Fara í efni

Fréttir

Tilkynning frá Skagafjarðarveitum vegna kuldatíðar

11.01.2021
Fréttir
Vegna hins mikla kulda sem nú ríkir er afkastageta Skagafjarðarveitna komin að þolmörkum. Til þess að hægt sé að tryggja afhendingaröryggi til húshitunar biðla Skagafjarðarveitur til fólks að láta ekki renna í heita potta meðan kuldakastið varir. Einnig er notendum bent á að stilla ofna svo að þeir séu heitir að ofan og nokkuð kaldir að neðan, varast að byrgja ofna, t.d. með gluggatjöldum og eða öðru. Búast má við að viðlíka ástand komi upp á næstu mánuðum þegar svo kalt er í veðri og eru notendur beðnir að hafa það í huga.

Skerðing á opnun sundlauga í Varmahlíð og á Hofsósi sunnudaginn 10. janúar

09.01.2021
Fréttir
Vegna óviðráðanlegra orsaka verður skerðing á opnun á sundlaugunum á Hofsósi og í Varmahlíð á morgun, sunnudaginn 10. janúar. Á Hofsósi verður aðeins barnalaugin og heiti potturinn opinn. Sundlaugin í Varmahlíð verður lokuð.

Fréttaannáll Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020

07.01.2021
Fréttir
Nú er árið 2021 hafið og óhætt að segja að óvenjulegt ár sé að baki þar sem margar nýjar áskoranir litu dagsins ljós. Við slík tímamót er vel við hæfi að líta um öxl og skoða það sem upp úr stóð hjá Sveitarfélaginu Skagafirði á nýliðnu ári. 213 fréttir og tilkynningar voru birtar á heimasíðu sveitarfélagsins og 426 færslur á Facebook. Hér verður...

Kveðja um áramót

02.01.2021
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður óskar Skagfirðingum nær og fjær svo og landsmönnum öllum gleðilegs árs og þakkar samfylgdina á árinu sem er að líða

Byrjað að bólusetja í Skagafirði

29.12.2020
Fréttir
Fyrstu skammtar af bóluefninu við COVID-19 frá lyfjaframleiðandanum Pfizer komu í Skagafjörð í morgun og hófst bólusetning stuttu eftir hádegi í dag.  Frá þessu er greint á heimasíðu Heilbrigðisstofnunar Norðurlands vestra. Unnið er eftir forgangsröðun sem er í samræmi við reglugerð og tilmælum sóttvarnalæknis. Allir íbúar á dvalar- og...

Skemmdaverk í Skógarhlíðinni á Sauðárkróki

28.12.2020
Fréttir
Það var ófögur sjón sem blasti við starfsmönnum þjónustumiðstöðvar sveitarfélagsins í byrjun desember þegar farið var um Skógarhlíðina fyrir ofan vatnshúsið á Sauðárkróki. Svo virðist sem óprúttnir aðilar hafi gert það að leik sínum að höggva niður tré með öxi eða álíka verkfærum til þess eins að fella þau. Um 10 tré lágu í valnum og meirihluti...

Gleðileg jól

23.12.2020
Fréttir
Við óskum starfsmönnum, íbúum Sveitarfélagsins Skagafjarðar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir ánægjuleg samskipti og gott samstarf á árinu sem er að líða. Sveitarstjórn og sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Ráðhúsið lokað yfir hátíðirnar

23.12.2020
Fréttir
Afgreiðsla ráðhúss Sveitarfélagsins Skagafjarðar verður lokuð yfir hátíðirnar frá og með 24. desember. Afgreiðslan opnar aftur mánudaginn 4. janúar 2021 kl. 09:00.

Bókagjöf til 6. bekkinga frá Sauðárkróksbakaríi

21.12.2020
Fréttir
í síðustu viku fengu nemendur í 6. bekk Árskóla afhenta bók að gjöf frá Sauðárkróksbakaríi, sem hvatningu til nemenda til lesturs yfir jólin. Skólasafnið fékk einnig tvö eintök. Bókin er Ofurhetjan eftir Hjalta Halldórsson grunnskólakennara og rithöfund og fjallar um krakka á þeirra aldri sem berjast við einelti. Bókinni fylgdi jafnframt...