Fara í efni

Fréttir

Rafrænt afmælisrit Golfklúbbs Skagafjarðar

30.07.2020
Fréttir
Golfklúbbur Skagafjarðar gaf nýverið út afmælisrit í tilefni af 50 ára afmæli klúbbsins. Blaðið er 40 blaðsíður og stútfullt af viðtölum, frásögnum og sögu klúbbsins. Nálgast má blaðið hér.

Visit Skagafjörður app fyrir snjalltækin

17.07.2020
Fréttir
Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði gaf út í byrjun sumars smáforrit/app fyrir snjalltæki þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um alla þá afþreyingu og þjónustu sem í boði er í Skagafirði á auðveldan hátt, beint í símann eða spjaldtölvuna. Appið er einskonar leiðarvísir og ferðafélagi og mjög auðvelt í notkun. Þar er hægt að fá gagnlegar...

Nýir rekstraraðilar á Sólgörðum

17.07.2020
Fréttir
Sundlaugin á Sólgörðum verður opnuð í dag, föstudaginn 17. júlí, en nýir rekstraraðilar eru teknir við rekstrinum eftir undirritun samnings á síðasta miðvikudag. Það er fyrirtækið Sótahnjúkur ehf sem mun annast alla umsjón og bera ábyrgð á starfssemi laugarinnar næstu þrjú árin. Sundlaugin verður opin í dag milli kl 15-21 og verður ókeypis í laugina og heitt á könnunni af því tilefni.

Breytingar á opnunartíma afgreiðslu ráðhússins í sumar

09.07.2020
Fréttir
Vegna sumarleyfa mun afgreiðsla ráðhússins á Sauðárkróki vera lokuð í hádeginu, milli kl 12:00 og 13:00, frá föstudeginum 10. júlí til föstudagsins 31. júlí. Vakin er athygli á að afgreiðslan er þess utan opin alla virka daga frá kl 09:00-12:00 og 13:00-16:00.

Glæsilegur vatnspóstur vígður á Hofsósi

06.07.2020
Fréttir
Glæsilegur vatnspóstur var vígður á Hofsósi sl. föstudag. Vatnspósturinn er gjöf frá Svanhildi Guðjónsdóttur og fjölskyldu og er til minningar um eiginmann Svanhildar, Friðbjörn Þórhallsson. Minnisvarðinn er mikil prýði og stendur við sundlaugina á Hofsósi, rétt fyrir ofan Staðarbjargavík þar sem spor Friðbjörns gjarnan lágu eins og segir á...

Býður þú upp á skemmtilega afþreyingu?

03.07.2020
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður hefur hafið undirbúning að jólagjöfum starfsmanna sveitarfélagsins fyrir næstu jól. Ert þú að veita einhverja þjónustu eða býður þú upp á afþreyingu sem sniðugt væri að gefa í formi gjafabréfs? Ef þú hefur eitthvað á þínum snærum sem gæti verið sniðugt í jólapakkann og vilt koma á framfæri þá máttu gjarnan senda...

Leikskólastjóri Tröllaborg

02.07.2020
Fréttir
Leitað er að öflugum einstaklingi sem er tilbúinn til að leiða skólastarfið með jákvæðum hætti, stilla saman strengi starfsmanna og heimila og vera tilbúinn til að vinna í teymum með sérfræðingum skólaþjónustu og yfirstjórn skólamála í héraðinu.

Laus er til umsóknar íbúð í almenna íbúðaleigukerfinu

02.07.2020
Fréttir
Skagfirskar leiguíbúðir hses. auglýsir eftir umsóknum um úthlutun íbúðar í almenna íbúðaleigukerfinu. Um er að ræða eina þriggja herbergja íbúð að Laugatúni 23 á Sauðárkróki. Markmið Skagfirskra leiguíbúða hses. með byggingu almennra íbúða er að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga, sem eru undir tekju- og eignamörkum skv. 10. gr....

Auglýsingar vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Aðalgötu 1 og Aðalgötu 16B

30.06.2020
Fréttir
Umsóknir um byggingarleyfi liggja hjá byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir við Aðalgötu 1 og Aðalgötu 16B á Sauðárkróki. Framkvæmdirnar eru innan verndarsvæðis í byggð sem er norðurhluti gamla bæjarins á Sauðárkróki sem var staðfest af ráðherra þann 11. febrúar 2020.