Fara í efni

Fréttir

Auglýsing vegna verndarsvæðis í byggð - Aðalgata 10a

30.11.2020
Fréttir
Byggingarleyfisumsókn frá eiganda Aðalgötu 10a liggur fyrir hjá byggingarfulltrúa sveitarfélagsins. Sótt er um leyfi til að gera breytingar á útliti neðri hæðar hússins sem er byggt árið 1958 og er áætlaður verktími um sex mánuðir. Húsið stendur innan verndarsvæðis í byggð sem er norðurhluti gamla bæjarins á Sauðárkróki.

Leiðbeiningar og ráðstafanir um jól og áramót vegna Covid-19

30.11.2020
Fréttir
Á upplýsingasíðunni covid.is er farið yfir helstu leiðbeiningar og ráðstafanir um jól og áramót vegna Covid-19. Rík hefð er fyrir því að fólk komi saman og njóti samverunnar og alls þess sem hátíðarnar hafa upp á að bjóða. Það er ljóst að hátíðin sem senn gengur í garð verður frábrugðin því sem við eigum að venjast. Samt sem áður höfum við ýmsa...

Upplýsingar um jólasveinalestina

27.11.2020
Fréttir
Jólasveinarnir ætla að laumast til byggða laugardaginn 28. nóvember og taka rúnt um valdar götur á Sauðárkróki í bílalest með blikkljós og jólatónlist. Viðburðurinn hefst kl 16:30 og mun taka um klukkustund. Fjölskyldur eru hvattar til að kíkja út og vinka sveinka. Til að forðast hópamyndanir keyra sveinarnir stóran rúnt og gefst okkur kostur á að...

Roðagyllum heiminn

26.11.2020
Fréttir
Athygli hefur vakið að anddyri ráðhússins prýðir nú appelínugulum lit. Er sveitarfélagið að sýna stuðning við alþjóðlegt átak gegn kynbundnu ofbeldi sem nefnist "Roðagyllum heiminn". Eru það Alþjóðasamtök Soroptimista ásamt öðrum félagasamtökum sem standa fyrir 16 daga átaki dagana 25. nóvember til 10. desember og vilja með því vekja athygli á...

Við fögnum aðventunni um helgina með breyttu sniði

26.11.2020
Fréttir
Vegna samkomutakmarkana fögnum við aðventunni með breyttu sniði í Sveitarfélaginu Skagafirði helgina 27.-29. nóvember. Ekki verður formleg dagskrá við tendrun jólatrés á Kirkjutorgi í ár líkt og hefð er fyrir. Nemendur Árskóla munu tendra ljós á jólatrénu á Kirkjutorgi samhliða hinni árlegu friðargöngu skólans, en friðargangan verður einnig með...

Styrkur til íþrótta- og tómstundastarfs fyrir börn

19.11.2020
Fréttir
Opnað hefur verið fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrk fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum. Er þetta hluti af aðgerðum stjórnvalda vegna Covid-19 þar sem markmiðið er að jafna tækifæri barna til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Styrkurinn er veittur vegna barna sem eru fædd á árunum 2005–2014 og búa á...

Farga móttökustöð opnuð í dag

18.11.2020
Fréttir
Farga móttökustöð var opnuð í Varmahlíð í fallegu vetrarveðri í dag. Eru það sveitarfélögin í Skagafirði sem standa að opnun Förgu móttökustöðvar en framkvæmdir hófust í byrjun sumars. Er um mikið framfaraskref að ræða í flokkun sorps í dreifbýli Skagafjarðar. Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri var ánægður við opnunina í dag:  „Með því að auka...

Dagur íslenskrar tungu

16.11.2020
Fréttir
Dagur íslenskrar tungu er í dag 16. nóvember, fæðingardagur rómantíska skáldsins Jónasar Hallgrímssonar en hann fæddist árið 1807 og því eru 213 ár frá fæðingardegi hans í dag. Jónas var ekki bara skáld, hann var líka náttúrfræðingur og rannsakaði íslenska náttúru en hann lauk námi sínu í náttúruvísindum frá Hafnarháskóla vorið 1838. Hann var...

Ingvi Hrannar hlýtur hvatningarverðlaunin

14.11.2020
Fréttir
Í gær var tilkynnt um verðlaunahafa Íslensku menntaverðlaunanna árið 2020. Verðlaun eru veitt í þremur aðalflokkum auk hvatningarverðlauna. Fjölmargar tilnefningar bárust í öllum flokkum en þeir eru: Framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur Framúrskarandi kennari Framúrskarandi þróunarverkefni Hvatningarverðlaun Tilnefningar í fyrstu...