Fara í efni

Fréttir

Umhverfisdagar Skagafjarðar 15. - 19. maí nk

17.04.2019
Fréttir
Umhverfisdagar Sveitarfélagsins Skagafjarðar verða haldnir dagana 15. - 19. maí nk en í ár eru 30 ár frá því að umhverfisdagar voru fyrst haldnir í firðinum. Íbúar eru hvattir til að hlúa að umhverfinu og er takmarkið að fá snyrtilegra og fegurra umhverfi. Mikilvægt er að íbúar, fyrirtæki og félagasamtök taki höndum saman, tíni rusl og snyrti...

Opnunartímar sundlauga um páskana

16.04.2019
Fréttir
Nú eru páskarnir framundan og löng fríhelgi og margir sem leggja leið sína í sundlaugarnar. Sundlaugin á Hofsósi verður opin alla páskadagana frá skírdegi til annars í páskum kl 12:00-17:30 og sundlaugin í Varmahlíð kl 10:00-17:30. Sundlaugin á Sólgörðum verður opin föstudaginn langa kl 14:00-20:00 og á laugardaginn kl 13:00-16:00. Sundlaug Sauðárkróks er enn lokuð vegna framkvæmda.

Sveitarstjórnarfundur miðvikudaginn 17. apríl

15.04.2019
Fréttir
Næsti fundur sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar verður haldinn miðvikudaginn 17. apríl kl. 16:15 að Sæmundargötu 7

Leikskólastjóri óskast til starfa við leikskólann Ársali

12.04.2019
Fréttir
Vilt þú vera hluti af öflugu stjórnandateymi í leik- og grunnskólum Skagafjarðar? Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir stöðu leikskólastjóra lausa til umsóknar. Ráðið verður í stöðuna frá 1. júní 2019 eða eftir samkomulagi. Leikskólinn Ársalir er níu deilda leikskóli sem er rekinn í tveimur húsum, yngra og eldra stig.

Ársmiði í Glaumbæ

12.04.2019
Fréttir
Sú nýbreytni hefur verið tekin upp hjá Byggðasafni Skagfirðinga að þegar lögheimilisíbúar Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar kaupa sér aðgangsmiða á safnið í Glaumbæ gildir miðinn í eitt ár frá kaupum hans óháð fjölda heimsókna. Með þessu er vonast til fólk venji komur sínar sem oftast á safnið, mæti á viðburði með fjölskyldu og gesti, og...

Laus störf til umsóknar hjá sveitarfélaginu

12.04.2019
Fréttir
Enn er tækifæri til þess að sækja um sumarsörf hjá sveitarfélaginu, en mörg og fjölbreytt störf eru í boði fyrir sumarið auk þess sem auglýst er eftir framtíðarstarfsfólki í stöðu leikskólastjóra og leikskólakennara á leikskólann Ársali. Garðyrkjudeild sveitarfélagsins auglýsir eftir sumarstarfsmanni í málningarvinnu. Unnið er í dagvinnu og er...

Árshátíð GAV á Hofsósi í dag 12. apríl

12.04.2019
Fréttir
Árshátíð Grunnskólans austan Vatna verður í Höfðaborg á Hofsósi í dag föstudaginn 12. apríl og hefst kl. 18:00. Í boði verða fjölbreytt skemmtiatriði,  leikur, söngur og dans. Nemendur verða með pizzusölu þegar dagskránni lýkur og síðan verður slegið upp diskóteki til kl. 21:30. Aðgangseyrir er kr. 1.800 fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir...

Truflanir í Hverhólaveitu

11.04.2019
Fréttir
Skagafjarðarveitur vilja koma á framfæri eftirfarandi tilkynningu. Vegna vinnu í dælustöð á Hverhólum verður vatnslaust um tíma á veitusvæðinu. Þetta ætti ekki að taka meira en eina til tvær klukkustundir, en beðist er velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.  Nánari fréttir á www.skv.is  

Sæluvika Skagfirðinga og Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2019

09.04.2019
Fréttir
Sæluvika, lista- og menningarhátíð Skagfirðinga verður að þessu sinni haldin dagana 28. apríl til 4. maí. Sæluvika Skagfirðinga er ein elsta menningarhátíð landsins.