Fara í efni

Fréttir

Lengri opnunartími í Sundlaug Sauðárkróks laugardaginn 6. mars

05.03.2021
Fréttir
Sundlaug Sauðárkróks verður opin lengur en vanalega laugardaginn 6. mars eða frá kl. 10-18. Kjörið tækifæri til þess að nýta daginn á skíðum eða til ýmiskonar útivistar og skella sér svo í sund. Hlökkum til að sjá ykkur! Kveðja, starfsfólk sundlaugarinnar.

Deiliskipulag fyrir Nestún og Depla í auglýsingu

04.03.2021
Fréttir
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti á fundi  24. febrúar 2021 tillögu að deiliskipulagi fyrir nýja götu, Nestún, í Túnahverfinu svokallaða á Sauðárkróki. Á sama fundi var einnig samþykkt tillaga að deiluskipulagi fyrir Depla í Fljótum. Í Nestúni er gert ráð fyrir alls 14 nýjum byggingarlóðum fyrir einbýlishús.  Staðsetning...

Heitavatnslaust á Freyjugötu og nágrenni 3. mars

03.03.2021
Fréttir
Vegna viðgerðar í brunni við Skólastíg þarf að loka fyrir heita vatnið á Freyjugötu, Knarrarstíg og Sæmundargötu 1 a og b. Skrúfað verður fyrir rennsli um kl. 8:30 og mun lokunin vara fram eftir degi. Notendur á svæðinu eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Tilkynning vegna truflunar á götulýsingu í gamla bænum á Sauðárkróki

02.03.2021
Fréttir
Unnið er að lagfæringu vegna rafmagnstruflana á götulýsingu í hluta gamla bæjarins á Sauðárkróki, en undanfarið hefur götulýsingu slegið út á þessu svæði. 

Umsóknarfrestur fyrir sérstakan frístundastyrk framlengdur

02.03.2021
Fréttir
Frestur  til að sækja um sérstakan styrk fyrir börn vegna íþrótta- eða tómstundaiðkunnar á skólaárinu 2020-2021, hefur verið framlengdur til 15. apríl 2021. Styrkurinn er veittur grunnskólabörnum sem fædd eru á árunum 2005-2014 og búa á heimilum þar sem heildartekjur framfærenda, einstaklings, hjóna eða sambúðarfólks, voru að meðaltali lægri en...

Tímabundinn styrkur til stuðnings menningarstarfsemi í Sveitarfélaginu Skagafirði

01.03.2021
Fréttir
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd auglýsir eftir umsóknum um tímabundinn styrk til stuðnings menningarstarfsemi í Sveitarfélaginu Skagafirði. Styrkurinn er liður í viðspyrnu Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna COVID-19 til að styðja við heimili, fyrirtæki og félagasamtök í Skagafirði. Umsækjendur eru þeir sem orðið hafa fyrir tekjutapi vegna...

Rósmundur Ingvarsson heiðraður fyrir vel unnin störf

26.02.2021
Fréttir
Frá og með 1. mars nk. mun starfsstöð bókasafnins á Steinsstöðum sameinast starfsstöð bókasafnsins í Varmahlíð og Héraðsbókasafni Skagfirðinga á Sauðárkróki. Rósmundur Ingvarsson hefur sinnt safninu á Steinsstöðum af einstakri natni og áhuga í marga áratugi. Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri og Þórdís Friðbjörnsdóttir héraðsbókavörður...

Íbúafundur um mótun skólaumhverfis í Varmahlíð

24.02.2021
Fréttir
Íbúafundur um mótun skólaumhverfis í Varmahlíð var haldinn í gærkvöldi við góðar undirtektir íbúa. Auglýst var eftir áhugasömum einstaklingum til að taka þátt í undirbúningi í mótun skólaumhverfis í Varmahlíð. Markmiðið er að ná fram sjónarmiðum ólíkra hagsmunahópa í vinnu við gerð þarfagreiningar vegna leik-, grunn- og tónlistarskóla og hönnunar á umhverfi skólans.

Þrjú störf án staðsetningar hjá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga

23.02.2021
Fréttir
Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir nú laus til umsóknar þrjú störf án staðsetningar. Um er að ræða tvö störf er snúa að stafrænni umbreytingu sveitarfélaga og starf forvarnarfulltrúa sveitarfélaga. Spennandi störf í þágu stafrænnar umbreytingar sveitarfélaga Samband íslenskra sveitarfélaga leitar að tveimur framsýnum og metnaðarfullum...