Fara í efni

Fréttir

Ábending til hunda- og kattaeigenda

17.05.2021
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður vill vekja athygli á því að varptími fugla er hafinn og biður hunda- og kattaeigendur að taka tillit til þess. Þeim tilmælum er beint til kattaeigenda að halda köttum sínum innandyra á nóttunni og hengja bjöllur á hálsólar þeirra. Kettir eru öflug dýr sem geta haft neikvæð áhrif á stofn fugla sem verpa í nágrenni við mannabústaði ár hvert og því er mikilvægt að kattaeigendur fylgist með köttum sínum yfir varptíma fugla og á meðan ungar eru að verða fleygir.

Safnahús Skagfirðinga lokað í dag

14.05.2021
Fréttir
Ákveðið hefur verið að hafa Safnahúsið áfram lokað í dag, föstudaginn 14. maí, en það hefur verið lokað þessa viku vegna Covid-smita í Skagafirði. Staðan verður metin um helgina um opnun í næstu viku. Rétt er að taka fram að ekki koma sektir á bækur sem á að skila þessa viku, þ.e. 10-14. maí.

Tilkynning um félagslega heimaþjónustu og heimsendan mat

10.05.2021
Fréttir
Vegna ástandsins sem ríkir nú í Skagafirði í kjölfar Covid smita í samfélaginu er athygli vakin á því að eldra fólk og aðrir sem tilheyra viðkvæmum hópum sem hingað til hafa ekki fengið félagslega heimaþjónustu og/eða heimsendan mat geta haft samband við afgreiðslu Ráðhússins og óskað eftir símtali. Félagsráðgjafi mun hafa samband og aðstoða eftir...

Leikur Tindastóls og Stjörnunnar í Dominosdeild karla í opinni dagskrá í kvöld

10.05.2021
Fréttir
Í kvöld fer fram leikur Tindastóls og Stjörnunnar í Domino's deild karla í Síkinu kl. 19:15. Tindastóll TV mun sýna beint frá leiknum og verður leikurinn í opinni dagskrá í boði Tindastóls TV og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Hvetjum við sem flesta til að fylgjast með leiknum með von um að þetta geti létt þeim lundina sem eru í sóttkví. Hægt er...

Leiðbeiningar fyrir þá sem eru í sóttkví

10.05.2021
Fréttir
Nú þegar margir íbúar svæðiðsins eru komnir í sóttkví, er vert að rifja upp hvað má, og hvað má ekki í sóttkví. Í sóttkví má: Fara í stutta gönguferð i nágrenni sóttkvíarstaðar Nota flugrútu, einkabíl og leigubíl í ferð frá flugvelli Fara til læknis en hringja fyrst Í sóttkví má ekki: Umgangast annað fólk Vera í fjölmenni Nota strætó,...

Safnahúsið lokað 10. - 13. maí

09.05.2021
Fréttir
Vegna fjölda covid smita í Skagafirði verður Safnahúsið lokað 10. maí til 13. maí.

Hertar aðgerðir í sveitarfélaginu til að takmarka frekari útbreiðslu Covid-19 sýkinga

09.05.2021
Fréttir
Áríðandi tilkynning frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra Aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra hefur fundað vegna fjölda nýrra Covid 19 smita í sveitarfélaginu síðustu daga. Alls hafa 6 jákvæð sýni verið greind og á þriðja hundrað manns sett í sóttkví. Mikill fjöldi sýna hafa verið tekin í gær og í dag og ætla má að...

Breytingar á þjónustu sveitarfélagsins í kjölfar smita

08.05.2021
Fréttir
Fjögur Covid-19 smit greindust í Skagafirði í gær. Smitrakning stendur yfir og er talsverður fjöldi fólks komin í úrvinnslusóttkví í sveitarfélaginu. Í ljósi þessa verða eftirtaldar breytingingar á starfsemi sveitarfélagsins frá og með morgundeginum, sunnudeginum 9. maí. Skerðing verður á starfsemi sundlauga í sveitarfélaginu. Sundlaugar verða...

Sundlaug Sauðárkróks lokuð í dag

07.05.2021
Fréttir
Vegna óviðráðanlegra orsaka verður sundlaugin á Sauðárkróki lokuð út daginn í dag, föstudaginn 7. maí.