Fara í efni

Fréttir

17. júní haldinn hátíðlegur á Sauðárkróki

19.06.2019
Fréttir
Þrátt fyrir að veðurguðirnir séu okkur ekki hliðhollir þessa dagana var 17. júní haldinn hátíðlegur í Skagafirði og fór hátíðardagskrá  fram á Sauðárkróki. Teymt var undir börnum á hestbaki, andlit máluð í öllum regnbogans litum og skátarnir leiddu skrúðgöngu inn á íþróttaleikvanginn þar sem hátíðarhöldin fóru fram. Sólborg Una Pálsdóttir,...

Ný lögreglusamþykkt á Norðurlandi vestra tekur gildi

19.06.2019
Fréttir
Nýverið gekk í gildi lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélög í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi vestra. Er þetta fyrsta lögreglusamþykktin sem nær yfir öll sveitarfélög á þessu svæði en fyrir gildistöku þessarar samþykktar voru ekki gildar lögreglusamþykktir í öllum sveitarfélögum á Norðurlandi vestra. Sveitastjórnir á svæðinu fengu samþykktina...

Breyting á aðalskipulagi 2009-2021

18.06.2019
Fréttir
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti þann 24. apríl 2019 breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021. Tillaga að breytingu var auglýst frá 17. desember 2018 til 25. febrúar 2019. Alls bárust 58 erindi vegna skipulagsins frá umsagnaraðilum, íbúum og öðrum aðilum. Hluti athugasemda var í formi undirskriftarlista og rafrænna undirskrifta alls með rúmlega 200 nöfnum.

Verkefnastjóri í upplýsingatækni- og öryggismálum

13.06.2019
Fréttir
Laust er til umsóknar starf verkefnastjóra í upplýsingatækni- og öryggismálum hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. Leitað er eftir öflugum og skipulögðum einstakling með framúrskarandi samskiptahæfni. Góð tölvukunnátta og brennandi áhugi á öryggismálum, bæði í upplýsingatækni og vinnuvernd er skilyrði. Nánari upplýsingar um starfið má finna...

Ný og endurbætt jafnréttisáætlun leikskólanna í Skagafirði

13.06.2019
Fréttir
Leikskólarnir í Skagafirði, Ársalir, Birkilundur og Tröllaborg hafa aukið og endurbætt jafnréttisáætlun sína. Áætlunin var send til Jafnréttisstofu þar sem hún hlaut samþykki eða eins og stendur í umsögninni; Jafnréttisstofa óskar skólunum til hamingju með virkilega vandaða og vel unna áætlun.

Notkun á köldu vatni á Sauðárkróki

12.06.2019
Fréttir
Vegna bilunar í Sauðárveitu í nótt var minna vatnsrennsli inn á forðatanka neysluvatns á Skarðsmóum fram til morguns en vanalega. Við viljum því biðja alla notendur kalds vatns á Sauðárkróki að fara eins sparlega með vatnið og mögulegt er í dag og næstu daga.

Útboð skólaaksturs á Sauðárkróki

11.06.2019
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður óskar eftir tilboðum í Skólaakstur á Sauðárkróki 2019- 2022. Um er að ræða eina akstursleið sem ekin er skv. tímatöflu sem nánar er skilgreind í útboðsgögnum.

Strand yoga og viðburðir í tilefni af opnun Norðurstrandarleiðar á morgun

07.06.2019
Fréttir
Norður­strand­ar­leið, eða Arctic Co­ast Way, verður form­lega opnuð á morgun, 8. júní, á Degi hafsins. Um er að ræða nýtt verk­efni í ferðaþjón­ustu sem skapa á  nýtt aðdrátt­ar­afl á Norður­landi og kynna lands­hlut­ann sem einstak­an áfangastað. Nú þegar hefur leiðin vakið mikla athygli og var meðal annars valin á topp 10 lista yfir...

Rafmagnslaust í Skagafirði aðfararnótt 7. júní -UPPFÆRT

04.06.2019
Fréttir
Vegna vinnu í aðveitustöð í Varmahlíð verður rafmagnslaust í Skagafirði aðfararnótt föstudagsins 7. júní frá miðnætti til kl 04:00. EKKI verður hægt að keyra varaafl á Sauðárkrók eins og áætlað var og verður því einnig rafmagnslaust þar á ofangreindum tíma.