Fara í efni

Fréttir

Skráning hafin í Sumar-Tím

28.05.2021
Fréttir
Skráning er hafin í SUMAR – TÍM 2021.  Sumar - TÍM stendur fyrir tómstundir, íþróttir og menningu. Fjölbreytt starf er í boði, má þar nefna fótbolta, körfubolta, golf, siglingar, kofabyggð, hjólreiðar og föndur. Börn þurfa ekki að hafa fasta búsetu í Skagafirði til þess að geta sótt Sumar - TÍM.   Sumar - TÍM er fyrir börn fædd...

Skagafjörður keyrður á varaafli laugardaginn 29. maí

27.05.2021
Fréttir
Vegna tengingar á nýjum jarðstreng til Sauðárkróks verður Skagafjörður keyrður á varaafli laugardaginn 29. maí frá kl. 08:15 til 18:00. Rafmagnsnotendur eru beðnir um að stilla rafmagnsnotkun í hóf og forðast óþarfa aflbreytingar. Hjaltadalur og Hegranes verður rekin frá rafstöð við Brimnes. Mögulega verður rafmagnsleysi í stuttan tíma undir lok...

Auglýsingar vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Aðalgötu 3 og Skógargötu 1 - verndarsvæði í byggð

26.05.2021
Fréttir
Hjá byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar liggja fyrir byggingarleyfisumsóknir frá eigendum Aðalgötu 3 og Skógargötu 1 um leyfi fyrir breytingum á húsnæði. Framkvæmdirnar eru innan verndarsvæðis í byggð, sem er norðurhluti gamla bæjarins á Sauðárkróki, sem var staðfest af ráðherra 11. febrúar 2020.

Garðlönd Varmahlíð

25.05.2021
Fréttir
Íbúar í Varmahlíð, hér með er vakin athygli ykkar, sem kunna að hafa áhuga, að fá til afnota garðland við Varmahlíð. Finnist nægir listhafendur, er ætlunin að útbúa garðlönd fyrir þorpsbúa þar sem rækta mætti kartöflur og/eða aðrar matjurtir. Þeir sem hafa áhuga sendi tölvupóst á kari@skagafjordur.is og tilgreini hversu stóran reit þeir vilji....

Skráning hafin í Vinnuskólann

20.05.2021
Fréttir
Nú stendur yfir skráning í Vinnuskóla Skagafjarðar fyrir börn fædd 2005-2008, nemendur sem eru að ljúka 7.-10. bekk. Vinnuskólinn verður starfandi frá mánudeginum 7. júní til föstudagsins 13. ágúst að báðum dögum meðtöldum. Leitast er við að veita öllum 13 til 16 ára unglingum búsettum í Skagafirði aðgang í skólann. Vinnutíminn er 40 klukkustundir...

Heitavatnslaust í Háuhlíð og Barmahlíð um stund í dag

20.05.2021
Fréttir
Vegna tenginga í Háuhlíð verður heitavatnslaust í Háuhlíð og Barmahlíð um stund í dag. Vonast er til að rennsli komist aftur á innan tíðar.  Beðist er velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.

Til sölu veiðileyfi í Laxá í Laxárdal

19.05.2021
Fréttir
Veiðileyfi í eigu sveitarfélagsins í Laxá í Laxárdal í fyrrum Skefilsstaðahreppi eru til sölu. Um er að ræða tvo daga 30. júlí og 10. ágúst. Veiðisvæðin eru tvö. Svæði 1 er frá ósi árinnar við Sævarland að brúnni við Skíðastaði og svæði 2 frá brúnni að Háafossi.

Sveitarstjórnarfundur 19. maí 2021

17.05.2021
Fréttir
Næsti fundur sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar verður haldinn miðvikudaginn 19. maí og hefst kl 16:15 að Sæmundargötu 7

Sérstökum sóttvarnaraðgerðum aflétt og skólar hefjast að nýju

17.05.2021
Fréttir
Sérstökum sóttvarnaraðgerðum sem giltu um Skagafjörð og Akrahrepp hefur verið aflétt og lífið í Skagafirði er hægt og bítandi að færast í eðlilegt horf eftir hópsmit sem upp kom í sveitarfélaginu í byrjun síðustu viku. Lögreglan á Norðurlandi vestra birti í gær á Facebooksíðu sinni að 20 einstaklingar væru í einangrun í umdæminu og 113 í sóttkví....