Fara í efni

Fréttir

Ráðhúsið lokað yfir hátíðirnar

17.12.2018
Fréttir
Afgreiðslu ráðhúss Sveitarfélagsins Skagafjarðar verður lokað frá 24. desember t.o.m. 1. janúar 2019. Íbúar sem þurfa að sækja þjónustu í ráðhúsið eru hvattir til að gera slíkt hið fyrsta eða í síðasta lagi föstudaginn 21. desember nk. Ráðhúsið opnar aftur miðvikudaginn 2. janúar 2019 kl. 09:00.

Auglýsing um skipulagsmál - breytingar á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

17.12.2018
Fréttir
Á fundi sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 12. desember síðastliðinn var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingum á aðalskipulagi sveitarfélagsins 2009-2021 ásamt umhverfisskýrslu um umhverfismat áætlana.

Þriðja helgin í aðventu

14.12.2018
Fréttir
Nú er desember senn hálfnaður og þriðja helgi aðventunnar framundan með ýmsum viðburðum sem hægt er að njóta s.s. tónleikum og aðventuævintýri.

Fjárhagsáætlun 2019-2023 samþykkt

13.12.2018
Fréttir
Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árin 2019-2023 var samþykkt með fimm atkvæðum við síðari umræðu á fundi sveitarstjórnar 12. desember sl. Fulltrúar VG og óháðra og Byggðalistans óskuðu bókað að þeir sætu hjá við atkvæðagreiðsluna og lögðu fram bókanir við áætlunina. Það gerðu einnig fulltrúar meirihluta sveitarstjórnar.

Sveitarfélagið Skagafjörður hlýtur styrk fyrir uppsetningu á þráðlausu netsambandi

12.12.2018
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður hlýtur styrk fyrir uppsetningu á þráðlausu netsambandi úr verkefninu WiFi4EU, en verkefnið WiFi4EU gerir sveitarfélögum innan Evrópu kleift að sækja um styrk að upphæð 15.000 evrum. Styrkurinn er ætlaður í  uppsetningu á þráðlausu netsambandi (free hotspot) í opinberu rými (almenningsrými) fyrir íbúa sveitarfélaga og...

Sveitarstjórnarfundur 13. desember

12.12.2018
Fréttir
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar fimmtudaginn 13. desember að Sæmundargötu 7 kl 16:30.

Önnur helgin í aðventu

07.12.2018
Fréttir
Tíminn líður og jólin nálgast og margt í boði sem hægt er að njóta á aðventunni, markaður, leiksýning, hlaðborð, tónleikar og rökkurganga.

Sveitarstjórnarfundur

07.12.2018
Fréttir
Næsti fundur sveitarstjórnar Sveitarfélagins Skagafjarðar verður haldinn miðvikudaginn 12. desember

Allt til alls í Varmahlíð

06.12.2018
Fréttir
Sjónvarpsstöðin N4 sýndi á dögunum skemmtilega frétt frá Varmahlíð. Þar má sjá hversu glæsilega aðstöðu þar er upp á að bjóða. Hér má nálgast umfjöllunina á sjónvarpsstöðinni N4.