Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti þann 12. desember 2018 að auglýsa tillögu að breytingum á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, ásamt umhverfisskýrslu skv. 7. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.
Laugardaginn 12. janúar er haldinn Ljósadagur í Skagafirði, en íbúar eru hvattir til þess að kveikja kertaljós við gangstétt og minnast þannig látinna ástvina.
Í dag 10. janúar eru 100 ár liðin frá fæðingu Kristmundar Bjarnasonar rithöfundar og fræðimanns á Sjávarborg en hann dvelur nú á dvalarheimilinu á Sauðárkróki. Kristmundur er heiðursfélagi Sögufélags Skagfirðinga og í tilefni þessara tímamóta gefur félagið úr bernskuminningar hans frá Mælifelli, þar sem hann ólst upp.
Laus eru til umsóknar nokkur fjölbreytt störf hjá sveitarfélaginu flest frá og með 1. febrúar næstkomandi, garðyrkjufræðingur, skjalavörður, starfsmaður í Dagdvöl aldraðra og starfsmaður á heimili fyrir fatlað fólk á Blönduósi.