Fara í efni

Fréttir

Skert opnun ráðhúss fram að páskum

03.04.2023
Fréttir
Vegna framkvæmda í afgreiðslu ráðhússins verður ekki unnt að taka á móti fólki næstu þrjá daga. Verður afgreiðsla ráðhússins því lokuð fyrir heimsóknir mánudaginn 3. apríl, þriðjudaginn 4. apríl og miðvikudaginn 5. apríl. Hægt er að hafa samband við afgreiðslu í gegnum síma 455 6000 og í gegnum netfangið skagafjordur@skagafjordur.is. Afgreiðslan...

Óskað er eftir tilnefningum fyrir Samfélagsverðlaun Skagafjarðar

03.04.2023
Fréttir
Óskað er eftir tilnefningum fyrir Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2023. Samfélagsverðlaun Skagafjarðar eru veitt árlega þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í  Skagafirði sem þykja standa sig afburða vel í að efla skagfirskt samfélag. Samfélagsverðlaun Skagafjarðar voru veitt í fyrsta sinn árið 2016 og verða nú veitt í...

Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga 2023

01.04.2023
Fréttir
Enn á ný stendur Safnahús Skagfirðinga fyrir vísnakeppni í aðdraganda Sæluviku, en keppninni var komið á árið 1976. Reglurnar eru sem fyrr einfaldar og góðar; annars vegar að botna fyrirfram gefna fyrriparta og/eða semja vísu um ákveðið málefni. Ekki er nauðsynlegt að botna allt og einnig er í lagi að senda bara inn vísu. Að þessu sinni var...

Rafræn klippikort fyrir sorpmóttöku

31.03.2023
Fréttir
Uppfært 01.04.23: Villa hefur komið upp í tenginu við greiðslumiðlara þegar að reynt er að kaupa klippikort til að nota á sorpmóttökustöðvum. Unnið er að lagfæringu og munu sorpmóttökustöðvar taka tillit til þess um helgina. Þann 1. apríl verður tekið í notkun rafrænt klippikort á móttökustöðvum fyrir sorp í Skagafirði. Hvert heimili fær 16...

Útboð - Gatnagerð við Laugaveg í Varmahlíð

31.03.2023
Fréttir
Skagafjörður óskar eftir tilboðum í verkið Laugavegur Varmahlíð - Gatnagerð 2023.

Gjaldskrárbreyting vegna meðhöndlun úrgangs (uppfært)

29.03.2023
Fréttir
Þann 1. apríl nk. tekur gildi ný gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Skagafirði í samræmi við aukna þjónustu innan sveitarfélagsins og breytingar á lögum um meðhöndlun úrgangs. Árlegt gjald fyrir heimilisúrgang verður eftirfarandi: Sorpgjald á íbúð kr. 98.500. Sorpeyðingargjald, sumarbústaðir kr. 32.000/hús. Sorpgjaldinu er ætlað að...

Skráning er hafin á atvinnulífssýningu 2023

24.03.2023
Fréttir
Eins og tilkynnt var á dögunum hefur verið ákveðið að halda atvinnulífssýningu í íþróttahúsinu á Sauðárkróki dagana 20. – 21. maí nk. og hefur nú verið opnað fyrir skráningar. Sýningunni er ætlað að varpa ljósi á þann fjölbreytileika sem er í þjónustu, framleiðslu, mannlífi og menningu í Skagafirði, vekja jákvæða athygli á samfélaginu okkar,...

Samstarfssamningur um 24. Unglingalandsmót UMFÍ undirritaður

24.03.2023
Fréttir
Samstarfssamningur, milli Skagafjarðar, UMSS og UMFÍ, um 24. Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer á Sauðárkróki 3.- 6. ágúst n.k. var undirritaður á 103. ársþingi UMSS sem haldið var í Ljósheimum þann 21. mars s.l. Samninginn undirrituðu þeir Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri Skagafjarðar, Gunnar Þór Gestsson formaður UMSS og Jóhann Steinar...

Öldungaráð Skagafjarðar

22.03.2023
Fréttir
Öldungaráð Skagafjarðar kom saman til fyrsta fundar í janúar sl. Ráðið starfar í umboði sveitarstjórnar og hefur það hlutverk að vera formlegur og milliliðalaus vettvangur samráðs og samstarfs við sveitarstjórn og félagsmála- og tómstundanefnd um hagsmuni eldri borgara.