Fara í efni

Fréttir

Íbúar Norðurlands vestra móta framtíð landshlutans í nýrri sóknaráætlun fyrir árin 2020-2024

22.10.2019
Fréttir
Ný Sóknaráætlun Norðurlands vestra fyrir árin 2020-2024 var samþykkt samhljóða á haustþingi samtakanna sem fram fór þann 18. október sl. á Sauðárkróki. Vinna við gerð áætlunarinnar hefur staðið yfir frá því á vordögum. Lögð var rík áhersla á víðtækt samráð við íbúa og aðra hagaðila og má ætla að vel á fimmta hundrað manns hafi komið að gerð...

Sigrum streituna - Heilsueflandi Samfélag í Skagafirði

17.10.2019
Fréttir
Heilsueflandi samfélag í Skagafirði stendur fyrir fyrirlestrinum "Sigrum streituna - grunnatriði góðrar heilsu" sem haldinn verður í sal Árskóla miðvikudaginn 30. október kl 16:30. Fyrirlesari er Sölvi Tryggvason sem er höfundur bókarinnar "Á eigin skinni". Er þetta fyrsti viðburðurinn sem Heilsueflandi samfélag í Skagafirði heldur og er aðgangur...

Starfsemi í Húsi frítímans hafin

17.10.2019
Fréttir
Starfsemi í Húsi frítímans er hafin samkvæmt dagskrá sem má finna á heimasíðu sveitarfélagsins eða fésbókar síðu hússins. Boðið verður upp á opið hús yfir daginn frá kl. 13:00 alla daga til kl. 16:00 á mánudögum og fimmtudögum og til kl. 17:00 á föstudögum. Á þriðjudögum og miðvikudögum er húsið opið fyrir alla aldurshópa þar til að skipulögð dagskrá hefst fyrir viðkomandi bekki. Þá eiga þeir bekkir húsið.

Sveitarstjórnarfundur 16. október

14.10.2019
Fréttir, Sveitarstjórn
Næsti fundur Sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar verður haldinn miðvikudaginn 16. október kl. 16:15 að Sæmundargötu 7B

Opinn fundur um endurskoðun aðalskipulags tókst vel

10.10.2019
Fréttir
Opinn fundur um endurskoðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar var haldinn í dag í Húsi frítímans. Vel var mætt á fundinn og komu margar áhugaverðar hugmyndir fram í hópavinnu á fundinum. Einar E. Einarsson, formaður skipulags- og byggingarnefndar, kynnti fyrirhugaða vinnu við endurskoðun aðalskipulags.  Aðrir með framsögu voru Sigfús...

Sundlaugin í Varmahlíð lokuð í næstu viku

10.10.2019
Fréttir
Sundlaugin í Varmahlíð verður lokuð frá og með mánudeginum 14. október vegna hreinsunar. Stefnt er að opnun aftur laugardaginn 19. október.

Dansmaraþon í Árskóla

09.10.2019
Fréttir
Í morgun hófst árlegt dansmaraþon 10. bekkinga í Árskóla á Sauðárkróki. Nemendur hófu dansinn kl 11 undir styrkri stjórn Loga Vigþórssonar danskennara og munu dansa til kl 11 í fyrramálið, fimmtudaginn 10. október.

Drög að Sóknaráætlun Norðurlands vestra 2020-2024

08.10.2019
Fréttir
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur sett til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda, á vegum Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, drög að nýrri sóknaráætlun Norðurlands vestra. Drög að Sóknaráætlun Norðurlands vestra 2020 til 2024 byggir á lögum um byggðaáætlun og sóknaráætlanir nr. 69 frá árinu 2015.

Kvöldopnun, bændamarkaður og Rakelarhátíð

04.10.2019
Fréttir
Í kvöld, 4. október, verður notaleg stemming í Aðalgötunni á Sauðárkróki því fyrirtækin í götunni hafa tekið sig saman og ætla að hafa opið kl 20-22. Það er því um að gera að nota tækifærið, rölta í gamla bænum, njóta mannlífsins og þeirra viðburða sem í boði eru.