Nú er verið að auglýsa sumarstörfin hjá sveitarfélaginu og mörg og fjölbreytt störf í boði auk þess sem auglýst er eftir framtíðarstarfsmönnum í Dagdvöl aldraðra og leikskólann Birkilund. Einnig er laus staða til eins árs í Fellstúni með möguleika á áframhaldandi ráðningu.
Það þarf ekki að fara langt til að hafa það skemmtilegt í vetrarfríinu. Á fimmtudaginn 7. mars nk. verður sannkallað fjölskyldufjör hjá Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ, í tilefni af vetrarfríi grunnskólanna í Skagafirði. Farið verður í ratleik um safnasvæðið, völuspá verður í gamla bænum og sýndarveruleikasýningin „Menning, tunga og tímagöng...
Norðurá bs. undirbýr nú mat á umhverfisáhrifum vegna aukningar á árlegu magni til urðunar á urðunarstaðnum í Stekkjarvík í landi Sölvabakka, Blönduósi úr að hámarki 21.000 tonnum á ári í 30.000 tonn, aukning um 9.000 tonn á ári. Ekki er um að ræða aukningu á heildarmagni úrgangs sem urðaður verður í Stekkjarvík.
Frá því að Sveitarfélagið Skagafjörður ákvað að taka upp NÓRA skráningakerfi vegna frístunda- og íþróttastarfs barna hefur verið kappkostað að öll aðildarfélög innan UMSS sem bjóða upp á íþróttaæfingar fyrir börn og ungmenni, nýti sér það kerfi. Með því að nýta NÓRA er umsóknarferli vegna Hvatapeninga einfaldað til muna.
Gunnar Heiðar Bjarnason var á dögunum fyrsti til að skrifa undir samning hjá Fjölskyldusviði Sveitarfélagsins Skagafjarðar um notendastýrða persónulega aðstoð ( NPA ) eftir að NPA var lögfest 1.október 2018.
Á fundi sveitarstjórnar þann 12. desember síðastliðinn var samþykkt að leggja fram tillögu til mennta- og menningarmálaráðherra um verndarsvæði í byggð innan þéttbýlisins á Hofsósi. Um er að ræða bæjarkjarnana Plássið og Sandinn sem eru samtals um 3 ha að stærð og afmarkast af Brekkunni að norðan, af brekkubrún Bakkans að austan og sjó og hafnargarði að sunnan og vestan.
Brunavarnir Skagafjarðar fengu á dögunum afhenta nýja Skania slökkvibiðreið og héldu af því tilefni opið hús á slökkvistöðinni á Sauðárkróki. Fólki var boðið að skoða nýja slökkvibílinn og kynna sér starfsemi og búnað slökkviliðsins.