Fara í efni

Fréttir

Aðalbjörg Þorgrímsdóttir ráðin leikskólastjóri Ársala

24.05.2019
Fréttir
Aðalbjörg Þorgrímsdóttir hefur verið ráðin í starf leikskólastjóra en Anna Jóna Guðmundsdóttir lætur af starfinu 31. maí næstkomandi.

Úttekt á grunnskólum Skagafjarðar

23.05.2019
Fréttir
Gunnar Gíslason hjá Starfsgæðum ehf hefur á síðastliðnum mánuðum unnið að úttekt á grunnskólum Skagafjarðar. Í úttektinni voru ýmsir þættir skoðaðir s.s. aðstaða til skólastarfs, rekstur, þjónustustig, stoðþjónusta, viðhorf til skólans, starfshættir o.fl. Leitast var við að leggja mat á starfsemina og m.a. horft til annarra skóla sem telja má sambærilega.

Umhverfisdagar 2019

22.05.2019
Fréttir
Umhverfisdagar Skagafjarðar 2019 voru haldnir 15. – 19. maí sl. og þóttu heppnast vel. Dagskráin í ár var fjölbreyttari en áður hefur verið þar sem 30 ár eru síðan að Umhverfisdagurinn var fyrst haldinn í Skagafirði. Áskorandakeppni þar sem fyrirtæki og stofnanir fóru út að fegra sitt nær umhverfi og skora svo á aðra í gegnum samfélagsmiðla að...

Vorfundur Samtaka félagsmálastjóra á Íslandi haldinn í Skagafirði

22.05.2019
Fréttir
Vorfundur Samtaka félagsmálastjóra á Íslandi var haldinn í Varmahlíð 16.- 17. maí og hafði félagsþjónusta fjölskyldusviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar veg og vanda af undirbúningi og móttöku. Dagskráin var metnaðarfull og var áhersla lögð á þjónustu við börn.  Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra var gestur fundar ásamt Ernu K....

Ábending til hunda- og kattaeigenda

16.05.2019
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður vill vekja athygli á því að varptími fugla er hafinn og biður hunda- og kattaeigendur að taka tillit til þess. Þeim tilmælum er beint til kattaeigenda að halda köttum sínum innandyra á nóttunni og hengja bjöllur á hálsólar þeirra.

Ljósmyndasamkeppnin Skagafjörður með þínum augum

16.05.2019
Fréttir
Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði, í samvinnu við Sveitarfélagið Skagafjörð, efna til ljósmyndasamkeppninnar "Skagafjörður með þínum augum". Allir sem kunna á myndavél eru hvattir til þess að taka þátt. Reglurnar eru einfaldar: Myndin skal vera tekin í Skagafirði og sá aðili sem sendir inn myndina skal vera eigandi myndarinnar. Sérvalin...

Umhverfisdagar 2019 hefjast á morgun

14.05.2019
Fréttir
Umhverfisdagar Skagafjarðar 2019 hefjast á morgun miðvikudaginn 15. maí. Í ár eru 30 ár frá því að umhverfisdagar voru fyrst haldnir í firðinum. Íbúar eru hvattir til að hlúa að umhverfinu og er takmarkið að fá snyrtilegra og fegurra umhverfi. Mikilvægt er að íbúar, fyrirtæki og félagasamtök taki höndum saman, tíni rusl og snyrti til í og við...

Skráning hafin í Vinnuskólann

08.05.2019
Fréttir
Nú er búið að opna fyrir skráningu í Vinnuskóla Skagafjarðar. Það eru börn fædd árin 2003-2006, nemendur 7. - 10. bekkjar sem geta sótt um.

Hjólað í vinnuna hefst í dag

08.05.2019
Fréttir
Átakið Hjólað í vinnuna hefst í dag, en Hjólað í vinnuna er verkefni sem Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur staðið fyrir árlega frá árinu 2003. Verkefnið stendur yfir í þrjár vikur í maí á ári hverju og hefst í dag, miðvikudaginn 8. maí og lokadagur er þriðjudagurinn 28. maí. Tilgangur verkefnisins er að efla hreyfingu og starfsanda á...