Fara í efni

Fréttir

Sæluviku 2020 aflýst

02.09.2020
Fréttir
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd ákvað á fundi sínum í dag að aflýsa Sæluviku 2020 sem fara átti fram dagana 27. september til 3. október. Vegur þyngst í þeirri ákvörðun hertar sóttvarnaraðgerðir almannavarna og ekki fyrirséð hvenær þeim verður aflétt. Þrátt fyrir að Sæluviku 2020 hafi verið aflýst var ákveðið að veita Samfélagsverðlaun...

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Matvælasjóð

02.09.2020
Fréttir
Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Áhersla er á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu um land allt. Sjóðnum er einnig heimilt að styðja við vöruþróun og markaðssókn á erlendum mörkuðum. Sjóðurinn fylgir eftir...

Brunavarnir Skagafjarðar fá afhentan nýjan sjúkrabíl

01.09.2020
Fréttir
Brunavarnir Skagafjarðar hafa tekið í notkun nýjan sjúkrabíl, en um er að ræða einn af 25 bílum sem Rauði krossinn er að afhenda um þessar mundir. Um er að ræða nýjustu gerð af Mercedes Benz Sprinter en útlit þeirra er töluvert frábrugðið því sem almenningur þekkir. Útlitið hefur vakið töluverða athygli, en bílarnir eru gulir á lit með svokölluðu...

Útivistarreglur barna

01.09.2020
Fréttir
Þann 1. september ár hvert breytast útivistarreglur barna frá sumartíma yfir í skólatíma og því vel við hæfi að minna foreldra og forráðamenn á breyttar reglur. Frá 1. september til 1. maí mega börn 12 ára og yngri ekki vera úti eftir kl. 20 og börn 13-16 ára mega ekki vera úti eftir kl. 22. Útivistarreglurnar eru samkvæmt barnaverndarlögum og...

Endurskoðun á aðalskipulagi - skipulagslýsing

31.08.2020
Fréttir
Aðalskipulagsmál Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt vinnslutillaga vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.   Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 – EndurskoðunKynnt er tillaga vegna endurskoðunar Aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar...

Félagsmiðstöð á flakki

27.08.2020
Fréttir
Félagsmiðstöð á flakki er liður í átaksverkefni í tengslum við Covid-19 með það markmið að ná til allra eldri borgara í héraðinu, bæði í Sveitarfélaginu Skagafirði og Akrahreppi. Tilgangurinn er að bjóða kynningu á félagsstarfi fullorðinna og upplýsingar um þá þjónustu sem fólki stendur til boða. Um tilraunaverkefni er að ræða sem hlaut styrk frá...

Nýr leikskólastjóri í Leikskólanum Tröllaborg

26.08.2020
Fréttir
Jóhanna Sveinbjörg Traustadóttir var ráðin í starf leikskólastjóra hjá Leikskólanum Tröllaborg  1. ágúst sl. Jóhanna tók við starfi leikskólastjóra af Önnu Árnínu Stefánsdóttur sem gengt hefur starfi leikskólastjóra Tröllaborgar í hartnær þrjá áratugi. Jóhanna lauk B.Ed. prófi í leikskólakennarafræðum frá kennaradeild Háskólans á Akureyri árið...

Anna Árnína Stefánsdóttir lætur af störfum sem leikskólastjóri Tröllaborgar

26.08.2020
Fréttir
Þau tímamót urðu nú síðsumars að Anna Árnína Stefánsdóttir lét af störfum sem leikskólastjóri Leikskólans Tröllaborgar eftir tuttugu og níu ára farsælt starf. Anna Árnína hefur sinnt starfi sínu af mikilli fagmennsku og verið öflugur leiðtogi í málefnum ungra barna. Hún hefur sinnt forystuhlutverki sínu með miklum ágætum, verið rökföst og hefur...

Sveitarstjórnarfundur miðvikudaginn 26. ágúst 2020

24.08.2020
Fréttir
Fyrsti fundur sveitarstjórnar eftir sumarfrí verður haldinn þann 26. ágúst að Sæmundargötu 7 og hefst hann kl. 16:15.