Fara í efni

Fréttir

Öryggi á opinberum leiksvæðum gott

09.06.2017
Fréttir
Á vef Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra er sagt frá því að fullyrt hafi verið í sjónvarpsfréttum þann 5. júní sl að ástand leiktækja á opinberum leiksvæðum, m.a. leikskólum væri í molum. Þessar fullyrðingar eru til þess fallnar að valda foreldrum barna óþarfa ótta vegna þess að þær standast ekki nánari skoðun.

Skráningar í SumarTím

08.06.2017
Fréttir
Nú er SumarTím farið af stað í Skagafirði og ýmislegt áhugavert og skemmtilegt í boði fyrir börn 5-12 ára. Skráningar fara fram á sumartim@skagafjordur.is eða í síma 660 4633.

Þórarinn Eymundsson og Þórálfur slógu heimsmet

06.06.2017
Fréttir
Á vef Feykis er sagt frá því að Þórarinn Eymundsson á Sauðárkróki og Þórálfur frá Prestabæ hafi sett heimsmet í kynbótadómi á sýningu á Akureyri fyrir helgi með aðaleinkunnina 8,93 og 8,95 fyrir hæfileika. Fyrra met átti Spuni frá Vesturkoti.

Sumarstarf á Hvammstanga

06.06.2017
Fréttir
Fjölskylduþjónusta Skagafjarðar hefur framlengt umsóknarfrest vegna sumarstarfs í þjónustu við fatlað fólk á sambýlinu á Hvammstanga.

Fyrsti dagur Umhverfisdaga í dag

06.06.2017
Fréttir
Takmark Umhverfisdaga er fegurra umhverfi og skiptir miklu máli að íbúar taki höndum saman og tíni rusl og snyrti í kringum lóðir sínar og á nærliggjandi opnum svæðum.

Sveitarstjórnarfundur miðvikudaginn 7. júní

02.06.2017
Fréttir
Næsti fundur Sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar verður haldinn miðvikudaginn 7. júní kl. 16:15 að Sæmundargötu 7a

Nemendur afhenda ágóða Árskóladagsins

02.06.2017
Fréttir
Nemendur 10. bekkjar Árskóla afhentu Björgunarsveitinni Skagfirðingasveit allan ágóða Árskóladagsins við skólaslit Árskóla í gær, alls 424 þúsund krónur.

Sumarstörf á Blönduósi

01.06.2017
Fréttir
Framlengdur hefur verið frestur vegna tveggja sumarstarfa í þjónustu við fatlað fólk í búsetu á Skúlabraut 22, Blönduósi.

Opnun tveggja sýninga á Sauðárkróki á laugardaginn

01.06.2017
Fréttir
Næstkomandi laugardag verða tvær sýningar opnaðar við Aðalgötuna á Sauðárkróki, Kona á skjön, sýning um ævi og störf Guðrúnar frá Lundi og Puffin and friends, sýning um dýralíf í Drangey ásamt fleiru.