Fara í efni

Fréttir

Ert þú að framleiða eitthvað sniðugt?

29.06.2020
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður hefur hafið undirbúning að jólagjöfum starfsmanna sveitarfélagsins fyrir næstu jól. Við erum að leita að vörum sem eru t.d. praktískar, fallegar, bragðgóðar, heima úr héraði o.s.frv. sem gaman væri að gefa fjölbreyttum hópi starfsmanna sveitarfélagsins. Ef þú hefur vöru á þínum snærum sem þú telur að gæti verið í...

Sæluvika Skagfirðinga 2020 verður dagana 27. september til 3. október.

29.06.2020
Fréttir
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkti á fundi sínum sl. föstudag að Sæluvika Skagfirðinga 2020 muni fara fram dagana 27. september til 3. október nk. Fresta þurfti Sæluviku vegna þeirra takmarkana sem í gildi voru í samfélaginu vegna Covid-19 en hún er ávallt haldin í lok apríl ár hvert. Leikfélag Sauðárkróks mun frumsýna leikritið "Á...

Tilkynning vegna Umhverfisverðlauna Skagafjarðar

29.06.2020
Fréttir
Með hækkandi sól og gleðinni sem sumrinu fylgir munu konur úr Soroptimistaklúbbi Skagafjarðar fara í skoðunarferðir um fjörðinn í byrjun júlí og svo aftur í byrjun ágúst til að meta bæi, hverfi og svæði í firðinum fyrir Umhverfisverðlaun Skagafjarðar, sem er samvinnuverkefni klúbbsins og sveitarfélagsins.

Sveitarstjórnarfundur 24. júní 2020

23.06.2020
Fréttir
Næsti fundur sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar verður haldinn miðvikudaginn 24. júní 2020 að Sæmundargötu 7 kl 16:15.

Útboð Skólaakstur Árskóla og Ársala 2020-2023

19.06.2020
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður óskar eftir tilboðum í skólaakstur Árskóla og Ársala 2020-2023. Áætlaður heildarakstur er um 23.600 km yfir samingstímabil. Um er að ræða neðangreindan akstur: Eina reglubundna akstursleið fyrir Árskóla sem ekin er skv. tímatöflu sem nánar er skilgreind í útboðsgögnum. Akstur um 8000km yfir samingstímabil. Akstur...

17. júní - rafræn hátíðardagskrá

17.06.2020
Fréttir
Hátíðardagskrá Sveitarfélagsins Skagafjarðar verður með óhefðbundnu sniði í ár sökum þeirra takmarkana sem í gildi eru vegna Covid-19.Er dagskráin að mestu rafræn í ár  en einnig verða minni viðburðir um allan fjörð. Til að mynda verða sundlaugar sveitarfélagsins með sundlaugardiskó og hestafjör verður á dagskrá á þremur stöðum í Skagafirði þar...

17. júní hátíðarhöld í Skagafirði

16.06.2020
Fréttir
17. júní hátíðarhöld verða með óhefðbundnu sniði í ár í ljósi aðstæðna í samfélaginu. Hátíðardagskrá verður streymt frá kl 12:00 á Facebooksíðu og heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar (www.skagafjordur.is). Hátíðarávarp, Fjallkonan, Leikfélag Sauðárkóks og frábær tónlistaratriði beint úr héraði verða á dagskránni.Sundlaugar sveitarfélagsins...

Skýrsla um stöðu upplýsinga- og tæknimála í grunnskólum í Skagafirði

16.06.2020
Fréttir
Fræðsluþjónusta Skagafjarðar í samráði við stjórnendur grunnskólanna vann að stöðumati á innleiðingu spjaldtölvuverkefnis og greiningu á upplýsinga- og tæknimálum í grunnskólum í Skagafirði á skólaárinu 2019-2020.  Tilgangurinn var fyrst og fremst að  varpa ljósi á hvaða árangri verkefnið hefur skilað en því var hleypt af stokkunum skólaárið...

Rafmagnsleysi í Skagafirði aðfararnótt 19. júní

16.06.2020
Fréttir
Vegna vinnu í aðveitustöð í Varmahlíð verða rafmagnstruflanir og rafmagnsleysi í Skagafirði aðfararnótt föstudagsins 19. júní. Rafmagnslaust verður í sveitum frá miðnætti til kl. 04:00 um nóttina. Rafmagnstruflanir verða í Fljótum, Sléttuhlíð, Hofsós, Unadal og Deildardal kl. 23 að kvöldi fimmtudagsins og aftur að vinnu lokinni um kl. 04:00 aðfararnótt föstudags.