Fara í efni

Fréttir

Íþróttamaður Skagafjarðar 2020

22.01.2021
Fréttir
Frjálsíþróttamaðurinn Ísak Óli Traustason var á dögunum valinn Íþróttamaður ársins í Skagafirði 2020. Kvennalið Tindastóls í knattspyrnu var valið lið ársins og þjálfarar þess, Guðni Þór Einarsson og Jón Stefán Jónsson, eru þjálfarar ársins. Á heimasíðu UMSS segir: „Síðustu ár hefur íþróttafólkið okkar safnast saman við hátíðlega stund í...

Öllu skólahaldi í Varmahlíð, Hólum og Hofsósi aflýst í dag

22.01.2021
Fréttir
Skólhaldi í grunn- og tónlistarskóla í Varmahlíð, Hólum og Hofsósi er aflýst í dag vegna veðurs. 

Grænbók um byggðamál til umsagnar

20.01.2021
Fréttir
Grænbók um byggðamál, sem ætlað er að veita upplýsingar um núverandi stöðu byggðamála, hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Leitast er við að svara því hvernig núgildandi byggðaáætlun hefur reynst og hverjar séu helstu áskoranir næstu 15 ára. Almenningur hefur tækifæri til að senda inn umsögn eða ábendingar um grænbókina en frestur til að...

Sveitarstjórnarfundur miðvikudagur 20. janúar 2021

18.01.2021
Fréttir
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar miðvikudaginn 20. janúar 2021 að Sæmundargötu 7 og hefst hann kl. 16:15

Breyttur opnunartími afgreiðslu Ráðhúss

12.01.2021
Fréttir
Frá og með 13. janúar 2021 breytist opnunartími afgreiðslu Ráðhússins. Afgreiðsla og símsvörun verður opin frá kl. 10 til kl. 15 (opið í hádeginu). Hvatt er til þess að erindi séu send til sveitarfélagsins með rafrænum hætti eftir því sem hægt er. Viðskiptavinum er bent á að á heimasíðu sveitarfélagsins er hægt að nálgast upplýsingar um...

Skerðing á opnun sundlauga í Varmahlíð og á Hofsósi þriðjudaginn 12. janúar

11.01.2021
Fréttir
Vegna óviðráðanlegra orsaka verður skerðing á opnun sundlauganna á Hofsósi og í Varmahlíð á morgun, þriðjudaginn 12. janúar. Á Hofsósi verður heiti potturinn opinn en sundlaugin er enn að ná réttu hitastigi. Í Varmahlíð verða barnalaugin og heiti potturinn opin. Opnun sundlaugarinnar ræðst í fyrramálið.

Tilkynning frá Skagafjarðarveitum vegna kuldatíðar

11.01.2021
Fréttir
Vegna hins mikla kulda sem nú ríkir er afkastageta Skagafjarðarveitna komin að þolmörkum. Til þess að hægt sé að tryggja afhendingaröryggi til húshitunar biðla Skagafjarðarveitur til fólks að láta ekki renna í heita potta meðan kuldakastið varir. Einnig er notendum bent á að stilla ofna svo að þeir séu heitir að ofan og nokkuð kaldir að neðan, varast að byrgja ofna, t.d. með gluggatjöldum og eða öðru. Búast má við að viðlíka ástand komi upp á næstu mánuðum þegar svo kalt er í veðri og eru notendur beðnir að hafa það í huga.

Skerðing á opnun sundlauga í Varmahlíð og á Hofsósi sunnudaginn 10. janúar

09.01.2021
Fréttir
Vegna óviðráðanlegra orsaka verður skerðing á opnun á sundlaugunum á Hofsósi og í Varmahlíð á morgun, sunnudaginn 10. janúar. Á Hofsósi verður aðeins barnalaugin og heiti potturinn opinn. Sundlaugin í Varmahlíð verður lokuð.

Fréttaannáll Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020

07.01.2021
Fréttir
Nú er árið 2021 hafið og óhætt að segja að óvenjulegt ár sé að baki þar sem margar nýjar áskoranir litu dagsins ljós. Við slík tímamót er vel við hæfi að líta um öxl og skoða það sem upp úr stóð hjá Sveitarfélaginu Skagafirði á nýliðnu ári. 213 fréttir og tilkynningar voru birtar á heimasíðu sveitarfélagsins og 426 færslur á Facebook. Hér verður...