Fara í efni

Fréttir

Ljómarall á laugardag

27.07.2017
Fréttir
Bílaklúbbur Skagafjarðar stendur fyrir Ljómaralli í Skagafirði laugardaginn 29. júlí. Keppnin er sú þriðja í röðinni í Íslandsmótinu og fer fram með hefðbundnu sniði. Vegfarendur eru hvattir til að kynna sér lokanir á vegum vegna keppninnar.

Iðja/dagþjónusta auglýsir hlutastarf laust til umsóknar

27.07.2017
Fréttir
Starfið er tvíþætt og felur í sér stuðning við fatlað fólk á hinum almenna vinnumarkaði og að sinna líkamlegum og félagslegum þörfum einstaklinga við athafnir daglegs lífs í Iðju. Starfið hentar konum jafnt sem körlum.

Starf í heimaþjónustu laust til umsóknar

24.07.2017
Fréttir
Heimaþjónustan veitir aðstoð við þrif og önnur heimilisstörf. Markmið heimaþjónustu er að efla einstaklinginn til sjálfshjálpar og gera honum kleift að búa sem lengst í heimaþjónustu við sem eðlilegastar aðstæður. Heimaþjónusta er veitt þeim sem geta ekki hjálparlaust séð um heimilishald vegna skertrar getu eins og veikinda, álags, öldrunar eða fötlunar.

Fákaflug á Hólum um helgina

24.07.2017
Fréttir
Hestamótið Fákaflug er haldið á Hólum í Hjaltadal helgina 28.-30. júlí. Hestamannafélagið Skagfirðingur heldur mótið í samstarfi við Hestamannafélögin Létti, Hring, Funa, Snarfara, Þyt og Neista.

Gámar og aðrir lausafjármunir – Umsóknir um stöðuleyfi

20.07.2017
Fréttir
Af gefnu tilefni vill Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar vekja athygli á, með vísan til greinar 2.6.1 í byggingarreglugerð 112/2012, að sækja skal um stöðuleyfi til sveitarfélagsins til að láta lausafjármuni standa lengur en tvo mánuði utan þeirra svæða sem sérstaklega eru skipulögð og ætluð til geymslu slíkra lausafjármuna. Þetta á m.a. við um gáma, báta, torgsöluhús og stór samkomutjöld.

Heitavatnslaust í Hlíða- og Túnahverfi í dag

19.07.2017
Fréttir
Vegna viðgerðar á stofnlögn hitaveitu verður heitavatnslaust í Hlíða- og Túnahverfi á Sauðárkróki í dag, miðvikudaginn 19. júlí, frá kl. 16 og fram eftir nóttu. Beðist er velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.

Tímabundið hlutastarf í liðveislu er laust til umsóknar

18.07.2017
Fréttir
Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga á að vinna með fötluðu fólki og hefur að bera lipurð í mannlegum samskiptum. Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, háttsemi og stundvísi. Reynsla og menntun er kostur. Umsækjandi skal hafa náð 18 ára aldri.

Tímabundið hlutastarf er laust til umsóknar í búsetuþjónustu við Kleifatún

18.07.2017
Fréttir
Starfið felur í sér aðstoð við fatlaðan einstakling við athafnir daglegs lífs. Ásamt því að sinna félagslegum jafns sem líkamlegum þörfum eftir því sem við á. Starfið hentar konum jafnt sem körlum.

Blómaker horfið af brúnni

17.07.2017
Fréttir
Margir hafa haft orð á því hve falleg blómakerin eru sem prýða neðstu brúna yfir Sauðá. Eitt þeirra er nú horfið. Ef einhver veit hvar kerið er þá óskum við eftir því að því verði annaðhvort skilað aftur á brúna eða í Ráðhúsið.