sínum síðum í kjölfarið á næstu vikum.

Grunnskólinn austan Vatna óskar eftir að ráða kennara til starfa næsta skólaár.

12.07.2013
Fréttir
Grunnskólinn austan Vatna óskar eftir að ráða kennara til starfa næsta skólaár. Um er að ræða 50% starf.

Ráðið í stjórnunarstöður í leikskólum og grunnskólum í Skagafirði.

12.07.2013
Fréttir
Ráðið hefur verið í auglýstar stjórnunarstöður í leik- og grunnskólum í Skagafirði. Við grunnskólann austan Vatna var Jóhann Bjarnason ráðinn skólastjóri og Bjarki Már Árnason aðstoðarskólastjóri. Við Varmahlíðarskóla var Álfheiður Freyja Friðbjarnardóttir ráðin skólastjóri og við leikskólann Ársali á Sauðárkróki var Sólveig Arna Ingólfsdóttir ráðin aðstoðarleikskólastjóri. Þeim er öllum óskað farsældar í störfum sínum.

Styrkir til bættrar einangrunar – Átaksverkefni 2013

12.06.2013
Fréttir
Atvinnuvega- og Nýsköpunarráðuneytið í samvinnu við Orkusetur hefur ákveðið að styrkja húseigendur sem ráðast vilja í endurbætur á einangrun húsnæðis.

Króksmót

06.06.2013
Fréttir
Fyrir stráka í 7., 6. og 5. flokki. Mótið er haldið við frábærar aðstæður á Sauðárkróki helgina 10. - 11. ágúst 2013.

Gæran - tónlistarhátíð

06.06.2013
Fréttir
Tónlistarhátíðin Gæran 2013 verður haldin dagana 15. og 17. ágúst nk. Dagsetningin var tilkynnt á dögunum og því er öllum óhætt að merkja umrædda helgi inn á dagatalið sitt og byrja að telja niður.

Landsbankamót

05.06.2013
Fréttir
Fyrir stelpur í 7., 6. og 5. flokki. Mottó Landsbankamótsins er að hafa nóg af fótbolta. Mótið er haldið við frábærar aðstæður á Sauðárkróki helgina 29. - 30. júní 2013.

Viðvörun frá Almannavarnarnefnd Skagafjarðar vegna leysinga

05.06.2013
Fréttir
Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hefur varað við hugsanlegum aur- og skriðuföllum á Norðurlandi. Að auki er mikið vatn í ám og lækjum. Varasamt getur verið að vera á ferð í hlíðum fjalla og sérstakrar varúðar er þörf nálægt ám og vötnum. Minnstu lækir eru orðnir illúðlegir af vatnavöxtum. Ekki hefur orðið vart við aurflóð né skriðuföll hér í Skagafirði enn sem komið er, en fylgst verður áfram með ástandinu þar sem hlýindum er spáð áfram næstu daga.