Fara í efni

Fréttir

Námsgögn verða nemendum í grunnskólum í Skagafirði þeim að kostnaðarlausu frá og með næsta skólaári

10.08.2017
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður hefur ákveðið að bjóða nemendum grunnskóla í Skagafirði námsgögn þeim að kostnaðarlausu frá og með skólaárinu 2017. Með þessari ákvörðun bætist Sveitarfélagið Skagafjörður í hóp þeirra sveitarfélaga sem þegar hafa ákveðið að bjóða nemendum sínum ókeypis námsgögn.

Lestrarstefna Skagafjarðar hefur litið dagsins ljós

10.08.2017
Fréttir
Undanfarin tvö ár hefur verið unnið að gerð Lestrarstefnu Skagafjarðar. Starfsfólk skólanna tók þátt í gerð stefnunnar en svokallað læsisteymi, sem í sátu fulltrúar leik-, grunn- og tónlistarskóla, hélt utan um vinnuna undir stjórn Sigurlaugar Rúnar Brynleifsdóttur, deildarstjóra við Grunnskólann austan Vatna.

Íþróttahúsið á Sauðárkróki auglýsir tvö störf laus til umsóknar

09.08.2017
Fréttir
Starf starfsmanns íþróttamannvirkis felst m.a. í öryggisgæslu við sjónvarpsskjá, eftirlit með íþróttasal og almennum þrifum á sal og klefum. Starfið felur í sér mikil samskipti við börn og fullorðna. Mikilvægt er að umsækjendur búi yfir góðri færni í mannlegum samskiptum, þjónustulipurð og hafi metnað til að láta gestum líða vel. Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, háttvísi, stundvísi og áreiðanleika í starfi. Reynsla er kostur. Viðkomandi þarf að hafa náð 20 ára aldri.

Sundlaugin á Hofsósi auglýsir hlutastarf laust til umsóknar

09.08.2017
Fréttir
Starfið felst m.a. í öryggisgæslu við sjónvarpsskjá og laug, auk eftirlits með öryggiskerfum, ásamt afgreiðslu og baðvörslu. Starfið felur í sér mikil samskipti við börn og fullorðna. Mikilvægt er að umsækjendur búi yfir góðri færni í mannlegum samskiptum, þjónustulipurð og hafi metnað til að láta gestum líða vel. Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, háttvísi, stundvísi og áreiðanleika í starfi. Reynsla er kostur. Viðkomandi þarf að hafa náð 20 ára aldri.

Sundlaugin á Sauðárkróki auglýsir eftir karlmönnum í tvö hlutastörf

09.08.2017
Fréttir
Starfið felst m.a. í öryggisgæslu við sjónvarpsskjá og laug auk eftirlits með öryggiskerfum ásamt afgreiðslu og baðvörslu. Starfið felur í sér mikil samskipti við börn og fullorðna. Mikilvægt er að umsækjendur búi yfir góðri færni í mannlegum samskiptum, þjónustulipurð og hafi metnað til að láta gestum líða vel. Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, háttvísi, stundvísi og áreiðanleika í starfi.

Útboð - Aðalgata 21a á Sauðárkróki

08.08.2017
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir eftir tilboðum í endurgerð á ytra byrði Aðalgötu 21A Sauðárkróki. Verkið felst m.a. í steypuviðgerðum, einangrun og klæðningu útveggja, endurgerð glugga og hurða auk einangrunar og pappalagnar á þökum.

Útboð - gervigrasvöllur á Sauðárkróki

08.08.2017
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir eftir tilboðum í jarðvinnu, lagnavinnu, uppsteypu og frágang vegna gervigrasvallar á Sauðárkróki.

Tímabundið hlutastarf í liðveislu er laust til umsóknar

04.08.2017
Fréttir
Starfsmaður aðstoðar blindan einstakling í nágrenni Varmahlíðar. Starfið felst m.a. í aðstoð við athafnir daglegs lífs og félagslegum stuðningi. Starfið hentar konum jafnt sem körlum.

Góð þátttaka UMSS á unglingalandsmóti UMFÍ um næstu helgi

01.08.2017
Fréttir
Unglingalandsmót UMFÍ fer fram á Egilsstöðum um Verslunarmannahelgina. Alls eru 82 keppendur frá UMSS skráðir til þátttöku í 274 greinar og er það talsvert betri þátttaka frá félaginu en fyrri ár.