Fara í efni

Fréttir

Áramótabrennur í Skagafirði

29.12.2016
Fréttir
Fjórar brennur eru í Skagafirði um áramótin, á Hofsósi, Hólum, Sauðárkróki og Varmahlíð. Það eru björgunarsveitirnar sem hafa veg og vanda af brennunum og flugeldasýningunum eins og áður.

Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur - Laust er til umsóknar tímabundið starf á sambýlinu í Fellstúni

28.12.2016
Fréttir
Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga á að starfa með fötluðu fólki og hefur til að bera lipurð í mannlegum samskiptum.

Gleðileg jól!

24.12.2016
Fréttir
Við óskum starfsmönnum, íbúum Sveitarfélagsins Skagafjarðar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir ánægjuleg samskipti og gott samstarf á árinu sem er að líða.

Hátíð gengur í garð

22.12.2016
Fréttir
Á morgun er Þorláksmessa og margir að keppast við að leggja lokahönd á jólaundirbúninginn, redda síðustu gjöfinni eða kaupa í matinn. Jólunum fylgja fjölskylduboð, guðsþjónustur og jólaböll ásamt fleiri viðburðum og hefðum innan fjölskyldna.

Opnunartímar íþróttamannvirkja um jól og áramót

21.12.2016
Fréttir
Nú styttist í jólin og margir sem nota frídagana yfir hátíðarnar til að skreppa í sund eða heita pottinn og því gott að vita opnunartíma sundlauganna.

Í dag eru vetrarsólstöður

21.12.2016
Fréttir
Kl. 10:44 í dag eru vetrarsólstöður á norðurhveli jarðar. Þá er halli norðurhvelsins frá sólinni í hámarki, sólin syðst á himinhvolfinu og lægst á lofti. Á morgun tekur daginn að lengja á ný.

Fjárhagsáætlun 2017-2020 samþykkt

19.12.2016
Fréttir
Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árin 2017-2020 var samþykkt með sjö atkvæðum við síðari umræðu á fundi sveitarstjórnar 14. desember s.l. Bjarni Jónsson (Vg og óháðir) og Sigurjón Þórðarson (K-listi) bókuðu að þeir sætu hjá við atkvæðagreiðsluna.

Fjölskylduþjónusta Skagafjarðar auglýsir tímabundið starf í Kleifatúni laust til umsóknar

19.12.2016
Fréttir
Starfið er laust frá byrjun janúar 2017 til maíloka 2017, með möguleika á þriggja mánaða lengingu eða til lok ágústs 2017.

Frístundasvið Sveitarfélagsins Skagafjarðar auglýsir tímabundið starf í íþróttahúsinu á Sauðárkróki laust til umsóknar

16.12.2016
Fréttir
Um 100% starf er að ræða frá byrjun janúar 2017 til og með miðjum febrúar 2017.