Fara í efni

Fréttir

Útboð - Aðalgata 21a á Sauðárkróki

08.08.2017
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir eftir tilboðum í endurgerð á ytra byrði Aðalgötu 21A Sauðárkróki. Verkið felst m.a. í steypuviðgerðum, einangrun og klæðningu útveggja, endurgerð glugga og hurða auk einangrunar og pappalagnar á þökum.

Útboð - gervigrasvöllur á Sauðárkróki

08.08.2017
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir eftir tilboðum í jarðvinnu, lagnavinnu, uppsteypu og frágang vegna gervigrasvallar á Sauðárkróki.

Tímabundið hlutastarf í liðveislu er laust til umsóknar

04.08.2017
Fréttir
Starfsmaður aðstoðar blindan einstakling í nágrenni Varmahlíðar. Starfið felst m.a. í aðstoð við athafnir daglegs lífs og félagslegum stuðningi. Starfið hentar konum jafnt sem körlum.

Góð þátttaka UMSS á unglingalandsmóti UMFÍ um næstu helgi

01.08.2017
Fréttir
Unglingalandsmót UMFÍ fer fram á Egilsstöðum um Verslunarmannahelgina. Alls eru 82 keppendur frá UMSS skráðir til þátttöku í 274 greinar og er það talsvert betri þátttaka frá félaginu en fyrri ár.

Ljómarall á laugardag

27.07.2017
Fréttir
Bílaklúbbur Skagafjarðar stendur fyrir Ljómaralli í Skagafirði laugardaginn 29. júlí. Keppnin er sú þriðja í röðinni í Íslandsmótinu og fer fram með hefðbundnu sniði. Vegfarendur eru hvattir til að kynna sér lokanir á vegum vegna keppninnar.

Iðja/dagþjónusta auglýsir hlutastarf laust til umsóknar

27.07.2017
Fréttir
Starfið er tvíþætt og felur í sér stuðning við fatlað fólk á hinum almenna vinnumarkaði og að sinna líkamlegum og félagslegum þörfum einstaklinga við athafnir daglegs lífs í Iðju. Starfið hentar konum jafnt sem körlum.

Starf í heimaþjónustu laust til umsóknar

24.07.2017
Fréttir
Heimaþjónustan veitir aðstoð við þrif og önnur heimilisstörf. Markmið heimaþjónustu er að efla einstaklinginn til sjálfshjálpar og gera honum kleift að búa sem lengst í heimaþjónustu við sem eðlilegastar aðstæður. Heimaþjónusta er veitt þeim sem geta ekki hjálparlaust séð um heimilishald vegna skertrar getu eins og veikinda, álags, öldrunar eða fötlunar.

Fákaflug á Hólum um helgina

24.07.2017
Fréttir
Hestamótið Fákaflug er haldið á Hólum í Hjaltadal helgina 28.-30. júlí. Hestamannafélagið Skagfirðingur heldur mótið í samstarfi við Hestamannafélögin Létti, Hring, Funa, Snarfara, Þyt og Neista.

Gámar og aðrir lausafjármunir – Umsóknir um stöðuleyfi

20.07.2017
Fréttir
Af gefnu tilefni vill Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar vekja athygli á, með vísan til greinar 2.6.1 í byggingarreglugerð 112/2012, að sækja skal um stöðuleyfi til sveitarfélagsins til að láta lausafjármuni standa lengur en tvo mánuði utan þeirra svæða sem sérstaklega eru skipulögð og ætluð til geymslu slíkra lausafjármuna. Þetta á m.a. við um gáma, báta, torgsöluhús og stór samkomutjöld.