Fara í efni

Fréttir

Sumarleyfi sveitarstjórnar 2017

29.06.2017
Fréttir, Stjórnsýsla
Sumarleyfi sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefst 29. júní og lýkur 7.ágúst 2017

Leikhópurinn Lotta í Litla skógi

27.06.2017
Fréttir
Leikhópurinn Lotta setur upp ævintýri um Ljóta andarungann í Litla skógi, fimmtudaginn 29. júní nk. Sýningin hefst kl. 18:00. Inn í söguna blandast fjögur önnur ævintýri sem flestir kannast við.

Næsti fundur sveitarstjórnar

26.06.2017
Fréttir
Fundur verður haldinn í Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar miðvikudaginn 28. júní að Sæmundargötu 7a.

Drangey Music Festival á laugardagskvöldið

23.06.2017
Fréttir
Tónlistarhátíðin Drangey Music Festival - þar sem vegurinn endar verður nú haldin í þriðja sinn á Reykjum á Reykjaströnd laugardaginn 24. júní. Svæðið opnar kl 18 en dagskráin hefst kl 20:30 og er frítt inn fyrir börn yngri en14 ára í fylgd forráðamanna.

Viðræður um sameiningu sveitarfélaganna Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagfjarðar

23.06.2017
Fréttir
Á fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar sl. fimmtudag var rætt um sameiningu Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Skagabyggðar en sveitarfélögin hafa nú sammælst um að hefja formlegar viðræður um kosti þess að sameinast. Undir þessum dagskrárlið sat Vignir Sveinsson oddviti Skagabyggðar fundinn.

Starfsmann vantar í sundlaug Varmahlíðar vegna forfalla í júlí og ágúst

23.06.2017
Fréttir
Vegna forfalla vantar starfsmann í sundlaugina í Varmahlíð frá 1. júlí næstkomandi til 31. ágúst. Starfið felst m.a. í öryggisgæslu við sjónvarpsskjá og laug auk eftirlits með öryggiskerfum, afgreiðslu og baðvörslu. Umsóknarfrestur er til og með 29. júní.

Landsbankamótið um helgina á Sauðárkróki

22.06.2017
Fréttir
Um helgina fer fram Landsbankamótið hjá 6. flokki stúlkna á íþróttasvæðinu á Sauðárkróki. Umfang mótsins hefur aukist ár frá ári og að þessu sinni eru rúmlega 100 lið skráð til leiks frá um 20 félögum segir á heimasíðu Tindastóls.

Mælifellsrétt gengur í endurnýjun lífdaga

21.06.2017
Fréttir
Lengi hefur staðið til að lagfæra Mælifellsrétt sem stendur á leigulóð í landi Hvíteyra. Ástand réttarinnar var orðið mjög lélegt, veggir dilkanna frostsprungnir, morknir og óviðgerðarhæfir með öllu. Ætlunin hafði verið að halda í almenninginn sem talinn var í þokkalegu ástandi en þegar á reyndi voru veggir hans lausir ofan á sökklunum. Við þetta varð kostnaður við endurgerðina þónokkuð meiri en vænst hafði verið.

Lummudagar að hefjast

21.06.2017
Fréttir
Nú eru Lummudagar framundan í Skagafirði og er formleg setning á morgun fimmtudaginn 22. júní kl 19:30 á íþróttavellinum á Sauðárkróki. Að setningu lokinni fara fram Crossfitleikar fyrir alla fjölskylduna en þar er blandað saman Crossfit og leikjum. Íbúar eru hvattir til að skreyta hús sín og næsta nágrenni en sömu litir eru og síðustu ár.