Sveitarfélagið Skagafjörður óskar eftir ábendingum um einstaklinga eða fjölskyldur sem búa í Sveitarfélaginu Skagafirði og eru tilbúin að taka þátt í auglýsingu fyrir sveitarfélagið. Auglýsingin mun draga fram kosti þess að búa í Sveitarfélaginu Skagafirði og fá einstaklinga og fjölskyldur til að íhuga Skagafjörð sem búsetukost. Leitað er eftir...
Vegna vinnu við fráveitu á Víðigrund verður takmörkun á umferð í dag og á morgun (29. - 30. júní). Framkvæmdir eru nálægt Víðigrund 3 og eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát.
Í dag, þriðjudaginn 29. júní, verður Strandvegur á Sauðárkróki lokaður vegna malbikunarframkvæmda frá gatnamótum við Hegrabraut og að smábátahöfninni. Hjáleiðir eru um Hegrabraut og Aðalgötu (sjá mynd).
Í dag, mánudaginn 28. júní, verða lokanir í kringum malbikunarframkvæmdir á Strandvegi á Sauðárkróki. Munu lokanir vera frá gatnamótum Strandvegar og Borgargerðis að gatnamótum Strandvegar og Hegrabrautar. Verða hjáleiðir við Hólmagrund og við Borgargerði (sjá mynd). Á morgun eru einnig fyrirhugaðar frekari malbikunarframkvæmdir á Strandveginum en...
Bæjarhátíðin Hofsós heim fer fram nú um helgina. Dagskráin er glæsileg að vanda og snýst fyrst og fremst um að koma saman og hafa gaman.
Á dagskránni er m.a. gönguferð, tónleikar, varðeldur, markaðir, örnámskeið í leiklist, barsvar og pöbbastemning, prjónakaffi, föndur og alls konar skemmtun fyrir unga sem aldna.
Hér má sjá dagskrána í heild...
Nýverið var undirritaður samningur milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Ræktunarsambands Flóa og Skeiða ehf um borun eftir heitu vatni í Varmahlíð. Samið var um borun vinnsluholu á heitu vatni við Reykjarhól og er áætlað að borað verði á allt að 700 metra dýpi. Áætlaður kostnaður er um 50 milljónir króna. Jarðborinn Trölli hefur nú þegar hafið...