Fara í efni

Fréttir

Laus störf til umsóknar hjá sveitarfélaginu

12.04.2019
Fréttir
Enn er tækifæri til þess að sækja um sumarsörf hjá sveitarfélaginu, en mörg og fjölbreytt störf eru í boði fyrir sumarið auk þess sem auglýst er eftir framtíðarstarfsfólki í stöðu leikskólastjóra og leikskólakennara á leikskólann Ársali. Garðyrkjudeild sveitarfélagsins auglýsir eftir sumarstarfsmanni í málningarvinnu. Unnið er í dagvinnu og er...

Árshátíð GAV á Hofsósi í dag 12. apríl

12.04.2019
Fréttir
Árshátíð Grunnskólans austan Vatna verður í Höfðaborg á Hofsósi í dag föstudaginn 12. apríl og hefst kl. 18:00. Í boði verða fjölbreytt skemmtiatriði,  leikur, söngur og dans. Nemendur verða með pizzusölu þegar dagskránni lýkur og síðan verður slegið upp diskóteki til kl. 21:30. Aðgangseyrir er kr. 1.800 fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir...

Truflanir í Hverhólaveitu

11.04.2019
Fréttir
Skagafjarðarveitur vilja koma á framfæri eftirfarandi tilkynningu. Vegna vinnu í dælustöð á Hverhólum verður vatnslaust um tíma á veitusvæðinu. Þetta ætti ekki að taka meira en eina til tvær klukkustundir, en beðist er velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.  Nánari fréttir á www.skv.is  

Sæluvika Skagfirðinga og Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2019

09.04.2019
Fréttir
Sæluvika, lista- og menningarhátíð Skagfirðinga verður að þessu sinni haldin dagana 28. apríl til 4. maí. Sæluvika Skagfirðinga er ein elsta menningarhátíð landsins.

Opnir íbúafundir um sorpmál í dreifbýli

08.04.2019
Fréttir
Þrír opnir íbúafundir verða haldnir á vegum umhverfis- og samgöngunefndar um sorpmál í dreifbýli Skagafjarðar í dag og á morgun.

Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga 2019

03.04.2019
Fréttir
Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga verður haldin í 44. sinn í Sæluviku enda  hefur hún notið mikilla vinsælda allt frá árinu 1976 er hún var haldin í fyrsta sinn. Reglurnar eru einfaldar; annars vegar botna vísnavinir fyrirfram gefna fyrriparta og eða semja vísu um ákveðið málefni. Ekki er nauðsynlegt að botna allt og einnig er í lagi að senda...

Byggðastofnun óskar eftir þátttakendum í könnun um byggðafestu og búferlaflutninga

03.04.2019
Fréttir
Könnunin Byggðafesta og búferlaflutningar: Bæir og þorp á Íslandi er hluti rannsóknarverkefnis á vegum Byggðastofnunar í samstarfi við rannsóknafólk við innlenda og erlenda háskóla. Könnuninni er ætlað að safna margvíslegum upplýsingum sem aukið geta skilning á málefnum minni byggðarlaga og stutt við stefnumótun og aðgerðir í byggðamálum.

Íbúafundur á Hofsósi 3. apríl

01.04.2019
Fréttir
Boðað er til íbúafundar í félagsheimilinu Höfðaborg miðvikudaginn 3. apríl kl. 17:30 til kynningar á verkefninu verndarsvæði í byggð á Hofsósi. Sveitarfélagið hlaut styrk frá Minjastofnun Íslands árið 2015 til að vinna tillögur að verndarsvæði í byggð á Sauðárkróki og Hofsósi.

Stóra upplestrarkeppnin

28.03.2019
Fréttir
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar hjá 7. bekkjum grunnskólanna í Skagafirði fór fram í bóknámshúsi FNV síðasta þriðjudag og er þetta í átjánda skiptið sem keppnin er haldin.