Fara í efni

Fréttir

Viðhald á frjálsíþróttavellinum á Sauðárkróki - Hlaupabraut lokuð

26.05.2022
Fréttir
Þessa dagana stendur yfir viðhald á hlaupabrautinni á frjálsíþróttavellinum á Sauðárkróki, þar sem verið er að mála hlaupbrautinar. Brautirnar verða því lokaðar almenningi fram til næsta þriðjudags, 31. maí.

Auglýsing um skipulagsmál - Deplar og Hraun í Fljótum

25.05.2022
Fréttir
Auglýsing um skipulagsmál – Sveitarfélagið Skagafjörður. Hraun í Fljótum – Skipulagslýsing Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti á 423. fundi sínum þann 6. apríl 2022 að auglýsa skipulagslýsingu fyrir gerð deiliskipulags fyrir Hraun í Fljótum skv. 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kollgáta arkitektastofa leggur fram...

Skráningu í Vinnuskólann stendur yfir og lýkur 29. maí

25.05.2022
Fréttir
Við viljum minna á að nú stendur yfir skráning í Vinnuskóla Sveitarfélagsins Skagafjarðar, en skráningu lýkur sunnudaginn 29.maí. Vinnuskólinn verður starfandi í sumar frá þriðjudeginum 7. júní til föstudagsins 12. ágúst að báðum dögum meðtöldum. Leitast er við að veita öllum 13 til 16 ára unglingum búsettum í Skagafirði aðgang í skólann....

Notendur hitaveitu á Hofsósi og í sveitum út að austan athugið

23.05.2022
Fréttir
Vegna viðgerðar á stofnlögn verður lokað fyrir heitavatnið kl. 10 að morgni þriðjudaginn 24. maí. Lokunin nær til allra notenda Hrolleifsdalsveitu og mun standa fram eftir degi. Athugið að skrúfað sé fyrir heitavatnskrana í vöskum inn á heimilum og öðrum stöðum til að koma í veg fyrir vatnstjón. Biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann...

Sundlaugin á Hofsósi lokuð fram eftir degi 24. maí

23.05.2022
Fréttir
Vegna hitavatnsleysis verður Sundlaugin á Hofsósi lokuð fram eftir degi á morgun, þriðjudaginn 24. maí. Laugin verður opnuð um leið og það er mögulegt.

Sveitarstjórnarfundur miðvikudaginn 25. maí

23.05.2022
Fréttir
Síðasti fundur þessarar sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 25. maí að Sæmunargötu 7 og hefs

Umhverfisdagur Skagafjarðar

16.05.2022
Fréttir
Umhverfisdagurinn í Skagafirði hefur verið haldinn árlega í rúma þrjá áratugi en að þessu sinni verður hann haldinn laugardaginn 21. maí næstkomandi. Í ár er lögð áhersla á að fólk líti í kringum sig og njóti nærumhverfis, náttúrunnar og þess sem náttúran hefur upp á að bjóða. Tilvalið er að nota daginn til útivistar, hefja daginn til dæmis á að fara í gönguferðir um einhvern skóga héraðsins svo sem í Varmahlíð, við Silfrastaði, að Hólum, rölta um Litla-Skóg, skoða stuðlabergsfjöruna við Hofsós, eða eitthvað allt annað sem fólki langar að skoða. Jafnframt er kjörið að huga að snyrtingu nærumhverfis síns þennan dag.

Garðlöndin tilbúin á Sauðárkróki og í Varmahlíð

16.05.2022
Fréttir
Fyrir þá sem sótt hafa um garðland á Sauðárkróki og í Varmahlíð þá tilkynnist það að garðlandið er tilbúið. Á Sauðárkróki eru 420 lengdarmetrar af 1 m breiðum beðum og koma 25 lengdarmetrar í hlut hvers og eins, en 16 sóttu um garðland á Sauðárkróki að þessu sinni. Í Varmahlíð voru umsækjendur 10 og sóttu flestir um 20-25 m2 skika. Þar mætti bæta einum til tveimur skikum við, meðan garðpláss leyfir.

Niðurstöður skoðanakönnunar um nafn á sameinuðu sveitarfélagi

15.05.2022
Fréttir
Samhliða sveitarstjórnarkosningum í gær fór fram skoðanakönnun um nafn á nýju sameinuðu sveitarfélagi Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Niðurstöður voru sem hér segir: Skagafjörður 1110 Sveitarfélagið Skagafjörður 852 Hegranesþing 76 Auðir 76 Ógildir 3 Niðurstöður skoðanakönnunar eru leiðbeinandi fyrir nýja sveitarstjórn sem...