Fara í efni

Fréttir

Umhverfisdagar Skagafjarðar 15. - 16. maí

12.05.2020
Fréttir
Umhverfisdagar Skagafjarðar verða haldnir dagana 15. – 16. maí nk. Íbúar, fyrirtæki og félagasamtök í Skagafirði eru hvött til að taka höndum saman, tína rust, taka til og fegra í sínu nærumhverfi og umfram allt, njóta umhverfisins. Skemmtilegur áskorendaleikur er hafinn milli fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka þar sem aðilar fara út og tína...

Ræsing Norðurlands vestra

12.05.2020
Fréttir
Lumar þú á viðskiptahugmynd? Opnað hefur verið fyrir umsóknir í verkefnið Ræsing Norðurlands vestra, en Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, leitar að góðum viðskiptahugmyndum sem auka flóru atvinnulífs í sveitarfélögunum. Þátttakendur fá leiðsögn og fræðslu um hugmyndavinnu, vöru- og þjónustuþróun,...

Samfélagssáttmáli upplýsingahóps almannavarna

11.05.2020
Fréttir
Upplýsingahópur almannavarna hefur gefið út samfélagssáttmála. Sáttmálann má sjá hér.  

Ábending til hunda- og kattaeigenda

08.05.2020
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður vill vekja athygli á því að varptími fugla er hafinn og biður hunda- og kattaeigendur að taka tillit til þess. Þeim tilmælum er beint til kattaeigenda að halda köttum sínum innandyra á nóttunni og hengja bjöllur á hálsólar þeirra. Kettir eru öflug dýr sem geta haft neikvæð áhrif á stofn fugla sem verpa í nágrenni við mannabústaði ár hvert og því er mikilvægt að kattaeigendur fylgist með köttum sínum yfir varptíma fugla og á meðan ungar eru að verða fleygir.

Skráning hafin í Vinnuskólann

07.05.2020
Fréttir
Búið að opna fyrir skráningu í Vinnuskóla Skagafjarðar. Það eru börn fædd árin 2004-2007, nemendur 7. - 10. bekkjar sem geta sótt um. Skráning er hér á heimasíðu sveitarfélagsins en þar má einnig finna upplýsingar um reglur vinnuskólans og fleira. Laun vinnuskólans verða birt á allra næstu dögum.

Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2019

07.05.2020
Fréttir
Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2019 var tekinn til fyrri umræðu í sveitarstjórn í gær. Ársreikningurinn samanstendur af upplýsingum um A-hluta sveitarsjóðs og A- og B-hluta samantekinn. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóðs og þjónustustöðvar. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir, Tímatákn ehf....

Hjólað í vinnuna hefst á morgun

05.05.2020
Fréttir
Átakið Hjólað í vinnuna hefst á morgun 6. maí og stendur yfir til 26. maí. Fyrirtæki og stofnanir geta skráð vinnustaðinn til leiks og hvatt þannig allt starfsfólk til að vera með þrátt fyrir að fólk vinni jafnvel heiman frá sér á þessum fordæmalausu tímum.  Hjólað í vinnuna er verkefni sem Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur staðið fyrir...

Sveitarstjórnarfundur 6. maí 2020

04.05.2020
Fréttir
Næsti fundur sveitarstjórnar Sveitarfélagins Skagafjarðar verður haldinn miðvikudaginn 6. maí kl. 16:15 að Sæmundargötu 7

Úthlutun styrks úr Sprotasjóði 2020

29.04.2020
Fréttir
Fræðsluþjónustu Skagafjarðar hefur verið úthlutað 1.350.000 krónum í styrk úr Sprotasjóði skólaárið 2020-2021 fyrir verkefnið Lærdómssamfélag í skólum í Skagafirði. Samstarfsaðilar í verkefninu auk Fræðsluþjónustunnar eru allir leik- og grunnskólar í Skagafirði, Tónlistarskóli Skagafjarðar, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra auk Frístundar....