Fara í efni

Fréttir

Tímabundin staða leikskólakennara er laus til umsóknar

28.11.2017
Fréttir
Leikskólinn Ársalir auglýsir 100% stöðu leikskólakennara tímabilið 1. janúar 2018 - 15. febrúar 2018 lausa til umsóknar.

Opið hús í Iðju 4. desember

28.11.2017
Fréttir
Í tilefni af Alþjóðadegi fatlaðs fólks 3. desember næstkomandi verður opið hús í Iðju við Sæmundarhlíð mánudaginn 4. desember frá kl 10-15. Góður gestur kemur og skemmtir kl 14 og í boði verður jólate ,,iðjusamra'' ásamt meðlæti.

Sveitarstjórnarfundur 29. nóvember

27.11.2017
Fréttir
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar miðvikudaginn 29. nóvember kl. 10:00

Leikskólinn Ársalir auglýsir eftir deildarstjóra

27.11.2017
Fréttir
Um 100% framtíðarstarf er að ræða frá 1. janúar 2018 eða eftir samkomulagi. Starfið hentar konum jafnt sem körlum.

Héraðsbókasafn Skagfirðinga óskar eftir bókaverði

27.11.2017
Fréttir
Um 85% framtíðarstarf er að ræða frá og með 18. desember 2017 eða eftir samkomulagi. Starfsmaður sinnir almennum verkefnum bókavarðar; afgreiðir bækur og önnur gögn, raðar í hillur, merkir og plastar bækur og leiðbeinir viðskiptavinum um safnkost.

Svæðisfundur Arctic Coast Way haldinn í gær

23.11.2017
Fréttir
Svæðisfundur fyrir verkefnið Arctic Coast Way eða Norðurstandarleið var haldinn á Sauðárkróki miðvikudaginn 22. nóvember. Markmið fundarins var að draga fram það besta sem Skagafjörður hefur upp á að bjóða þegar kemur að gönguleiðum, ströndum, miðnætursólarstöðum og norðurljósastöðum. Þeir sem ekki gátu mætt á fundinn en vilja koma tillögum á framfæri geta gert það til og með 15. desember nk.

Skólahald fellt niður og sundlaugin í Varmahlíð lokar kl 14

23.11.2017
Fréttir
Nú er úti veður vont og á það við í Skagafirði þessa stundina og fer versnandi ef spár ganga eftir þegar líður á daginn. Sundlaugin og íþróttamiðstöðin í Varmahlíð loka kl 14 í dag og engir skólabílar gengu á svæði Varmahlíðarskóla í morgun og eru þeir nemendur sem mættu farnir heim. Árshátíð yngri nemenda skólans sem vera átti kl 16 í dag er frestað um viku.

Verndarsvæði í byggð - gamli bærinn á Króknum

22.11.2017
Fréttir
Íbúafundur var haldinn í fundarsal sveitarfélagsins í Húsi frítímans í gær, 21. nóvember, um verkefnið verndarsvæði í byggð þar sem kynnt var tillaga að verndun gamla bæjarins á Sauðárkróki.

Ný og endurskoðuð áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni

21.11.2017
Fréttir
Sveitarstjórn hefur samþykkt nýja og endurskoðaða Stefnu og viðbragðsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar gegn einelti, ofbeldi, kynferðislegri og kynbundinni áreitni. Allt starfsfólk Sveitarfélagsins Skagafjarðar á rétt á að komið sé fram við það af virðingu og umhyggju. Sveitarfélagið Skagafjörður tekur skýra afstöðu gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi.