Fara í efni

Fréttir

Auglýsing um skipulag – Sveitarfélagið Skagafjörður

15.09.2021
Fréttir
Tillaga að deiliskipsbreytingunni – Skagfirðingabraut 51 – Ártorg 1, mjólkursamlagsreitur Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti þann 19. maí sl. að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir Skagfirðingabraut 51 – Ártorg 1, mjólkursamlagsreits, á Sauðárkróki í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í...

Hlaup hafið í Vestari-Jökulsá í Skagafirði

10.09.2021
Fréttir
Tilkynning frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra.   Hlaup er hafið í Vestari-Jökulsá í Skagafirði en upptakakvíslar hennar koma undan Hofsjökli norðanverðum. Vestari-Jökulsá rennur saman við Austari-Jökulsá um 8 kílómetra sunnan við mynni Norðurárdals (á móts við Silfrastaði) og mynda þær saman Héraðsvötn. Þjóðvegur 1...

Covid-19 smit í Grunnskólanum austan Vatna á Hofsósi

10.09.2021
Fréttir
Í Grunnskólanum austan Vatna á Hofsósi hefur greinst Covid smit meðal starfsmanna og nemenda. Íbúar eru hvattir til að gæta vel að öllum smitvörnum og fara í sýnatöku ef þeir eru með einkenni sem gætu bent til Covid smits. Opið er fyrir sýnatöku á HSN Akureyri um helgar og er opnunartíminn frá kl. 9:00-11:00.  Á HSN Sauðárkróki eru sýni tekin...

Leiðbeiningar vegna gangna og rétta vegna COVID-19

10.09.2021
Fréttir
Gefnar hafa verið út leiðbeiningar fyrir göngur og réttir vegna COVID-19. Heilbrigðisráðuneytið hefur gefið út almenna undanþágu varðandi fjöldatakmörk í réttum en í stað 200 manna fjöldatakmörkunar verður miðað við 300 manns. Almenna reglan fyrir árið 2021 er að aðeins þau sem hafa hlutverk mæti í göngur og réttir. Börn fædd 2016 eða síðar eru...

Göngum í skólann

10.09.2021
Fréttir
Verkefnið Göngum í skólann ( www.iwalktoschool.org ) hófst miðvikudaginn 8. september í fimmtánda sinn og lýkur því formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 6. október. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í...

Íþróttamiðstöðin í Varmahlíð opnar aftur á morgun eftir viðhaldsframkvæmdir

09.09.2021
Fréttir
Sundlaugin og íþróttahúsið í Varmahlíð opna aftur á morgun, föstudaginn 10. september, eftir viðhaldsframkvæmdir. Vetraropnun sundlauganna í Skagafirði hefur tekið gildi og er Sundlaugin í Varmahlíð opin sem hér segir: Mánudaga - fimmtudaga kl 08:00-21:00 Föstudaga kl 08:00 - 14:00 Laugardaga og sunnudaga kl 10.00 - 16.00

Nýjung í flokkun í Sveitarfélaginu Skagafirði

09.09.2021
Fréttir
Flokka ehf. kynnti í gær nýjung varðandi flokkun þar sem tunnur eða kör eru notuð í Sveitarfélaginu. Tilkynning frá Flokku: Við erum í samstarfi við Terra og gerum þetta þannig að græna tunnan er tæmd hingað inn í hús, eins og venjulega, en nú er allt efni úr henni baggað og sent suður, þar sem betra og vélrænna flokkunarferli er til...

Sveitarstjórnarfundur föstudaginn 10. september 2021

08.09.2021
Fréttir
Aukafundur verður haldinn í Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar föstudaginn 10. september kl. 12:45 að Sæmundaragötu 7

Sundlaug Sauðárkróks lokar kl 16 í dag vegna heitavatnsleysis

08.09.2021
Fréttir
  Vegna heitavatnsleysis lokar Sundlaug Sauðárkróks kl. 16 í dag, miðvikudaginn 8. september. Eins og fram hefur komið á heimasíðunni verður heitavatnslaust á Sauðárkróki, norðvesturhluta Hegraness og á Sauðárkróksbraut að Gili frá kl 16:00 og fram eftir kvöldi vegna viðhalds í aðaldælustöð. Lokunin mun standa fram eftir kvöldi, en reynt...