Fara í efni

Fréttir

Árskóladagur - afmælishátíð Árskóla

15.05.2023
Fréttir
Árskóli er 25 ára á þessu skólaári. Af því tilefni verður afmælishátíð skólans haldin þriðjudaginn 16. maí kl. 16:00-19:00 með opnu húsi. Allir árgangar verða með viðburði á sínum svæðum eða í matsal á þessum tíma. Nemendur munu sýna dans, en Logi danskennari verður á svæðinu og mun stjórna dansi eins og honum einum er lagið. Einnig verður opið...

Til sölu veiðileyfi í Laxá í Laxárdal

15.05.2023
Fréttir
Veiðileyfi í eigu sveitarfélagsins í Laxá í Laxárdal í fyrrum Skefilsstaðahreppi eru til sölu. Um er að ræða tvo daga 8. og 19. ágúst. Veiðisvæðin eru tvö. Svæði 1 er frá ósi árinnar við Sævarland að brúnni við Skíðastaði og svæði 2 frá brúnni að Háafossi.

Útboð Skólaakstur í Skagafirði 2023-2028

12.05.2023
Fréttir
Skagafjörður óskar eftir tilboðum í skólaakstur í Skagafirði 2023-2028. Helstu magntölur eru : Akstursleiðir í dreifbýli, lengd 343,2 km pr. einfalda ferð. Eknar eru tvær ferðir pr. skóladag. Akstursdagar pr. skólaár eru um 175 dagar. Um 147 farþegar í heild pr. skólaár. Aðaleiðir eru 13 talsins, merktar x.1 Skilgreindar eru undirleiðir...

Hundaeigendur í þéttbýli Skagafjarðar athugið

12.05.2023
Fréttir
Af gefnu tilefni eru hundaeigendur í þéttbýli í Skagafirði (Sauðárkróki, Hofsósi, Varmahlíð, Hólum, Steinsstöðum) beðnir um að láta ekki hunda ganga lausa, hvorki sína eigin né þá sem kunna að vera gestkomandi. Óheimilt er með öllu að láta hunda ganga lausa innan marka þéttbýlis nema nytjahunda þegarþeir eru að störfum og í gæslu eiganda eða...

Orðsending til kattaeigenda

09.05.2023
Fréttir
Nú er sá árstími þar sem vorboðarnir ljúfu, fuglarnir, búa sér hreiður og reyna að koma ungum sínum upp. Því miður lenda margir ungar í kattarkjafti og komast aldrei á flug. Samkvæmt samþykkt um hunda- og kattahald í sveitarfélaginu Skagafirði ber kattareigendum að taka tillit til fuglalífs á varptíma og eftir atvikum takmarka útiveru þeirra, m.a....

Clean up Iceland skemmtiferðaskip fyrir utan Hofsós

09.05.2023
Fréttir
Í dag kemur skemmtiferðaskipið Fridtjof Nansen með farþega til að lappa upp á fjörur á Höfðastöndinni og tína rusl þar. Þetta er liður í verkefninu Clean Up Iceland. Bjóðum við fólkið velkomið í Skagafjörðinn og er heimafólki velkomið að koma og hjálpa þeim við ruslatínsluna í fjörunni. Von er á fleiri skipum í sumar í sömu erindagjörðum.

Sveitarstjórnarfundur miðvikudaginn 10. maí 2023

08.05.2023
Fréttir
Sveitarstjórnarfundur miðvikudaginn 10. maí 2023 sem haldinn verður að Sæmundargötu 7b og hefst fundurinn kl. 16:15.

Allra síðasti séns að skrá sig á atvinnulífssýningu

08.05.2023
Fréttir
Í dag, mánudaginn 8. maí, er allra síðasti séns á að skrá fyrirtæki eða félagasamtök á atvinnulífssýningu sem haldin verður í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki dagana 20.-21. maí nk. Skráning hefur gengið mjög vel og lítur út fyrir að sýningin verði hin glæsilegasta.  Upplýsingar um sýninguna og skáningu má nálgast hér:...

Hopp hjól aðgengileg á Sauðárkróki

05.05.2023
Fréttir
Deilileigan Hopp hóf formlega starfsemi á Sauðárkróki í dag þegar undirritaður var samningur milli sveitarfélagsins Skagafjarðar og Hopp um starfsleyfi.  Deilileigan Hopp er með starfsemi víðsvegar um land og er þetta skemmtileg viðbót inn í samfélagið í Skagafirði. Um 20 hjól verða á vegum Hopp á Sauðárkróki til að byrja með og er stefnt á...