Fara í efni

Fréttir

Byggðasafn Skagfirðinga 75 ára - afmælisfögnuður í Glaumbæ

26.05.2023
Fréttir
Í tilefni af 75 ára afmæli Byggðasafns Skagfirðinga verður efnt til afmælisfögnuðar og verður safnsvæðið í Glaumbæ fullt af fjöri og skemmtun fyrir allan aldur annan í hvítasunnu, mánudaginn 29. maí, frá kl. 14:00 - 17:00.Smáframleiðendur verða með gómsætar veitingar og býðst ungum gestum að fara á hestbak á hestum frá Syðra-Skörðugili. Prúðbúnar...

Auglýsing um skipulagsmál - Flæðar á Sauðárkróki

25.05.2023
Fréttir
Skipulagslýsing – Faxatorg – Flæðar á Sauðárkróki Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 13. fundi sínum þann 10. maí 2023 að auglýsa skipulagslýsingu um gerð deiliskipulags fyrir Flæðar á Sauðárkróki skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagslýsingin er unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu fyrir hönd Skagafjarðar. Skipulagssvæðið...

Fyrirhuguð verkföll BSRB

25.05.2023
Fréttir
Að öllu óbreyttu er hluti starfsfólks sveitarfélagsins á leið í verkfall þar sem Kjölur, stéttarfélag starfsmanna í almannaþágu er innan BSRB. Að svo stöddu ná verkfallsboðanir til félagsmanna Kjalar sem starfa í sundlaugum, íþróttamannvirkjum, leikskólum, ráðhúsi, þjónustumiðstöð og Skagafjarðarveitum. Félagsmenn Kjalar á umræddum starfsstöðvum...

Beitarhólf og tún á Hofsósi til leigu, umsóknarfrestur.

22.05.2023
Fréttir
Skagafjörður auglýsir til leigu þrjú beitarhólf/tún á Hofsósi.

Atvinnulífssýning Skagafjarðar heppnaðist vel

22.05.2023
Fréttir
Atvinnulífssýning Skagafjarðar var haldin um helgina í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Yfir 60 sýnendur voru á sýningunni og gafst þeim sem heimsóttu sýninguna tækifæri á að kynnast því fjölbreytta framboði sem fyrirtæki og félagasamtök í Skagafirði bjóða uppá. Þema sýningarinnar í ár var „Fögnum fjölbreytileikanum“ en Skagafjörður hefur gert samning við Samstökin 78“ um hinsegin fræðslu í skólum sveitarfélagsins.

Atvinnulífssýning hafin í íþróttahúsinu á Sauðárkróki

20.05.2023
Fréttir
Við vekjum athygli á því að atvinnulífssýning er hafin í íþróttahúsinu á Sauðárkróki og mun standa yfir um helgina. Sýningin er opin í dag til kl. 17 og á morgun frá kl. 10-16. Hægt er að nálgast gólfplanið og upplýsingar um sýnendur hér. Á meðan á sýningu stendur fer einnig fram dagskrá á sviði. Dagskrá á sviði laugardag: kl. 11 - Setning...

Umhverfisdagar Skagafjarðar hefjast á morgun

19.05.2023
Fréttir
Umhverfisdagar Skagafjarðar verða haldnir dagana 20. - 27. maí nk. Íbúar, fyrirtæki og félagasamtök í Skagafirði eru hvött til að taka höndum saman, tína rusl, taka til og fegra í sínu nærumhverfi. Áhersla lögð á hreinsun hjá fyrirtækjum í dreifbýli og þéttbýli og gámasvæði í þéttbýli. Í gróðurhúsi sveitarfélagsins í Sauðármýri eru ræktuð...

Skagafjörður: Heimili Norðursins Atvinnulífssýning um helgina

17.05.2023
Fréttir
Eins og áður hefur verið tilkynnt verður Atvinnulífssýning haldin á Sauðárkróki um næstu helgi, dagana 20.-21. maí 2023. Atvinnulífssýningin verður sett í íþróttahúsinu á Sauðárkróki laugardaginn 20. maí kl. 11. Sýningin stendur yfir laugardag og sunnudag og verður opin frá kl. 10-17 á laugardag og 10-16 á sunnudag. Á sýningartíma verður...

Tillaga að deiliskipulagi - Hraun í Fljótum

17.05.2023
Fréttir
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 13. fundi sínum þann 10. maí 2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Hraun í Fljótum skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er sett fram á uppdrætti og greinargerð dagsett 25. apríl 2023 og er unnin af teiknistofunni Kollgátu ehf. fyrir hönd landeigenda. Skipulagssvæðið er 48 ha að...