Fara í efni

Fréttir

Ljósin tendruð á jólatrénu um helgina

29.11.2019
Fréttir
Fyrsti sunnudagur í aðventu er um helgina og því verða ljósin tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi á laugardaginn kl 15:30. Jólatréð þetta árið kemur úr svokölluðum hátíðarreit í Skógarhlíðinni ofan við Sauðárkrók og verður dagskráin með hefðbundnum hætti, söngur, dans og jólasveinar.

Opið hús í Iðju 3. desember

26.11.2019
Fréttir
Í næstu viku er komið að hinum árlega opna degi í Iðjunni við Sæmundarhlíð á Sauðárkróki. Tilefnið er Alþjóðadagur fatlaðs fólks þann 3. desember næstkomandi.

Viljayfirlýsing um uppbyggingu skólamannvirkja í Varmahlíð

22.11.2019
Fréttir
Á fundi sveitastjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 13. nóvember sl. var samþykkt viljayfirlýsing þar sem sveitarfélögin Skagafjörður og Akrahreppur samþykkja að stefna að uppbyggingu skólamannvirkja fyrir leik-, grunn- og tónlistarskóla á einum stað í núverandi húsnæði Varmahlíðarskóla. Áður hafði hreppsnefnd Akrahrepps samþykkt...

Auglýsing um skipulagsmál í sveitarfélaginu, aðalskipulag og skíðasvæðið í Tindastóli

19.11.2019
Fréttir
Ákveðið hefur verið að endurskoða aðalskipulagsáætlun sveitarfélagsins 2020-2035. Forsendur fyrir endurskoðun eru m.a. stefnumörkun varðandi íbúaþróun og atvinnustarfsemi, áherslur í landbúnaði, yfirbragð byggðar, loftlagsmál, náttúra og útivist ásamt stefnu um samfélagsþjónustu.

Lesið úr nýjum bókum í Safnahúsi

19.11.2019
Fréttir
Í kvöld, þriðjudaginn 19. nóvember, verða nokkrir höfundar staddir í bókasafninu við Faxatorg á Sauðárkróki og munu lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum. Samkoman hefst kl 20.

Byggingarfulltrúi hjá Sveitarfélaginu Skagafirði

15.11.2019
Fréttir
Einar Andri Gíslason hefur verið ráðinn í starf byggingarfulltrúa hjá sveitarfélaginu til eins árs. Einar Andri er menntaður byggingarfræðingur frá VIA University College í Horsens í Danmörku, ásamt því að vera með sveins- og meistarabréf í húsasmíði. Hann hefur starfað hjá sveitarfélaginu frá árinu 2010 sem starfsmaður skipulags- og...

Kvöldopnun í Aðalgötunni og hátíðarhöld í Kakalaskála

15.11.2019
Fréttir
Það verður notaleg stemming í Aðalgötunni á Sauðárkróki í kvöld og hátíð í Kakalaskála á morgun í tilefni dags íslenskrar tungu.

Samningur um samstarf Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Félags eldri borgara í Skagafirði undirritaður

12.11.2019
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður og Félag eldri borgara í Skagafirði undirrituðu nýverið samstarfssamning. Með samningi þessum er verið að staðfesta óformlegt samstarf sem verið hefur um árabil. Samningurinn byggir á hugmyndafræði um valdeflingu, sem felst fyrst og fremst í því að skapa þær ytri aðstæður sem þarf til að efla frumkvæði, sjálfstæði og...

Sveitarstjórnarfundur 13. nóvember

11.11.2019
Fréttir
Næsti fundur sveitarstjórnar Sveitarfélagins Skagafjarðar verður haldinn að Sæmundargötu 7B miðvikudaginn 13. nóvember 2019 kl. 16:15