Fara í efni

Fréttir

Samfélagsverðlaun Skagafjarðar - óskað eftir tilnefningum

14.04.2021
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir eftir tilnefningum fyrir Samfélagsverðlaun Skagafjarðar. Samfélagsverðlaunin eru veitt árlega þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í Sveitarfélaginu Skagafirði sem þykja standa sig afburða vel. Tilnefningar þurfa að berast fyrir fimmtudaginn 22. apríl nk.   Hægt er að senda inn...

Sveitarstjórnarfundur miðvikudagin 14. apríl

13.04.2021
Fréttir
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar miðvikudaginn 14. apríl og hefst hann kl. 16:15. Fundurinn fer fram í gegnum fjarfundabúnað.

Fundur um stöðu fjarskipta

12.04.2021
Fréttir
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra bjóða til rafræns samráðsfundar um stöðu fjarskipta þriðjudaginn 13. apríl kl. 10:00-11:30. Á fundinum verður fjallað um fjarskipti á svæðinu, helstu áskoranir og tækifæri til framfara. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá með erindum og umræðum í minni hópum....

Gleðilega páska

04.04.2021
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður óskar íbúum og landsmönnum öllum gleðilegra páska með von um að allir hafi það sem best yfir hátíðina og eigi ánægjulegar samverustundir.

Umsóknir í leikskólann Ársali

25.03.2021
Fréttir
Umsóknir um leikskólapláss í leikskólann Ársali þurfa að berast fyrir 12. apríl n.k. til þess að koma að barni í aðlögun haustið 2021. Sótt er um í íbúagátt Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Nánari upplýsingar veitir ritari Ársala á netfangið ritariarsalir@skagafjordur.is.  

Lokanir skóla og íþróttamannvirkja vegna hertra sóttvarnaaðgerða

24.03.2021
Fréttir
Í ljósi hertra sóttvarnaaðgerða sem taka gildi á miðnætti 25. mars loka grunnskólar og íþróttamannvirki í Skagafirði. Skólahald Allt skólastarf í grunnskólum Skagafjarðar fellur niður fram að páskaleyfi.  Allt starf Tónlistarskólans fellur einnig niður sem og frístund að loknum skóla. Hús frítímans verður einnig lokað. Unnið verður að reglum um...

Ráðhúsið á Sauðárkróki lokað vegna hertra sóttvarnaaðgerða

24.03.2021
Fréttir
Hertar sóttvarnaráðstafanir taka gildi um allt land frá miðnætti í kvöld og gilda þær í þrjár vikur. Af þeim sökum verður afgreiðsla Ráðhússins á Sauðárkróki lokuð frá og með morgundeginum og til sama tíma og reglur þessar gilda um. Fyrirkomulagið verður þá endurskoðað til samræmis við þær reglur sem þá taka við. Fólk er hvatt til að nýta þess í...

Nýsköpunardagur 5. bekkjar í Skagafirði

24.03.2021
Fréttir
Nýsköpunarkeppni 5. bekkjar í Skagafirði fór fram í byrjun mars og nú í vikunni voru veitt verðlaun í 7 flokkum til framúrskarandi hugmynda. Nýsköpunardagur 5. bekkjar er liður í því að efla nýsköpun og frumkvöðlahugsun í skólastarfinu m.a. í tengslum við nýja Menntastefnu Skagafjarðar. Ingvi Hrannar Ómarsson, kennsluráðgjafi í upplýsingatækni og...

Sundlaugin á Hofsósi lokar tímabundið vegna framkvæmda

19.03.2021
Fréttir
Sundlaugin á Hofsósi verður lokuð frá og með mánudeginum 22. mars nk. vegna viðhaldsframkvæmda. Stefnt er að opnun laugarinnar aftur mánudaginn 17. maí. Verði einhverjar breytingar á fyrirhuguðum verklokum, verður það auglýst síðar. Sundlaugarnar á Sauðárkróki og í Varmahlíð eru opnar sem hér segir: Sundlaug Sauðárkróks: Mánudaga - fimmtudaga ...