Fara í efni

Fréttir

Setning Sæluviku á sunnudaginn

26.04.2019
Fréttir
Sunnudaginn 28. apríl verður formleg setning Sæluviku Skagfirðinga í Safnahúsinu á Sauðárkróki. Sæluvikan er gamall menningarviðburður en upphaflega kallaðist vikan Sýslufundarvika og þá kom sýslunefnd Skagafjarðarsýslu saman til fundarhalda. Það er fjölbreytt dagskrá framundan næstu dagana enda um flotta lista- og menningarhátíð að ræða.

Íbúafundir um mótun menntastefnu í Sæluviku

26.04.2019
Fréttir
Nú stendur yfir vinna við mótun nýrrar menntastefnu Skagafjarðar. Menntastefnan er unnin í samstarfi leik-, grunn- og Tónlistarskóla Skagafjarðar, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og frístundar. Ákveðið hefur verið að bjóða til opinna íbúafunda um mótun menntastefnunnar til að fá viðhorf sem flestra inn  í stefnumótunarvinnuna. Foreldrar nemenda...

Sveitarstjórnarfundur 24. apríl

22.04.2019
Fréttir
Næsti fundur sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar verður haldinn miðvikudaginn 24. apríl kl. 16:15 að Sæmundargötu 7

Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2018

17.04.2019
Fréttir
Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2018 var tekinn til fyrri umræðu í sveitarstjórn í dag. Rekstrarhagnaður A- og B-hluta á árinu 2018 er 241 millj. króna og rekstrarafgangur A-hluta er er jákvæður um 91,5 millj. króna.

Umhverfisdagar Skagafjarðar 15. - 19. maí nk

17.04.2019
Fréttir
Umhverfisdagar Sveitarfélagsins Skagafjarðar verða haldnir dagana 15. - 19. maí nk en í ár eru 30 ár frá því að umhverfisdagar voru fyrst haldnir í firðinum. Íbúar eru hvattir til að hlúa að umhverfinu og er takmarkið að fá snyrtilegra og fegurra umhverfi. Mikilvægt er að íbúar, fyrirtæki og félagasamtök taki höndum saman, tíni rusl og snyrti...

Opnunartímar sundlauga um páskana

16.04.2019
Fréttir
Nú eru páskarnir framundan og löng fríhelgi og margir sem leggja leið sína í sundlaugarnar. Sundlaugin á Hofsósi verður opin alla páskadagana frá skírdegi til annars í páskum kl 12:00-17:30 og sundlaugin í Varmahlíð kl 10:00-17:30. Sundlaugin á Sólgörðum verður opin föstudaginn langa kl 14:00-20:00 og á laugardaginn kl 13:00-16:00. Sundlaug Sauðárkróks er enn lokuð vegna framkvæmda.

Sveitarstjórnarfundur miðvikudaginn 17. apríl

15.04.2019
Fréttir
Næsti fundur sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar verður haldinn miðvikudaginn 17. apríl kl. 16:15 að Sæmundargötu 7

Leikskólastjóri óskast til starfa við leikskólann Ársali

12.04.2019
Fréttir
Vilt þú vera hluti af öflugu stjórnandateymi í leik- og grunnskólum Skagafjarðar? Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir stöðu leikskólastjóra lausa til umsóknar. Ráðið verður í stöðuna frá 1. júní 2019 eða eftir samkomulagi. Leikskólinn Ársalir er níu deilda leikskóli sem er rekinn í tveimur húsum, yngra og eldra stig.

Ársmiði í Glaumbæ

12.04.2019
Fréttir
Sú nýbreytni hefur verið tekin upp hjá Byggðasafni Skagfirðinga að þegar lögheimilisíbúar Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar kaupa sér aðgangsmiða á safnið í Glaumbæ gildir miðinn í eitt ár frá kaupum hans óháð fjölda heimsókna. Með þessu er vonast til fólk venji komur sínar sem oftast á safnið, mæti á viðburði með fjölskyldu og gesti, og...