Gefnar hafa verið út leiðbeiningar vegna gangna og rétta vegna COVID-19 hættustigs almannavarna. Leiðbeiningarnar voru unnar í samstarfi almannavarna, sóttvarnalæknis, Landssamtaka sauðfjárbænda, Bændasamtaka Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Um er að ræða almennar leiðbeiningar um framkvæmd á göngum og réttum þar sem áhersla er lögð...
Unnið verður við heitavatnslagnir á Hofsósi í dag, 18. ágúst. Af þeim sökum þarf að loka fyrir rennsli í Austurgötu, Kirkjugötu, Sætúni og Hátúni, en búast má við truflunum víðar.
Ekki er búist við að verkið taki langan tíma, en íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim truflunum sem þetta kann að valda.
Í dag, mánudaginn 17. ágúst, stóð til að árlegur fræðsludagur skólanna í Skagafirði yrði haldinn í Miðgarði, Varmahlíð. Vegna fjöldatakmarkana sem í gildi eru vegna Covid 19 varð því miður að aflýsa fræðsludeginum í þetta sinn. Von var á u.þ.b. 230 þátttakendum, starfsfólki úr leik-, grunn- og Tónlistarskóla Skagafjarðar, starfsfólki...
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis, sem og Sveitarfélagið Skagafjörður, brýna fyrir fólki að halda áfram uppteknum venjum um einstaklingsbundnar smitvarnir í ljósi þeirra smita sem eru í samfélaginu. Við erum öll almannavarnir!
Golfklúbbur Skagafjarðar gaf nýverið út afmælisrit í tilefni af 50 ára afmæli klúbbsins. Blaðið er 40 blaðsíður og stútfullt af viðtölum, frásögnum og sögu klúbbsins. Nálgast má blaðið hér.
Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði gaf út í byrjun sumars smáforrit/app fyrir snjalltæki þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um alla þá afþreyingu og þjónustu sem í boði er í Skagafirði á auðveldan hátt, beint í símann eða spjaldtölvuna. Appið er einskonar leiðarvísir og ferðafélagi og mjög auðvelt í notkun. Þar er hægt að fá gagnlegar...