Fara í efni

Fréttir

Landsmót yngri flokka í hestaíþróttum á Hólum í Hjaltadal

11.07.2017
Fréttir
Á fimmtudaginn hefst landsmót yngri flokka í hestaíþróttum á Hólum í Hjaltadal en mótið stendur yfir dagana 13. - 16. júlí. Það er hestamannafélagið Skagfirðingur sem stendur fyrir mótinu sem er WorldRanking mót og er aðstaðan á Hólum glæsileg í alla staði og ein sú besta á landinu.

Óskað eftir tillögum að íslensku nafni Arctic Coast Way

07.07.2017
Fréttir
Arctic Coast Way er nýtt og spennandi verkefni sem fyrst var kynnt til sögunnar í vetur, og á að draga athygli ferðamanna að strandlengjunni meðfram Norðurlandi. Enska heitið hefur verið ákveðið en nú er óskað eftir tillögum að íslensku nafni fyrir ferðamannaveginn.

Matráður óskast til starfa við leikskólann Birkilund

05.07.2017
Fréttir
Matráður óskast til starfa við leikskólann Birkilund í Varmahlíð frá og með 14. ágúst n.k.

Framlengdur umsóknarfrestur um stöðu umsjónarkennara, kennslu verkgreina og baðvörslu í Grunnskólanum austan Vatna

05.07.2017
Fréttir
Umsóknarfrestur um nokkrar stöður í Grunnskólanum austan Vatna hefur verið framlengdur til og með 19. júlí næstkomandi. Um er að ræða stöðu umsjónarkennara á Sólgörðum, kennslu í verkgreinum og baðvörslu á Hofsósi og Hólum.

Framlengdur umsóknarfrestur um stöður textílkennara og kennara í málmsmíði í Varmahlíðarskóla

04.07.2017
Fréttir
Umsóknarfrestur um stöður textílkennara og kennara í málmsmíði við Varmahlíðarskóla hefur verið framlengdur til og með 20. júlí næstkomandi.

Auglýsing um deiliskipulag - Merkigarður í Tungusveit

03.07.2017
Fréttir
Skipulags- og byggingarfulltrúi auglýsir til kynningar skipulagslýsingu vegna gerðar deiliskipulags jarðarinnar Merkigarðs í Tungusveit. Skipulagslýsingin liggur frammi í ráðhúsi sveitarfélagsins við Skagfirðingabraut og hér á heimasíðunni.

Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir lausa stöðu vaktstjóra við Sundlaugina á Hofsósi

30.06.2017
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir lausa stöðu vaktstjóra við Sundlaugina á Hofsósi. Vaktsjóri stýrir daglegu starfi sundlaugarinnar og skipuleggur störf og vaktir starfsmanna. Hann ber ábyrgð á skilum á skýrslum og uppgjöri og annast samskipti við aðra starfsmenn sveitarfélagsins eftir atvikum.

Nr. 1 Umhverfing

30.06.2017
Fréttir
Á morgun, laugardaginn 1. júlí, verður opnuð myndlistarsýningin Fyrsta Umhverfing í Safnahúsinu og Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki.

Leikskólakennarar óskast til starfa við Leikskólann Ársali

29.06.2017
Fréttir
Leikskólinn Ársalir auglýsir sex störf leikskólakennara laus til umsóknar. Um er að ræða fimm störf í 100% starfshlutfalli og eitt starf í 50% starfshlutfalli. Umsóknarfrestur er til og með 12. júlí nk.