Fara í efni

Fréttir

Skólahald á Sauðárkróki verður með hefðbundnum hætti í dag

07.02.2022
Fréttir
Skólahald í Árskóla og Ársölum á Sauðárkróki verður með hefðbundnum hætti í dag, mánudag 7. febrúar. Þó er ítrekað að veðuraðstæður eru misjafnar eftir búsetu nemenda og eru foreldrar og forráðamenn eindregið hvattir til að meta aðstæður og geta tekið ákvörðun um að senda börn sín ekki í skólann ef veður er slæmt. Í þeim tilvikum eru þeir...

Tilkynning um lokanir vegna veðurútlits

06.02.2022
Fréttir
Allt skólahald í leik- og grunnskólum á Hólum, Hofsósi og í Varmahlíð fellur niður á morgun, mánudaginn 7. febrúar, vegna veðurútlits. Þá verða sundlaugarnar á Hosósi og í Varmahlíð jafnframt lokaðar fram eftir degi. Skólahald á Sauðárkróki verður metið snemma í fyrramálið og skilaboð send foreldrum ef ástæða þykir til.

Lokun íþróttamannvirkja vegna slæmrar veðurspár

06.02.2022
Fréttir
Vegna slæmrar veðurspár hefur verið tekin sú ákvörðun að Íþróttamiðstöðin í Varmahlíð og sundlauagin á Hofsósi verði lokuð í fyrramálið, mánudaginn 7. febrúar, en staðan endurmetin þegar líður að hádegi. Tilkynnt verður hér á heimasíðunni og á Facebook síðu sveitarfélagsins þegar hægt verður að opna.

Auglýsing vegna kjörskrár

03.02.2022
Fréttir
Kjörskrá Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem staðfest var á fundi byggðarráðs 2. febrúar sl. vegna kosningar til sameiningar Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 19. febrúar 2022, liggur frammi í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, Skagfirðingabraut 21, alla virka daga frá kl. 10:00 - 12:00 og 12:30 - 15:00 frá og með föstudeginum 4. febrúar til...

Kjörstaðir við kosningar 19. febrúar 2022

02.02.2022
Fréttir
Samþykkt var á fundi Sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 12. janúar sl. að kjörstaðir í Sveitarfélaginu Skagafirði vegna kosninga um sameiningu Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps laugardaginn 19. febrúar verði eftirtaldir: Skagasel, Bóknámshús FNV, Varmahlíðarskóli, Félagsheimilið Árgarður, Grunnskólinn á Hólum, Félagsheimilið Höfðaborg og Félagsheimilið Ketilás.

Íbúafundir vegna sameiningarviðræðna

02.02.2022
Fréttir
Boðað er til íbúafunda til kynningar á tillögu samstarfsnefndar um sameiningu Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps sem kosið verður um þann 19. febrúar næstkomandi. Fundunum verður einnig streymt á fésbókarsíðu verkefnisins. Íbúar eru hvattir til þess að mætaá fundina og kynna sér álit samstarfsnefndar og kynningarefni á vefsíðunni...

Dagur kvenfélagskonunnar er í dag

01.02.2022
Fréttir
Í dag, 1. febrúar, er Dagur kvenfélagskonunnar og jafnframt stofndagur Kvenfélagasambands Íslands. Kvenfélagasamband Íslands (KÍ) var stofnað 1. febrúar 1930 og eru því liðin 92 ár frá stofnun sambandsins. Sveitafélagið Skagafjörður sendir kvenfélagskonunum sínum í kvenfélögum Fljóta, Hofsóss, Hóla- og Viðvíkurhrepps, Lýtingsstaðahrepps,...

Tillaga að uppbyggingu skólamannvirkja fyrir leik-, grunn- og tónlistarskóla í Varmahlíð

28.01.2022
Fréttir
Í lok árs 2019 var sett fram sameiginleg viljayfirlýsing sveitarfélaganna í Skagafirði þar sem samþykkt var að stefna að uppbyggingu skólamannvirkja fyrir leik-, grunn- og tónlistarskóla á einum stað í núverandi húsnæði Varmahlíðarskóla. Skipuð var sérstök verkefnisstjórn um framkvæmdina. Í henni sitja skólastjóri Leikskólans Birkilundar,...

Álagningu fasteignagjalda 2022 lokið

28.01.2022
Fréttir
Allir greiðendur fasteignagjalda til sveitarfélagsins, einstaklingar og lögaðilar, geta nú nálgast álagningarseðla í Íbúagátt á heimasíðu sveitarfélagsins. Einnig er hægt að sækja álagningarseðla á vefsíðu island.is undir flipanum „Mínar síður“.