Fara í efni

Fréttir

Sundlaugin í Varmahlíð lokar dagana 8.-12. maí vegna viðhaldsvinnu

05.05.2023
Fréttir
Sundlaugin í Varmahlíð verður lokuð dagana 8.-12. maí vegna viðhaldsvinnu. Opnun laugar verður auglýst í næstu viku. Sundgestum er bent á laugarnar á Hofsósi og Sauðárkróki þessa daga. Sundlaug Sauðárkróks Vetraropnun 1. janúar 2023 - 31. maí 2023 Mánudaga - fimmtudaga kl. 06:50 – 20:30 Föstudaga kl. 06:50 – 20:00 Laugardaga kl. 10:00 –...

Skráning hafin í Vinnuskóla Skagafjarðar

04.05.2023
Fréttir
Búið er að opna fyrir skráningar í Vinnuskóla Skagafjarðar sumarið 2023. Vinnuskólinn verður starfandi frá mánudeginum 5. júní til föstudagsins 11. ágúst að báðum dögum meðtöldum. Leitast er við að veita öllum 13 til 16 ára unglingum búsettum í Skagafirði aðgang í skólann. Árgangarnir sem í hlut eiga eru fæddir á árunum 2010, 2009, 2008, og 2007. Vinnutíminn er 40 klukkustundir eða 2 vinnuvikur hjá yngsta árgangi, 120 klukkustundir fyrir ungmenni fædd árið 2009 eða 4 heilar vinnuvikur, 180 klukkustundir fyrir ungmenni fædd árið 2008 eða 6 heilar vinnuvikur og 240 klukkustundir hjá elsta hópnum eða 8 vikna tímabil. Mæting er kl. 08:00 fyrsta vinnudag í bækistöð vinnuskólans að Sæmundargötu 7b (Hús frítímans).

Rögnvaldur Valbergsson hlýtur Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2023

30.04.2023
Fréttir
Hefð hefur skapast fyrir því að afhenda Samfélagsverðlaun Skagafjarðar á setningu Sæluviku en samfélagsverðlaunin eru veitt árlega þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í sveitarfélaginu Skagafirði sem þykja standa sig afburða vel í að efla skagfirskt samfélag. Samfélagsverðlaun Skagafjarðar voru veitt í fyrsta sinn á setningu...

Sæluvika Skagfirðinga hefst formlega á sunnudaginn

28.04.2023
Fréttir
Sæluvika lista- og menningarhátíð sem haldin er árlega í Skagafirði verður formlega sett á sunnudaginn og mun standa yfir í viku. Setningin verður haldin í Safnahúsinu á Sauðárkróki og hefst kl. 13. Dagskráin í ár er mjög fjölbreytt og blandast vel af viðburðum sem rík hefð er fyrir á Sæluviku og nýjum viðburðum. Þrátt fyrir að Sæluvika hefjist...

Refaskyttur Skagafjarðar fengu góða heimsókn

28.04.2023
Fréttir
Refaskyttur sveitarfélagsins Skagafjarðar fengu góða heimsókn á árlegan fund veiðimanna og landbúnaðarnefndar í Ljósheimum á fimmtudag. Ester Rut Unnsteinsdóttir spendýravistfræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, hélt fræðsluerindi um íslenska melrakkann og fór yfir helstu niðurstöður refarannsókna, sem gerðar hafa verið á Íslandi og erlendis á...

Varmahlíðarskóli vann sinn riðil í Skólahreysti

27.04.2023
Fréttir
Skagfirsku grunnskólarnir kepptu í undanúrslitum í Skólahreysti á Akureyri í gær og stóðu nemendur sig mjög vel, bæði keppendur og stuðningsfulltrúar skólanna. Varmahlíðarskóli gerði sér lítið fyrir og sigraði sinn riðil og mun því keppa til úrslita. Keppnin var sýnd í beinni útsendingu á RÚV og við verðlaunaafhendingu hlaut Varmahlíðarskóli 2....

Auglýsing um skipulagsmál - Skógargötureitur

26.04.2023
Fréttir
Skipulagslýsing fyrir deiliskipulag – Skógargötureitur á Sauðárkróki Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 12. fundi sínum þann 19. apríl 2023 að auglýsa skipulagslýsingu fyrir fyrirhugað deiliskipulag Skógargötureitar á Sauðárkróki skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagslýsingin er unnin af Stoð ehf. Verkfræðistofu fyrir hönd...

Auglýsing um skipulagsmál - Lambeyri í Tungusveit

26.04.2023
Fréttir
Tillaga að deiliskipulagi – Lambeyri í Tungusveit Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 12. fundi sínum þann 19. apríl 2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Lambeyri í Tungusveit skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu fyrir hönd landeigenda Lambeyrar. Skipulagssvæðið er 1,74 ha að...

Sveitarfélagið óskar eftir tilboðum vegna viðhalds við Árskóla og GaV Hofsósi

26.04.2023
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður óskar eftir tilboðum vegna viðhalds við Grunnskólann austan Vatna á Hofsósi og við Árskóla á Sauðárkróki. Um sitthvort verkið er að ræða.  Við GaV er um að ræða endurnýjun á gluggum, einangrun og klæðningu útvegja ásamt endurnýjun á þakklæðningu. Við Árskóla er um að ræða endurnýjun á gluggum, einangrun og...