Fara í efni

Fréttir

Safnahúsið opnar aftur mánudaginn 4. maí

29.04.2020
Fréttir
Safnahúsið opnar aftur mánudaginn 4. maí. Afgreiðsla bókasafnsins verður opin frá kl. 11-18 alla virka daga og skjalasafnsins kl 9-12 og 13-16. Áfram verða varúðarráðstafanir, þær sömu og síðustu vikurnar fyrir lokun. Allir snertifletir verða sótthreinsaðir nokkrum sinnum á dag, s.s. lyftutakkar, hurðarhúnar, handrið og annað sem fólk snertir.

Tilkynning frá RARIK

28.04.2020
Fréttir
Rafmagnslaust verður á Sauðárkróki og austanverðum Skaga í nótt, aðfararnótt miðvikudagsins 29. apríl frá kl 01:00 til kl 03:00 vegna vinnu í aðveitustöð á Sauðárkróki. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Norðurlandi í síma 528 9690 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof.

Auglýst eftir umsóknum um stofnframlög

24.04.2020
Fréttir
Auglýst er eftir umsóknum um stofnframlög til kaupa eða byggingar á íbúðum fyrir fjölskyldur og einstaklinga sem eru undir tekju- og eignamörkum samkvæmt lögum nr. 52/2016 um almennar íbúðir. Markmið laganna er að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga, sem eru undir tekju- og eignamörkum með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi...

Stóri plokkdagurinn á laugardaginn

22.04.2020
Fréttir
Stóri plokkdagurinn verður haldinn á Degi umhverfisins, laugardaginn 25. apríl nk. Af því tilefni hvetjum við alla til þess að tína rusl í sínu nærumhverfi. Skemmtileg afþreying fyrir fólk á öllum aldri og kjörið tækifæri til þess að sameina útiveru og hreyfingu. Taktu þátt í að fegra umhverfið okkar. Margar hendur vinna létt verk!

Opnað verður fyrir umsóknir um aukaúthlutun styrkja á sviði menningarstarfs og skapandi greina á allra næstu dögum

21.04.2020
Fréttir
Tilkynnt var í dag á vef Stjórnarráðsins að opnað verði fyrir umsóknir um aukaúthlutun styrkja á sviði menningarstarfs og skapandi greina á allra næstu dögum. Stuðningurinn byggir á þingsályktun um fjárfestingarátak stjórnvalda til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldursins og nemur alls 500 milljónum kr.Framlögin munu...

Útboð - Skólamáltíðir fyrir grunn- og leikskóla á Sauðárkróki

21.04.2020
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður óskar eftir tilboðum í framleiðslu og afhendingu á skólamáltíðum fyrir grunn- og leikskóla á Sauðárkróki. Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu og hægt er að sækja öll útboðsgögn án greiðslu á útboðsvefnum www.tendsign.is. Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á útboðsvef eigi síðar en kl. 23:59 þann 18. maí...

Hefur þú áhuga á að virkja lækinn þinn?

20.04.2020
Fréttir
Opið er fyrir umsóknir í smávirkjanasjóð Norðurlands vestra. Tilgangur smávirkjanasjóðs Norðurlands vestra er að styrkja fyrstu skrefin í rannsóknum á mögulegum rennslisvirkjunum undir 10 MW að stærð á Norðurlandi vestra.

Reikningar frá sveitarfélaginu í Íbúagáttinni

20.04.2020
Fréttir
Nú er hægt að nálgast reikninga frá sveitarfélaginu rafrænt í íbúagátt sveitarfélagsins. Íbúar og fyrirtæki geta nú með auðveldum hætti séð alla sína reikninga á einum stað. Meðal reikninga sem hægt er að sjá eru reikningar vegna fasteignagjalda, leikskólagjalda og hitaveitu. Er þetta liður í að auka þjónustu við íbúa og fyrirtæki í Skagafirði þar...

Umsóknir um leikskólapláss í Ársölum fyrir haustið 2020

17.04.2020
Fréttir
Við vekjum athygli á því að umsóknir um leikskólapláss í leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki þurfa að hafa borist fyrir 1. Maí n.k. til að eiga möguleika á að koma barni að í aðlögun haustið 2020. Sótt er um í gegnum Íbúagátt Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Nánari upplýsingar veitir Sólveig Arna aðstoðarleikskólastjóri, í síma 867 5012, eða á...