Fara í efni

Fréttir

Sumarátaksstörf námsmanna 2021

05.05.2021
Fréttir
Fjölbreytt og áhugaverð sumarstörf eru í boði fyrir námsmenn, 18 ára (á árinu) eða eldri, sem eru á milli anna í námi. Störfin eru hluti af atvinnuátaki sveitarfélagsins í samstarfi við Vinnumálastofnun og eru 11 störf í boði. Ráðningartímabil er að hámarki tveir og hálfur mánuður og fellur innan timabilsins 1. júní til 31. ágúst 2021. Námsmenn...

Lausar byggingalóðir til úthlutunar í Varmahlíð

04.05.2021
Fréttir
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti á fundi sínum nýverið að auglýsa eftirfarandi íbúðarhúsalóðir í Varmahlíð lausar til úthlunar:- Laugaveg 19- Birkimel 29- Birkimel 30 Ofangreindar lóðir eru auglýstar til úthlutunar þeim sem sýna áhuga á byggja íbúðarhús á lóðunum. Tekið skal fram að á lóðunum Birkimelur 28 og 30 er möguleiki að byggja hvort...

Samfélagsverðlaun Skagafjarðar afhent í sjötta sinn

01.05.2021
Fréttir
Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2021 voru afhent í gær. Samfélagsverðlaunin eru veitt árlega þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í Sveitarfélaginu Skagafirði sem þykir standa sig afburðavel í að efla skagfirskt samfélag. Auglýst var eftir tilnefningum og bárust rúmlega 20 tilnefningar í ár. Það var því úr vöndu að ráða fyrir...

Sveitarfélagið Skagafjörður býður frítt opið internet á völdum stöðum

30.04.2021
Fréttir
Skagfirðingum og gestum gefst nú tækifæri til þess að tengjast internetinu án endurgjalds á völdum almenningsstöðum innan sveitarfélagsins. Þessir staðir eru: Sundlaugin í Varmahlíð Glaumbær Íþróttahúsið á Sauðárkróki Sundlaugin á Sauðárkróki Safnahúsið Ráðhúsið Gamla Tengilshúsið (Aðalgata 24) Sundlaugin á Hofsósi Hægt er komast í...

Gleðilegt sumar!

29.04.2021
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður óskar Skagfirðingum nær og fjær, og landsmönnum öllum gleðilegs sumars!

Vinna við heimtaugar

26.04.2021
Fréttir
SUÐURGATA, HLÍÐARSTÍGUR, SKÓGARGATA, KAMBASTÍGUR Í dag á að vinna við heimtaugar á þessu svæði og mun það hafa í för með sér að lokað verður fyrir rennsli á heitu og köldu vatni um tíma. Reiknað er með að byrja um kl. 10 en ekki er vitað hvað verkið tekur langan tíma. Notendur eru beðnir að sýna þolinmæði og reynt verður að hraða verkinu eins og hægt er.

Opnunartími sundlauga á sumardaginn fyrsta

21.04.2021
Fréttir
Sundlaugarnar á Sauðárkróki og í Varmahlíð verða opnar á morgun, sumardaginn fyrsta, frá kl.10-16.

Sæluvika Skagfirðinga verður með breyttu sniði

16.04.2021
Fréttir
Sæluvika Skagfirðinga verður haldin dagana 25. apríl - 1. maí nk. með örlítið breyttu sniði vegna samkomutakmarkana. Viðburðir verða ýmist haldnir með rafrænum hætti eða með þeim hætti sem rúmast innan gildandi samkomutakmarkana. Ný heimasíða Sæluviku sem mun halda utan um viðburði og dagskrá Sæluviku fer í loftið á næstu dögum. Þar verða...

Tímabundinn styrkur til stuðnings menningarstarfsemi í Sveitarfélaginu Skagafirði úthlutað

15.04.2021
Fréttir
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd úthlutaði á fundi sínum í gær tímabundnum styrkjum til stuðnings menningarstarfsemi í Sveitarfélaginu Skagafirði fyrir árið 2020. Styrkurinn er liður í viðspyrnu Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna COVID-19 til að styðja við heimili, fyrirtæki og félagasamtök í Skagafirði. Styrkjunum sem úthlutað var í gær er...