Fara í efni

Fréttir

Breyttur opnunartími í sundlauginni í Varmahlíð næstu daga

16.06.2017
Fréttir
Breyttur opnunartími verður í sund í lauginni í Varmahlíð á laugardag þjóðhátíðardaginn 17. júní og þriðjudaginn 20. júní. 17. júní er opið kl 10:30-18 20. júní er opið kl 16-21

Varmahlíðarskóli óskar eftir starfsmanni í mötuneyti

15.06.2017
Fréttir
Um 70% starf er að ræða frá 15. ágúst 2017 eða eftir samkomulagi. Í starfinu felst meðal annars undirbúningur og framreiðsla á mat, frágangur og þrif.

Íþróttamiðstöðin í Varmahlíð óskar eftir að ráða kvenmann til starfa

15.06.2017
Fréttir
Um 70% starf er að ræða frá 1. september 2017 eða eftir samkomulagi. Í starfinu felst baðvarsla, þrif og afgreiðsla ásamt öryggisgæslu við sjónvarpsskjá og laug.

Jónsmessuhátíð um helgina

15.06.2017
Fréttir
Hin árlega Jónsmessuhátíð á Hofsósi verður um helgina 16.-17. júní og hefst hátíðin með Jónsmessugöngu kl 18 á föstudeginum. Mæting er við Höfðaborg og er gengið frá Stafnshóli að Miðhúsum um Axlarveg. Íslensk kjötsúpa er í boði kl 19 og kvöldvaka kl 21 þar sem Hrafnhildur Víglundsdóttir Voice stjarna kemur fram ásamt fleirum.

Hreinsunardagur í Fljótum

14.06.2017
Fréttir
Íbúa- og átthagafélag Fljóta efnir til hreinsunardags í Fljótum á föstudaginn nk. Gert er ráð fyrir að hittast á Sólgörðum kl. 12 þar sem hópnum verður skipt niður á svæði. Að hreinsun lokinni verður boðið upp á lummukaffi á Sólgörðum sem hefst kl. 16.

Iðja/dagþjónusta auglýsir hlutastarf laust til umsóknar

14.06.2017
Fréttir
Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með 28. júní 2017.

Útboð – gervigrasvöllur á Sauðárkróki

12.06.2017
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir eftir tilboðum í jarðvinnu, lagnavinnu, uppsteypu og frágang vegna gervigrasvallar á Sauðárkróki. Verkið felst í uppsteypu stoðveggja, tæknirýmis og undirstaðna undir ljósamöstur, jarðvinnu, frárennslis- og snjóbræðslulagnir, hellulögn o.fl.

Auglýsing um deiliskipulagstillögu fyrir skíðasvæði Tindastóls

12.06.2017
Fréttir
Þann 7. júní síðastliðinn samþykkti sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir skíðasvæðið í Tindastóli. Tillagan felur í sér gerð deiliskipulags fyrir skíðasvæðið eins og það er afmarkað í aðalskipulagi og er markmiðið að fá fram heildstætt skipulag fyrir svæðið og nánasta umhverfi þess.

Sjómannadagurinn um helgina

09.06.2017
Fréttir
Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur um land allt um helgina og eru hátíðahöldin á Sauðárkróki á laugardeginum og á Hofsósi á sunnudeginum. Það verður ýmislegt til skemmtunar og kaffisala slysavarnafélaganna verður á sínum stað á báðum stöðum.