Fara í efni

Fréttir

Útboð - Skólamáltíðir fyrir sveitarfélagið Skagafjörð

25.04.2023
Fréttir
Consensa fyrir hönd sveitarfélagsins Skagafjarðar óskar eftir tilboðum í skólamáltíðir fyrir grunn- og leikskóla á Sauðárkróki. Um er að ræða útboð sem skipt er í tvo samningshluta og tekur til framleiðslu og afhendingu á skólamáltíðum fyrir nemendur og starfsmenn skólanna. Nánari upplýsingar má finna á www.consensa.is og í útboðsgögnum sem eru...

Kristín Sigurrós Einarsdóttir ráðin í starf forstöðumanns Héraðsbókasafns Skagfirðinga

19.04.2023
Fréttir
Kristín Sigurrós Einarsdóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns Héraðsbókasafns Skagfirðinga. Kristín tekur við starfinu af Þórdísi Friðbjörnsdóttur sem mun láta af starfi forstöðumanns í sumar. Starf forstöðumanns felur í sér allt sem viðkemur starfsemi bókasafns svo sem rekstur, mannaforráð, gerð fjárhagsáætlana, innkaup, grisjun,...

Skagafjörður hlýtur styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

19.04.2023
Fréttir
Nú á dögunum var úthlutað úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2023 og gaman frá því að segja að þrjú skagfirsk verkefni hlutu styrk úr sjóðnum í ár. Eru það verkefnin Staðarbjargavík - Hönnun útsýnispalla og stiga, Uppbygging Hóla í Hjaltadal sem áfangastaðar fyrir ferðamenn og Bætt aðgengi að Sviðsetningu Haugsnesbardaga. Það var sveitarfélagið...

Sveitarstjórnarfundur miðvikudaginn 19. apríl kl 16:15

17.04.2023
Fréttir
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagafjarðar miðvikudaginn 19. apríl 2023, að Sæmundargötu 7B og hefst hann kl 16:15

Orkustofnun veitir styrki til orkuskipta

14.04.2023
Fréttir
Skagafjörður vekur athygli á því að Orkustofnun hvetur til umhverfisvænnar orkuöflunar við húshitun og að bæta orkunýtni í rafhitun á landinu. Með breytingum á lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar var opnað á möguleika ríkisins til að taka þátt í stofnkostnaði við umhverfisvæna orkuöflun sem dregur úr rafhitun eða olíukyndingu. Hægt er að...

Lóð 25 á Nöfum laus til tímabundinnar leigu

14.04.2023
Fréttir
Skagafjörður auglýsir til tímabundinnar leigu Lóð 25 á Nöfum, F2337255, ræktunarland 1,25ha. Leigutími frá 10. maí 2023 til 31. desember 2024. Umsækjendur skulu tilgreina í umsókn hverskonar not þeir hugsa sér að hafa af landinu og hvort þeir hafi leyfi til búfjárhalds í þéttbýli. Umsóknir má senda í tölvupósti til skagafjordur@skagafjordur.is...

Heitavatnslaust á morgun 12. apríl í Steinsstaðahverfi og að Mælifelli

11.04.2023
Fréttir
Íbúar í Steinsstaðahverfi og að Mælifelli athugið: Heitavatnslaust verður á morgun 12. apríl í Steinsstaðahverfi og að Mælifelli vegna tenginga í dælustöð. Lokað verður fyrir hitaveituna kl. 10 að morgni og mun lokunin vara fram eftir degi. Beðist er velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.

Útboð - Sundlaug Sauðárkróks - Flísalögn og múrverk

05.04.2023
Fréttir
Skagafjörður óskar eftir tilboðum í flísalögn og múrverk á uppsteyptri viðbyggingu við Sundlaug Sauðárkróks. Í verkinu felst flísalögn laugarkerja og múrverk steyptra flata úti og inni á nýju laugarsvæði sunnan núverandi sundlaugar, með barnalaug, busllaug, kennslulaug og lendingarlaug ásamt köldum potti. Sjá auglýsingu hér að neðan:

Opnunartími sundlauga í Skagafirði um páskana

04.04.2023
Fréttir
Hér má sjá opnunartíma sundlauganna á Sauðárkróki, Hofsósi og í Varmahlíð um páskana.