Fara í efni

Fréttir

Tilkynning til íbúa í Hlíðahverfi og Túnahverfi Sauðárkróki

25.08.2021
Fréttir
Á morgun fimmtudaginn 26. ágúst verður gert við bilun í dreifikerfi hitaveitunnar og verður lokað fyrir rennsli á heitu vatni á meðan í Hlíðahverfi og Túnahverfi á Sauðárkróki. Lokað verður kl. 14 og mun lokunin standa fram eftir degi. Skagafjarðarveitur. 

Heitavatnslaust í suðurhluta Hlíðarhverfis

23.08.2021
Fréttir
Heitavatnslaust er við eftirtaldar götur í Hlíðarhverfi: Furuhlíð, Hvannahlíð, Lerkihlíð, Grenihlíð og Kvistahlíð. Gert er ráð fyrir að vatnið verði komið á um kl. 15.00, eða þegar viðgerð er lokið.  Skagafjarðarveitur biðjast afsökunar á þessum óþægindum.

Nýr forstöðumaður Árvistar

23.08.2021
Fréttir
Sigríður Inga Viggósdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Árvistar á Sauðárkróki. Sigríður Inga er með B.Sc próf í íþróttafræði og hefur víðtæka reynslu af störfum með börnum á grunnskólaaldri. Sigríður hefur verið verkefnisstjóri Vinaliðaverkefnisins undanfarin ár sem og stýrt starfi í Húsi frítímans og séð um skipulag á starfi í Sumar Tím....

Nýr forstöðumaður á heimili fatlaðs fólks Skúlabraut Blönduósi

20.08.2021
Fréttir
Alma Dögg Guðmundsdóttir þroskaþjálfi hefur verið ráðin forstöðumaður á heimili fatlaðs fólks Skúlabraut Blönduósi.  Alma Dögg er með BA gráðu í þroskaþjálfafræði frá Háskóla Íslands en hefur einnig lokið MSc námi í atferlisfræðum frá University of Kent.  Þá hefur Alma Dögg lokið margvíslegum námskeiðum sem tengjast störfum hennar undanfarin ár....

Íþróttamiðstöðin í Varmahlíð lokar tímabundið vegna viðhaldsframkvæmda

20.08.2021
Fréttir
Íþróttamiðstöðin í Varmahlíð, þ.e. sundlaug og íþróttahús, lokar tímabundið frá og með n.k. mánudegi, 23. ágúst, vegna viðhaldsframkvæmda. Opnun verður auglýst síðar.

Nýr leikskólastjóri við Leikskólann Ársali

19.08.2021
Fréttir
Guðbjörg Halldórsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri við leikskólann Ársali á Sauðárkróki. Guðbjörg er með B.Sc. í sálfræði með leikskólakennarafræði sem aukagrein. Hún hefur góða þekkingu og reynslu af störfum í leikskóla. Guðbjörg hefur öðlast góða innsýn í fjölbreytileika leikskólastarfsins og sótt ýmis námskeið þar að lútandi. Hún hefur...

Fundur sveitarstjórnar 18. ágúst 2021

18.08.2021
Fréttir
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar miðvikudaginn 18. ágúst 2021 að Sæmundargötu 7 og hefst hann kl. 16:15

Huga þarf að trjágróðri við lóðamörk

17.08.2021
Fréttir
Nú þegar að skólar fara að hefjast fer umferð gangandi, hjólandi og akandi vegfarenda að aukast á ný. Svo allir komi heilir heim og sjáist vel í umferðinni er mikilvægt að trjágróður nái ekki út fyrir lóðamörk og hindri eða skyggi á umferð vegfarenda. Garðeigendur í Skagafirði eru því hvattir til að taka stöðuna á sínum trjágróðri og snyrta ef...

Framkvæmdir hefjast við Nestún

13.08.2021
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður hefur samið við Steypustöð Skagafjarðar að undangengnu útboði um framkvæmdir við nýja götu á Sauðárkróki sem mun bera nafnið Nestún. Framkvæmdirnar snúa að gatnagerð og fráveitu við Nestún og munu framkvæmdir hefjast á næstu dögum. Verklok eru í byrjun október og er áætlað að lóðir við Nestún verði auglýstar með...