Fara í efni

Fréttir

Mikil gróska og jákvæðni í skólamálum í Skagafirði

21.11.2018
Fréttir
Fyrir utan hefðbundið skólastarf þá hefur æði margt verið á döfinni hér í okkar skólasamfélagi síðustu vikur. Í lok október var prufukeyrð ný matsaðferð í skólastarfi sem ber heitið Skólaspegill- staðfest sjálfsmat, aðferðin er skosk að uppruna.

Opnir íbúafundir

21.11.2018
Fréttir
Boðað er til opinna íbúafunda í Sveitarfélaginu Skagafirði þar sem umfjöllunarefnið er fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2019 og hugmyndir íbúa um áhersluatriði þeirra í þjónustu, framkvæmdum og ábyrgri fjármálastefnu.

Auglýsingar um skipulagsmál

19.11.2018
Fréttir
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur samþykkt lýsingar fyrir gerð deiliskipulags fyrir lóðina Víðimelur Suðurtún 1 og landið Helgustaði í Unadal samkvæmt 3. mgr 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Framúrskarandi skagfirsk fyrirtæki 2018

16.11.2018
Fréttir
Síðastliðin níu ár hefur Creditinfo unnið ítarlega greiningu sem sýnir rekstur hvaða íslensku fyrirtækja telst til fyrirmyndar að teknu tilliti til ýmissa þátta sem varða rekstur og stöðu þeirra. Meginmarkmið greiningarinnar er að verðlauna þau fyrirtæki sem standa sig vel og stuðla að bættu viðskiptaumhverfi. Framúrskarandi fyrirtæki byggja...

Dagur íslenskrar tungu

16.11.2018
Fréttir
Dagur íslenskrar tungu er í dag 16. nóvember, fæðingardagur rómantíska skáldsins Jónasar Hallgrímssonar en hann fæddist árið 1807. Jónas lagði mikið upp úr fallegu máli og varðveislu íslenskrar tungu. Auk þess að vera rómað skáld á umbrotatíma í íslensku samfélagi, sjálfstæðisbaráttunni, var hann náttúrufræðingur og rannsakaði íslenska náttúru.

Starf umsjónarmanns á verkstæði er laust til umsóknar

15.11.2018
Fréttir
Starf umsjónarmanns verkstæðis felst aðallega í viðhaldi og viðgerðum á bílum og öðrum tækjakosti sveitarfélagsins ásamt því að sinna tilfallandi viðhalds- og rekstrarverkefnum fasteigna, fráveitu og umferðarmannvirkja sveitarfélagsins. Í starfinu felst jafnframt þrif á bílum og tækjum í eigu sveitarfélagsins ásamt almennum innkaup á vörum og varahlutum.

8. bekkur Árskóla í Heimabyggðarvali heimsækir sveitarstjóra

15.11.2018
Fréttir
Nemendur úr 8. bekk Árskóla, sem stundað hafa nám í Heimabyggðarvali í haust heimsóttu Sigfús Inga Sigfússon, sveitarstjóra, í dag. Tilefnið var að afhenda honum niðurstöður úr verkefni sem þau unnu í valgrein sem nefnist Heimabyggðarval. Í valgreininni gerðu þau verkefni þar sem þau reyndu að komast að því hvað væri gott við Sauðárkrók og svo hvað mætti bæta.

Fullveldi, frelsi, lýðræði - hvað er nú það?!

15.11.2018
Fréttir
Í dag, fimmtudaginn 15. nóvember, verður hátíð af tilefni 100 ára afmælis Fullveldis Íslands haldin í Varmahlíðarskóla. Hátíðin er öllum opin og er haldin til þess að fagna því að um þessar mundir eru 100 ár liðin frá því að fullveldi fékkst. Það eru nemendur Varmahlíðarskóla og Grunnskólans austan Vatna sem vinna að hátíðinni í sameiningu og hvor...

Lestur úr nýjum bókum í Safnahúsinu

13.11.2018
Fréttir
Annað kvöld, miðvikudagskvöldið 14. nóvember verður lesið úr nýjum bókum á bókasafninu á Sauðárkróki og hefst samkoman kl. 20.