Fara í efni

Fréttir

Breytingar á opnunartíma Flokku og Förgu

08.03.2021
Fréttir
Frá og með mánudeginum 8. mars verða opnunartímar sorpmóttökustöðvanna Flokku og Förgu sem hér segir: Opnunartímar Flokku á Sauðárkóki: Mánudaga - föstudaga er opið frá kl. 8 - 17 Laugardaga er lokað Sunnudaga er opið frá kl. 15 - 18 Opnunartímar Förgu í Varmahlíð: Mánudaga, miðvikudaga, föstudaga og laugardaga er opið frá kl. 14 -...

Lengri opnunartími í Sundlaug Sauðárkróks laugardaginn 6. mars

05.03.2021
Fréttir
Sundlaug Sauðárkróks verður opin lengur en vanalega laugardaginn 6. mars eða frá kl. 10-18. Kjörið tækifæri til þess að nýta daginn á skíðum eða til ýmiskonar útivistar og skella sér svo í sund. Hlökkum til að sjá ykkur! Kveðja, starfsfólk sundlaugarinnar.

Deiliskipulag fyrir Nestún og Depla í auglýsingu

04.03.2021
Fréttir
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti á fundi  24. febrúar 2021 tillögu að deiliskipulagi fyrir nýja götu, Nestún, í Túnahverfinu svokallaða á Sauðárkróki. Á sama fundi var einnig samþykkt tillaga að deiluskipulagi fyrir Depla í Fljótum. Í Nestúni er gert ráð fyrir alls 14 nýjum byggingarlóðum fyrir einbýlishús.  Staðsetning...

Heitavatnslaust á Freyjugötu og nágrenni 3. mars

03.03.2021
Fréttir
Vegna viðgerðar í brunni við Skólastíg þarf að loka fyrir heita vatnið á Freyjugötu, Knarrarstíg og Sæmundargötu 1 a og b. Skrúfað verður fyrir rennsli um kl. 8:30 og mun lokunin vara fram eftir degi. Notendur á svæðinu eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Tilkynning vegna truflunar á götulýsingu í gamla bænum á Sauðárkróki

02.03.2021
Fréttir
Unnið er að lagfæringu vegna rafmagnstruflana á götulýsingu í hluta gamla bæjarins á Sauðárkróki, en undanfarið hefur götulýsingu slegið út á þessu svæði. 

Umsóknarfrestur fyrir sérstakan frístundastyrk framlengdur

02.03.2021
Fréttir
Frestur  til að sækja um sérstakan styrk fyrir börn vegna íþrótta- eða tómstundaiðkunnar á skólaárinu 2020-2021, hefur verið framlengdur til 15. apríl 2021. Styrkurinn er veittur grunnskólabörnum sem fædd eru á árunum 2005-2014 og búa á heimilum þar sem heildartekjur framfærenda, einstaklings, hjóna eða sambúðarfólks, voru að meðaltali lægri en...

Tímabundinn styrkur til stuðnings menningarstarfsemi í Sveitarfélaginu Skagafirði

01.03.2021
Fréttir
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd auglýsir eftir umsóknum um tímabundinn styrk til stuðnings menningarstarfsemi í Sveitarfélaginu Skagafirði. Styrkurinn er liður í viðspyrnu Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna COVID-19 til að styðja við heimili, fyrirtæki og félagasamtök í Skagafirði. Umsækjendur eru þeir sem orðið hafa fyrir tekjutapi vegna...

Rósmundur Ingvarsson heiðraður fyrir vel unnin störf

26.02.2021
Fréttir
Frá og með 1. mars nk. mun starfsstöð bókasafnins á Steinsstöðum sameinast starfsstöð bókasafnsins í Varmahlíð og Héraðsbókasafni Skagfirðinga á Sauðárkróki. Rósmundur Ingvarsson hefur sinnt safninu á Steinsstöðum af einstakri natni og áhuga í marga áratugi. Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri og Þórdís Friðbjörnsdóttir héraðsbókavörður...

Íbúafundur um mótun skólaumhverfis í Varmahlíð

24.02.2021
Fréttir
Íbúafundur um mótun skólaumhverfis í Varmahlíð var haldinn í gærkvöldi við góðar undirtektir íbúa. Auglýst var eftir áhugasömum einstaklingum til að taka þátt í undirbúningi í mótun skólaumhverfis í Varmahlíð. Markmiðið er að ná fram sjónarmiðum ólíkra hagsmunahópa í vinnu við gerð þarfagreiningar vegna leik-, grunn- og tónlistarskóla og hönnunar á umhverfi skólans.