Fara í efni

Fréttir

Sveitarstjórnarfundur 6. febrúar 2019

05.02.2019
Fréttir
Næsti fundur sveitarstjórnar Sveitarfélagins Skagafjarðar verður haldinn miðvikudaginn 6. febrúar 2019 kl. 16:15 að Sæmundargötu 7

Dagur kvenfélagskonunnar í dag

01.02.2019
Fréttir
Sveitafélagið Skagafjörður sendir kvenfélagskonunum sínum í kvenfélögum Lýtingsstaðahrepps, Rípuhrepps, Sauðárkróks, Seyluhrepps, Skarðshrepps, Hóla- og Viðvíkurhrepps, Staðarhrepps, Skefilsstaðahrepps, Hofsóss og Fljótum bestu kveðjur í tilefni dagsins með þökk fyrir ómetanleg störf í gegnum árin.

Álagningu fasteignagjalda 2019 lokið

28.01.2019
Fréttir
Allir greiðendur fasteignagjalda til sveitarfélagsins, einstaklingar og lögaðilar, geta nú nálgast álagningarseðla í Íbúagátt á heimasíðu sveitarfélagsins. Einnig er hægt að sækja álagningarseðla á vefsíðu island.is undir flipanum "Mínar síður".

Auglýsing um skipulagsmál - breytingar á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

28.01.2019
Fréttir
Á fundi sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 12. desember síðastliðinn var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingum á aðalskipulagi sveitarfélagsins 2009-2021 ásamt umhverfisskýrslu um umhverfismat áætlana. Kynningarfundur um tillöguna var haldinn í Menningarhúsinu Miðgarði 23. janúar síðastliðinn og eru glærur frá fundinum nú aðgengilegar hér á heimasíðunni.

Breytingar á fyrirkomulagi umsókna um sérstakan húsnæðisstuðning 18 ára og eldri

24.01.2019
Fréttir
Íbúðalánasjóður annast afgreiðslu sérstaks húsnæðisstuðnings fyrir hönd Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá og með 1. janúar 2019. Allir sem sækja um húsnæðisbætur á heimasíðu Íbúðalánasjóðs husbot.is fara sjálfkrafa í útreikning á sérstökum húsnæðisstuðningi. Skilyrði er þó að umsækjendur samþykki upplýsingagjöf til sveitarfélags, skv. 28.gr. laga nr. 75/2016 um húsnæðisbætur. Athygli er vakin á því að EKKI þarf að sækja sérstaklega um sérstakan húsnæðisstuðning.

Hvatapeningar Sveitarfélagsins Skagafjarðar hækka úr 8.000 krónum í 25.000 krónur

23.01.2019
Fréttir
Þann 26. nóvember síðastliðinn samþykkti Félags- og tómstudarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar tilllögu um að hækka hvatapeninga Sveitarfélgsins úr 8.000 krónum í 25.000 krónur frá og með 1. janúar 2019.

Ræsing Skagafjarðar og Ratsjáin

21.01.2019
Fréttir
Kynningarfundur um Ræsingu Skagafjarðar og Ratsjána verður 29. janúar á Kaffi Krók kl. 17:00. Boðið verður upp á súpu og brauð.

Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði stendur fyrir fyrirlestri um markaðssetningu áfangastaða og hlutverk sjálfsímyndar staða

21.01.2019
Fréttir
Fimmtudaginn 24. janúar kl. 10:30 stendur Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði fyrir áhugaverðum fyrirlestri og vinnufundi um markaðssetningu áfangastaða og hlutverk sjálfsímyndar staða. Fundurinn verður haldinn á Hótel Varmahlíð og fyrirlesari er Elísabet Ögn Jóhannsdóttir frá Rannsóknarmiðstöð ferðamála. Boðið verður upp á súpu og brauð í...

Árshátíð 6.-10. bekkjar Varmahlíðarskóla

17.01.2019
Fréttir
Árshátíð nemenda í 6.-10. bekk í Varmahlíðarskóla verður í menningarhúsinu Miðgarði fimmtudaginn 17. janúar kl. 17:00 og föstudaginn 18. janúar kl. 20:00. Sýndur verður söngleikurinn Cry-Baby í leikstjórn Trostans Agnarssonar og Írisar Olgu Lúðvíksdóttur við undirleik hljómsveitar Stefáns Gíslasonar og eru allir velkomnir á sýningarnar.