Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
1.Jólatrésskemmtun í Fljótum - Styrkbeiðni
Málsnúmer 2012094Vakta málsnúmer
2.Styrkbeiðni vegna starfsemi á árinu 2021
Málsnúmer 2101166Vakta málsnúmer
Tekin fyrir styrkbeiðni frá Kristni Hugasyni fyrir hönd Söguseturs íslenska hestsins dagsett 17. janúar 2021.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að veita 1.500.000 kr.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að veita 1.500.000 kr.
3.Áskaffi - ósk um niðurfellingu húsaleigu 2020
Málsnúmer 2101069Vakta málsnúmer
Tekið fyrir erindi frá A. Herdísi Sigurðardóttur fyrir hönd Áskaffis dagsett 16. September 2020.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að lækka húsaleigu fyrir árið 2020 um helming, kr 150.000.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að lækka húsaleigu fyrir árið 2020 um helming, kr 150.000.
4.Tímabundinn styrkur til stuðnings menningarstarfsemi í Sveitarfélaginu Skagafirði
Málsnúmer 2102118Vakta málsnúmer
Tekin fyrir drög að reglum um styrk til stuðnings menningarstarfsemi í Sveitarfélaginu Skagafirði vegna áhrifa COVID á árinu 2020.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi reglur um úthlutun.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að auglýsa eftir umsóknum um tímabundinn styrk til stuðnings menningarstarfsemi í Sveitarfélaginu Skagafirði. Styrkurinn er liður í viðspyrnu Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna COVID-19 til að styðja við heimili, fyrirtæki og félagasamtök í Sveitarfélaginu Skagafirði.
Umsækjendur eru þeir sem orðið hafa fyrir tekjutapi vegna menningarviðburða sem ákveðið hefur verið að fella niður eða breyta verulega vegna samkomubanns af völdum COVID-19 og hægt er að
sýna fram á að hafi veruleg áhrif á rekstur og starf viðkomandi aðila.
Umsókn skal fylgja stutt greinargerð þar sem gerð er grein fyrir tekjutapi vegna viðburðar. Einnig þarf að gera grein fyrir áætluðum kostnaði vegna viðburðar sem ekki kemur til greiðslu, þ.e.a.s. fellur niður.
Gera þarf grein fyrir í umsókn hvaða áhrif tekjutap viðburðar hefur haft á umsækjanda og hvernig brugðist hefur verið við til að lágmarka tjón.
Gera þarf grein fyrir öðrum stuðningi sem sótt er um vegna stöðunnar s.s. frá sérsamtökum eða ríkisvaldi. Þeir aðilar sem hlotið hafa stuðning frá hinu opinbera vegna Covid-19 eiga ekki rétt á styrk.
Tímabil menningarviðburða sem styrkhæfir eru í þessari sértæku úthlutun er frá 1. mars 2020 til loka árs 2020. Þeir viðburðir sem ákveðið var innan þessa tímabils að fella niður eða breyta verulega
umfangi þeirra falla undir þessa úthlutun.
Umsóknarfrestur er til og með 16.03.2021
Frekari upplýsingar veita Sigfús Ólafur og Heba, starfsmenn nefndarinnar.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi reglur um úthlutun.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að auglýsa eftir umsóknum um tímabundinn styrk til stuðnings menningarstarfsemi í Sveitarfélaginu Skagafirði. Styrkurinn er liður í viðspyrnu Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna COVID-19 til að styðja við heimili, fyrirtæki og félagasamtök í Sveitarfélaginu Skagafirði.
Umsækjendur eru þeir sem orðið hafa fyrir tekjutapi vegna menningarviðburða sem ákveðið hefur verið að fella niður eða breyta verulega vegna samkomubanns af völdum COVID-19 og hægt er að
sýna fram á að hafi veruleg áhrif á rekstur og starf viðkomandi aðila.
Umsókn skal fylgja stutt greinargerð þar sem gerð er grein fyrir tekjutapi vegna viðburðar. Einnig þarf að gera grein fyrir áætluðum kostnaði vegna viðburðar sem ekki kemur til greiðslu, þ.e.a.s. fellur niður.
Gera þarf grein fyrir í umsókn hvaða áhrif tekjutap viðburðar hefur haft á umsækjanda og hvernig brugðist hefur verið við til að lágmarka tjón.
Gera þarf grein fyrir öðrum stuðningi sem sótt er um vegna stöðunnar s.s. frá sérsamtökum eða ríkisvaldi. Þeir aðilar sem hlotið hafa stuðning frá hinu opinbera vegna Covid-19 eiga ekki rétt á styrk.
Tímabil menningarviðburða sem styrkhæfir eru í þessari sértæku úthlutun er frá 1. mars 2020 til loka árs 2020. Þeir viðburðir sem ákveðið var innan þessa tímabils að fella niður eða breyta verulega
umfangi þeirra falla undir þessa úthlutun.
Umsóknarfrestur er til og með 16.03.2021
Frekari upplýsingar veita Sigfús Ólafur og Heba, starfsmenn nefndarinnar.
5.Bókasafnið á Steinsstöðum
Málsnúmer 2102119Vakta málsnúmer
Tekið fyrir erindi frá Þórdísi Friðbjörnsdóttur, héraðsbókaverði um rekstur bókasafna í framhéraði Skagafjarðar.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að leggja niður starfsstöð bókasafnins á Steinsstöðum og sameina starfsstöð bókasafnsins í Varmahlíð frá og með 1. mars 2021.
Rósmundur Ingvarsson hefur sinnt safninu á Steinsstöðum af einstakri natni og áhuga í marga áratugi.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar Rósmundi fyrir mikið og gott starf í þágu lestrar- og menningarstarfsemi í sveitarfélaginu.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að leggja niður starfsstöð bókasafnins á Steinsstöðum og sameina starfsstöð bókasafnsins í Varmahlíð frá og með 1. mars 2021.
Rósmundur Ingvarsson hefur sinnt safninu á Steinsstöðum af einstakri natni og áhuga í marga áratugi.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar Rósmundi fyrir mikið og gott starf í þágu lestrar- og menningarstarfsemi í sveitarfélaginu.
6.Samningur um gamla bæinn í Glaumbæ
Málsnúmer 2102093Vakta málsnúmer
Tekin fyrir samningsdrög að nýjum samning við Þjóðminjasafn Íslands um afnot og varðveislu Glaumbæjar í Skagafirði tímabilið 2021-2025.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi samning.
Inga Katrín Magnúsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi samning.
Inga Katrín Magnúsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
7.Samningur um Víðimýri
Málsnúmer 2102094Vakta málsnúmer
Málinu frestað.
8.Samningur um rekstur Ljósheima 2021-2025
Málsnúmer 2102079Vakta málsnúmer
Tekinn fyrir samningur um rekstur félagsheimilisins Ljósheima við Videosport ehf dagsettur 5. febrúar 2021.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir framlagðan samning.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir framlagðan samning.
9.Umsókn um rekstur Bifrastar
Málsnúmer 2011180Vakta málsnúmer
Tekin fyrir drög að samningi við Króksbíó ehf. um rekstur félagsheimilisins Bifrastar til ársins 2025.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög.
10.Umsókn um rekstur félagsheimilisins Ketiláss
Málsnúmer 2011086Vakta málsnúmer
Tekin fyrir drög að samningi við Ferðaþjónustuna Brúnastöðum ehf. um rekstur félagsheimilisins Ketiláss til ársins 2025.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög.
11.Matarkistan Skagafjörður - Umsókn í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra
Málsnúmer 2101027Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf um úthlutun styrks úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra árið 2021. Matarkistan Skagafjörður hlaut styrk að fjárhæð 2.442.200 kr til stefnumótunar og markaðssetningar.
12.Matarkistan Skagafjörður - Umsókn í Matvælasjóð 2020
Málsnúmer 2009199Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf um synjun styrks til Matarkistu Skagafjarðar úr Matvælasjóði Íslands árið 2021.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd skorar á stjórn Matvælasjóðs Íslands að endurskoða flokkun styrkja þar sem vöntun er á flokki fyrir regnhlífasamtök líkt og Matarkistu Skagafjarðar.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd skorar á stjórn Matvælasjóðs Íslands að endurskoða flokkun styrkja þar sem vöntun er á flokki fyrir regnhlífasamtök líkt og Matarkistu Skagafjarðar.
13.Samráð; Uppfærð rannsóknaráætlun 2020-2022 um gagnaöflun og rannsóknir í ferðaþjónustu
Málsnúmer 2101073Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar tölvupóstur þar sem Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 4/2021, "Uppfærð rannsóknaráætlun 2020-2022 um gagnaöflun og rannsóknir í ferðaþjónustu".
Fundi slitið - kl. 10:10.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að styrkja nefndina um 20.000 kr. Tekið af lið 05713