Fara í efni

Fréttir

Fréttaannáll Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020

07.01.2021
Fréttir
Nú er árið 2021 hafið og óhætt að segja að óvenjulegt ár sé að baki þar sem margar nýjar áskoranir litu dagsins ljós. Við slík tímamót er vel við hæfi að líta um öxl og skoða það sem upp úr stóð hjá Sveitarfélaginu Skagafirði á nýliðnu ári. 213 fréttir og tilkynningar voru birtar á heimasíðu sveitarfélagsins og 426 færslur á Facebook. Hér verður...

Kveðja um áramót

02.01.2021
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður óskar Skagfirðingum nær og fjær svo og landsmönnum öllum gleðilegs árs og þakkar samfylgdina á árinu sem er að líða

Byrjað að bólusetja í Skagafirði

29.12.2020
Fréttir
Fyrstu skammtar af bóluefninu við COVID-19 frá lyfjaframleiðandanum Pfizer komu í Skagafjörð í morgun og hófst bólusetning stuttu eftir hádegi í dag.  Frá þessu er greint á heimasíðu Heilbrigðisstofnunar Norðurlands vestra. Unnið er eftir forgangsröðun sem er í samræmi við reglugerð og tilmælum sóttvarnalæknis. Allir íbúar á dvalar- og...

Skemmdaverk í Skógarhlíðinni á Sauðárkróki

28.12.2020
Fréttir
Það var ófögur sjón sem blasti við starfsmönnum þjónustumiðstöðvar sveitarfélagsins í byrjun desember þegar farið var um Skógarhlíðina fyrir ofan vatnshúsið á Sauðárkróki. Svo virðist sem óprúttnir aðilar hafi gert það að leik sínum að höggva niður tré með öxi eða álíka verkfærum til þess eins að fella þau. Um 10 tré lágu í valnum og meirihluti...

Gleðileg jól

23.12.2020
Fréttir
Við óskum starfsmönnum, íbúum Sveitarfélagsins Skagafjarðar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir ánægjuleg samskipti og gott samstarf á árinu sem er að líða. Sveitarstjórn og sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Ráðhúsið lokað yfir hátíðirnar

23.12.2020
Fréttir
Afgreiðsla ráðhúss Sveitarfélagsins Skagafjarðar verður lokuð yfir hátíðirnar frá og með 24. desember. Afgreiðslan opnar aftur mánudaginn 4. janúar 2021 kl. 09:00.

Bókagjöf til 6. bekkinga frá Sauðárkróksbakaríi

21.12.2020
Fréttir
í síðustu viku fengu nemendur í 6. bekk Árskóla afhenta bók að gjöf frá Sauðárkróksbakaríi, sem hvatningu til nemenda til lesturs yfir jólin. Skólasafnið fékk einnig tvö eintök. Bókin er Ofurhetjan eftir Hjalta Halldórsson grunnskólakennara og rithöfund og fjallar um krakka á þeirra aldri sem berjast við einelti. Bókinni fylgdi jafnframt...

Menningarsetur Skagfirðinga færir sveitarfélaginu peningagjöf

18.12.2020
Fréttir
Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga samþykkti á fundi sínum í gær að afhenda Sveitarfélaginu Skagafirði peningagjöf til uppbyggingar á skólamannvirkjum í Varmahlíð. Einar E Einarsson, formaður Menningarseturs , afhenti Sigfúsi Inga Sigfússyni sveitarstjóra gjafabréf að fundi loknum.

Fjárhagsáætlun 2021-2024 samþykkt í sveitarstjórn

17.12.2020
Fréttir
Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árin 2021-2024 var samþykkt með fimm atkvæðum við síðari umræðu á fundi sveitarstjórnar 16. desember sl. Fulltrúar VG og óháðra og Byggðalistans óskuðu bókað að þeir sætu hjá við atkvæðagreiðsluna og lögðu fram bókanir við áætlunina. Það gerðu einnig fulltrúar meirihluta sveitarstjórnar....