Fara í efni

Fréttir

Sveitarfélagið Skagafjörður hlýtur styrk úr Ísland ljóstengt

16.06.2020
Fréttir
Föstudaginn 12. júní sl. hlaut Sveitarfélagið Skagafjörður styrkúthlutun að fjárhæð 23,5 milljónum kr. til ljósleiðaravæðingar í dreifbýli. Kemur styrkurinn úr landsátakinu Ísland ljóstengt á grundvelli fjárfestingarátaks ríkisstjórnarinnar. Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar veitti styrknum viðtöku.

Auglýsing um skipan í kjördeildir við forsetakosningar 27. júní 2020

16.06.2020
Fréttir
Skipan í kjördeildir í Sveitarfélaginu Skagafirði við forsetakosningar sem fram fara laugardaginn 27. júní n.k. er sem hér segir:

Mikið er um framkvæmdir í Skagafirði

12.06.2020
Fréttir
Mikið er um framkvæmdir í Skagafirði þessa dagana og gaman að keyra um og fylgjast með uppganginum. Unnið er hörðum höndum að Sauðárkrókslínu 2 milli Varmahlíðar og Sauðárkróks og tengiviki rísa á Sauðárkróki og í Varmahlíð, en með Sauðárkrókslínu 2 eykst orkuöryggi þar sem flutningsgeta raforku til Sauðárkróks mun tvöfaldast. Framkvæmdir eru...

Til sölu veiðileyfi í Laxá í Laxárdal

12.06.2020
Fréttir
Veiðileyfi í eigu sveitarfélagsins í Laxá í Laxárdal í fyrrum Skefilsstaðahreppi eru til sölu. Um er að ræða tvo daga 2. ágúst og 13. ágúst. Veiðisvæðin eru tvö. Svæði 1 er frá ósi árinnar við Sævarland að brúnni við Skíðastaði og svæði 2 frá brúnni að Háafossi.

Forsetakosningar 2020 - auglýsing vegna kjörskrár

10.06.2020
Fréttir
Kjörskrá Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna forsetakosninga 27. júní 2020 liggur frammi í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, Skagfirðingabraut 21, alla virka daga frá kl. 9 til 16 frá og með þriðjudeginum 16. júní 2020 til kjördags.

Formleg opnun hitaveitu

09.06.2020
Fréttir
Fimmtudaginn 4. júní 2020 kl. 16:00 fór fram formleg opnun á heitavatnslögn frá Hofsósi að Neðri Ási í Hjaltadal og Ásgarðsbæjunum. Góður hópur var viðstaddur athöfnina þegar formaður veitunefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Haraldur Þór Jóhannsson, ræsti dælu í gang í dælustöðinni í Hofsósi sem flytur heita vatnið að dælustöð á...

Tilkynning - lokun sundlauga vegna námskeiða

08.06.2020
Fréttir
Sundlaugin á Sauðárkróki verður lokuð þriðjudaginn 9. júní fram til kl 17 vegna námskeiðs starfsmanna. Sundlaugin á Hofsósi verður lokuð miðvikudaginn 10. júní fram til kl 17 einnig vegna námsskeiðs starfsmanna. Minnum á að sundlaugin í Varmahlíð er opin báða dagana.

Ráðherra skoðar nýjar almennar leiguíbúðir á Sauðárkróki

05.06.2020
Fréttir
Ásmundur Einar Daðason ráðherra húsnæðismála var í Skagafirði á dögunum og skoðaði framkvæmdir við nýjar almennar leiguíbúðir í Laugatúni á Sauðárkróki. Þar er verið að taka í notkun átta almennar leiguíbúðir í tveimur húsum á vegum Skagfirskra leiguíbúða hses. og eru fjórar íbúðir þegar tilbúnar og búið að afhenda leigjendum. Eru þessar íbúðir liður í uppbyggingu í húsnæðismálum á landsbyggðinni sem Ásmundur Einar hefur unnið að í sinni ráðherratíð.

Sveitarstjórnarfundur 3. júní 2020

01.06.2020
Fréttir
Næsti fundur Sveitarstjórnar Sveitarfélagins Skagafjarðar verður haldinn miðvikudaginn 3. júní að Sæmundargötu 7