Fara í efni

Fréttir

Til sölu veiðileyfi í Laxá í Laxárdal

08.07.2019
Fréttir
Veiðileyfi í eigu sveitarfélagsins í Laxá í Laxárdal í fyrrum Skefilsstaðahreppi eru til sölu. Um er að ræða dagana 24. júlí og 4. ágúst. Veiðisvæðin eru tvö, svæði 1 frá árósnum við Sævarland að Skíðastöðum og svæði 2 frá Skíðastöðum að Háafossi.

Opnir kynningarfundir þverpólitískrar nefndar um Þjóðgarð á miðhálendinu

03.07.2019
Fréttir
Þverpólitísk nefnd sem vinnur að tillögum um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu boðar til opinna funda um vinnu nefndarinnar. Á fundunum verður farið yfir verkefni nefndarinnar fram til þessa, ásamt því að ræða lokaskrefin í vinnu hennar. Nefndin mun skila lokaskýrslu með tillögum sínum til umhverfis- og auðlindaráðherra í september...

Sumarleyfi sveitarstjórnar 2019

01.07.2019
Fréttir
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjaðar hefur hafið sumarleyfi. Á fundi sínum þann 26. júní veitti Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar byggðarráði heimild til fullnaðarafgreiðslu mála á meðan á sumarleyfinu stendur, samkvæmt lll. kafla skv. 8. gr. samþykktar sveitarfélagsins.Sumarleyfið hófst 27. júní og lýkur 8.ágúst 2019.   

Bjarni Haraldsson útnefndur heiðursborgari Sveitarfélagsins Skagafjarðar

01.07.2019
Fréttir
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur útnefnt Bjarna Haraldsson heiðursborgara sveitarfélagsins. Bjarni, betur þekktur sem Bjarni Har, er jafnframt fyrsti heiðursborgari Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Úttekt Menntamálastofnunar á skólastarfi í Grunnskólanum austan Vatna

01.07.2019
Fréttir
Í september síðastliðnum fór fram ytra mats úttekt á starfsemi Grunnskólans austan Vatna á vegum Menntamálastofnunar. Ný og endurskoðuð matsviðmið hafa verið tekin í notkun við ytra mat á grunnskólum á vegum Menntamálastofnunar og er Grunnskólinn austan Vatna í hópi fyrstu grunnskólanna sem fóru í úttekt með nýju matsaðferðinni. Endurskoðuð...

Sveitarstjórnarfundur miðvikudaginn 26. júní 2019

24.06.2019
Fréttir
Næsti fundur sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar verður haldinn miðvikudaginn 26. júní að Sæmundargötu 7 B og hefst hann kl. 16:15

Laus störf hjá sveitarfélaginu

24.06.2019
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir eftirfarandi störf laus til umsóknar: Stuðningsfulltrúi á Hofsósi. 50% staða við Grunnskólann austan Vatna. Í starfinu felst aðstoð við nemendur með þroska eða hegðunarfrávik, og aðstoð við kennara vegna námsstuðnings í bekk sem í öllum tilfellum eru aldursblandaðir hópar. Umsóknarfrestur er til og með 25....

Ert þú að framleiða eitthvað sniðugt?

21.06.2019
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður hefur hafið undirbúning að jólagjöfum starfsmanna sveitarfélagsins fyrir næstu jól. Við erum að leita að vörum sem eru t.d. praktískar, fallegar, bragðgóðar, heima úr héraði o.s.frv. sem gaman væri að gefa fjölbreyttum hópi starfsmanna sveitarfélagsins.

Skráning í Tónlistarskóla Skagafjarðar

21.06.2019
Fréttir
Innritun í Tónlistarskóla Skagafjarðar stendur yfir til 1. júlí og fer hún eingöngu fram í gegnum Nóra á slóðinni: skagafjordur.felog.is