Fara í efni

Fréttir

Sundlaug Sauðárkróks lokuð í dag og morgun

19.09.2019
Fréttir
Vegna bilana í lagnakerfi verður Sundlaug Sauðárkróks lokuð í dag fimmtudag, og á morgun föstudag. Opið er í heitu pottana kl 06:50-09:00 og seinnipartinn kl 17:30-20:00.

Staða framkvæmda við Sundlaug Sauðárkróks

17.09.2019
Fréttir
Á fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar 17. september 2019 var tekin fyrir fyrirspurn frá Álfhildi Leifsdóttur sveitarstjórnarfulltrúa um stöðu framkvæmda við Sundlaug Sauðárkróks. Fyrirspurnina og svör við henni má sjá hér.

Bilun í lagnakerfi Sundlaugar Sauðárkróks

17.09.2019
Fréttir
Vegna bilunar í lagnakerfi verður Sundlaug Sauðárkróks lokuð í dag, þriðjudag og morgun miðvikudag milli kl 9 og 17:30. Opið í laug og potta þessa daga kl 6:50-9 og 17.30- 20.30 Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda sundlaugargestum.

Bekk komið fyrir í brekkunni hjá FNV

12.09.2019
Fréttir
Í sumar barst sveitarfélaginu fyrirspurn um hvort hægt væri að setja bekk í brekkuna hjá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Fylgdi fyrirspurninni að einstaklingar sem nýta sér þjónustu dagdvalar aldraðra fari iðulega þessa leið og gott væri að geta hvílt sig á leiðinni upp brekkuna og notið útsýnisins. Fljótt var brugðist við fyrirspurninni og...

Samningur um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra ekki endurnýjaður

10.09.2019
Fréttir
Á 879. fundi byggðarráðs var tekin fyrir samningur um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra og sú ákvörðun tekin að endurnýja ekki samninginn við næstu endurnýjun vegna breyttra aðstæðna. Áður hafði Húnaþing vestra tekið þá ákvörðun um að endurnýja ekki samninginn. Eftirfarandi bókun var gerð á fundi Byggðarráðs Skagafjarðar: Samningur um...

Undirritun samninga við Akrahrepp um þjónustu og framkvæmd verkefna

03.09.2019
Fréttir
Síðastliðinn föstudag undirrituðu fulltrúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps nýja samninga um annars vegar framkvæmd fjölmargra verkefna sem Sveitarfélagið Skagafjörður tekur að sé að annast fyrir Akrahrepp og hins vegar um þjónustu embættis skipulags- og byggingarfulltrúa. Taka samningarnir til verkefna eins og rekstur grunnskóla,...

Stórfundur fyrir íbúa Norðurlands vestra í Miðgarði

30.08.2019
Fréttir
Þriðjudaginn 3. september kl 13-17 fer fram stórfundur fyrir íbúa Norðurlands vestra í Menningarhúsinu Miðgarði. Þar verður haldið áfram að vinna að mótun framtíðarsýnar Norðurlands vestra í tengslum við gerð sóknaráætlunar áranna 2020-2024. Á sama tíma er unnið að sviðsmyndagreiningu fyrir atvinnulífið til ársins 2040. Íbúar Norðurlands vestra...

Vígsluafmæli sundlaugarinnar í Varmahlíð

27.08.2019
Fréttir
Fimmtudaginn 29. ágúst verður haldið upp á 80 ára vígsluafmæli sundlaugarinnar í Varmahlíð. Nemendur Varmahlíðarskóla taka þátt í afmælishátíðinni og eru búnir að standa í undirbúningi síðustu daga. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá og kaffiveitingar. Í framhaldi af afmælinu verður keppt í Grettissundi (500 metra sundi með frjálsri aðferð) og er skráning þegar hafin hjá Línu í síma 861 6801.

Malbikun á hluta Skagfirðingabrautar

21.08.2019
Fréttir
Fimmtudaginn 22. ágúst verður malbikaður hluti Skagfirðingabrautar á Sauðárkróki, frá N1 og norður fyrir gatnamót Skagfirðingabrautar, Hegrabrautar og Sæmundarhlíðar. Vinnusvæðið verður lokað fyrir umferð frá kl 08:30 og fram á kvöld. Við bendum ökumönnum á að sýna tillitssemi og nýta hjáleiðir sem sjá má á meðfylgjandi mynd.