Fara í efni

Fréttir

RR ráðgjöf aðstoðar við greiningu á kostum, göllum og tækifærum mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði

21.06.2021
Fréttir
Á sameiginlegum fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar og hreppsnefndar Akrahrepps, 16. júní sl., var samþykkt að taka tilboði frá RR ráðgjöf í vinnu við ráðgjöf og verkefnisstjórn vegna hugsanlegrar sameiningar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps. Í vinnunni felst m.a. ráðgjöf, gagnaöflun og upplýsingamiðlun vegna könnunar á...

Gátt fyrir rafræna reikninga opnuð á heimasíðu sveitarfélagsins

16.06.2021
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður opnaði nýverið gátt fyrir rafræna reikninga á heimasíðu sinni. Er þetta liður í að allir reikningar sem berast til sveitarfélagsins séu á rafrænu formi. Í gáttinni geta seljendur á vörum og þjónustu til sveitarfélagsins, sem ekki senda rafræna reikninga beint úr sölukerfi sínu, sent reikning á rafrænu formi til...

Lokað hjá Sundlaug Sauðárkróks 15. júní og röskun á Hofsósi 16. júní

14.06.2021
Fréttir
Sundlaugin á Sauðárkróki verður lokuð þriðjudaginn 15. júní vegna námskeiðs starfsmanna og minniháttar viðhalds. Sundlaugin opnar aftur samkvæmt opnunartíma miðvikudaginn 16. júní. Sundlaugin á Hofsósi verður lokuð til kl 17:00 miðvikudaginn 16. júní vegna námskeiðs starfsmanna. Sundlaugin verður því opin frá kl. 17:00-21:00 á miðvikudaginn....

Sundlaugin í Varmahlíð opnar í dag eftir viðhald

11.06.2021
Fréttir
Sundlaugin í Varmahlíð opnar kl. 16 í dag eftir að hafa verið lokuð í nokkra daga vegna viðhaldsvinnu. Opnunartímar í sumar eru sem hér segir: Mánudaga - föstudaga frá kl. 7:00 - 21:00 Laugardaga og sunnudaga frá kl. 10:00 - 17:00

Sundlaugin í Varmahlíð lokar í nokkra daga vegna viðhalds

07.06.2021
Fréttir
Sundlaugin í Varmahlíð er lokuð frá og með deginum í dag (7. júní) og næstu daga vegna viðhalds. Áætlað er að verkinu ljúki fyrir næstu helgi.  Opnunartímar sundlauganna á Sauðárkróki, Hofsósi og Sólgörðum eru eftirfarandi: Sundlaug Sauðárkróks Mánudaga - föstudaga  kl 06:50 - 21:00 Laugardaga og sunnudaga kl 10:00 - 17:00 Sundlaugin...

Sveitarstjórnarfundur 9. júní kl. 13:00

07.06.2021
Fréttir
Næsti fundur sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar verður haldinn 9. júní að Sæmundargötu 7 og hefst hann að þessu sinni kl. 13:00

Til hamingju sjómenn!

06.06.2021
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn

Formleg opnun á nýrri áhorfendastúku á íþróttasvæðinu á Sauðárkróki

04.06.2021
Fréttir
Á morgun, laugardaginn 5. júní kl. 15:30, fer fram formleg opnun á nýrri áhorfendastúku við gervigrasvöllinn á íþróttasvæðinu á Sauðárkróki. Áhorfendastúkan er gjöf frá Fisk Seafood og starfsfólki þess og er hin glæsilegasta. Stúkan rúmar 314 manns í sæti og er fullkomin viðbót við íþróttasvæðið á Sauðárkróki. Athöfnin er öllum opin og vonumst við...

Sumaropnun hafin í sundlaugunum

03.06.2021
Fréttir
Sumaropnunartímar í sundlaugum sveitarfélagsins hafa nú tekið gildi og búið er að opna sundlaugina á Hofsósi og sundlaugina á Sólgörðum eftir viðhaldsframkvæmdir. Á Hofsósi var heitur pottur m.a. málaður, sundlaugarmannvirkið málað að innan og búningsklefar flísalagðir. Ný girðing var sett umhverfis laugina og til stendur svo að setja upp nýtt...