Fara í efni

Fréttir

Óskað er eftir fólki á útkallalista velferðarþjónustu

26.03.2020
Fréttir
Í ljósi atburða síðustu daga og vikna er varðar heimsfaraldur Covid-19 er ljóst að útbreiðsla veirunnar gæti orðið til þess að valda erfiðleikum í veitingu þjónustu og skapað álag á vissum starfstöðvum. Við slíkar aðstæður er brýnt að tryggja lögbundna þjónustu og aðstoð til viðkvæmustu hópanna. Því hefur Félags- og barnamálaráðherra í samvinnu...

Lokun safna og íþróttamannvirkja í Skagafirði

24.03.2020
Fréttir
Í dag, 24. mars, tók í gildi strangara samkomubann en áður hefur verið þar sem fjöldi þeirra sem mega koma saman fór úr 100 manns niður í 20 manns. Eru þessar aðgerðir almannavarna liður í að takmarka útbreiðslu COVID-19 veirunnar.

Sumarstörf hjá Sveitarfélaginu Skagafirði

24.03.2020
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir fjöldan allan af spennandi og krefjandi sumarstörfum laus til umsóknar.

Bændur í Skagafirði athugið!

23.03.2020
Fréttir
Bændasamtökin í samstarfi við aðildarfélög sín vinna að því að koma á fót miðlægri afleysingaþjónustu fyrir bændur. Óskað er eftir áhugasömum aðilum til að skrá sig á viðbragðslista með það fyrir augum að taka að sér tímabundna afleysingu á búum, komi til þess að bændur veikist vegna COVID-19.

Úrræði ríkisins vegna COVID-19 veirunnar á einum stað

23.03.2020
Fréttir
SSNV hefur tekið saman úrræði ríkisstjórnarinnar á einn stað til að auðvelda fyrirtækjum og einstaklingum að nýta sér þær. Hægt er að kynna sér málið betur á http://www.ssnv.is/is/atvinnuthroun/urraedi-vegna-covid-19

Bókasafnið lokað frá og með 24. mars

23.03.2020
Fréttir
Frá og með morgundeginum, þriðjudeginum 24. mars, verður Héraðsbókasafn Skagfirðinga lokað til 14. apríl (þriðjudags eftir páska) samkvæmt fyrirmælum yfirvalda. Í dag verður opið til kl. 18, notið tækifærið og náið ykkur í lesefni fyrir lokun. Af þessu leiðir að skiladagar á efni sem á að skila 23. mars -13. apríl verða færðir til 14. apríl. Á þessum tíma reiknast ekki sektir á bækur.

Lokun íþróttamannvirkja

23.03.2020
Fréttir
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið, samkvæmt tilmælum sóttvarnarlæknis, að herða enn á samkomubanni vegna frekari útbreiðslu COVID-19 í samfélaginu. Í þessum hertu aðgerðum kemur fram að sundlaugar skuli vera lokaðar. Bannið nær einnig til íþróttahúsa. Íþróttamannvirki sveitarfélagsins, íþróttahús og sundlaugar, munu loka frá og með kl. 13 í dag...

Sæluviku Skagfirðinga frestað

20.03.2020
Fréttir
Vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar og tilmæla Almannavarna Ríkisins hefur verið tekin sú ákvörðun að fresta Sæluviku Skagfirðinga sem fara átti fram vikuna 26. apríl – 3. maí 2020. Til skoðunar er að halda Sæluviku Skagfirðinga á haustmánuðum eða mögulega að færa til næsta árs. Verður ákvörðun tilkynnt síðar. Sveitarfélagið Skagafjörður biðlar...

Sundlaug Sauðárkróks lokar tímabundið vegna framkvæmda

20.03.2020
Fréttir
Vegna framkvæmda við Sundlaug Sauðárkróks verður laugin lokuð frá og með n.k. mánudegi 23. mars og fram eftir vikunni. Opnun verður auglýst síðar. Sundlaugarnar á Hofsósi og í Varmahlíð eru opnar samkvæmt opnunartíma.